Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 15

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 15
Guðrún Sigríður: Sem dæmi get ég nefnt hóp hjá mér, þar sem er mikil breidd, en hann átti að vinna verk- efni. Þeim sem kunna lítið fyrir finnst þetta erfitt og leiðinlegt, en þeir vinna. En flestum finnst það nokkuð gaman og njóta samverunnar í bekknum. Ólafur: Um skeið var andúð, en nú verð ég miklu minna var við hana. Hildur: Mjög stór partur af dönskukennslu er við- horfsvinna. Maður er að selja þeim dönskuna. Heimilið skiptir miklu máli. Ármann: Það þurfum við ekki að gera. Guðrún Sigríður: Og svo skiptir miklu hvað það er komið mikið af skemmtilegum þáttum. „Ég bara skildi þó nokkuð mikið af því sem sagt var!“ Allir: RÚV hefur staðið sig ótrúlega vel við að bjóða upp á skandinavískt efni, en það er orðið svo aðgengi- legt. Á mörgum heimilum horfa menn einnig á nor- rænar stöðvar. Hildur: Glæpaseríur frá Norðurlöndum skila sér í dönskukennslu. Guðrún Sigríður: Ég tók þátt í könnun fyrir nokkru og nemendum fannst í heild að danska ætti að vera í námskrá. Sumum fannst að hún ætti að koma inn seinna. Reyndar á eftir að vita um tilraun með það á Akureyri. Aðeins einn áfangi í dönsku Hildur: Það er svo mikilvægt að danska fái að vera áfram í fram- haldsskóla því þar uppskera menn í alvöru. Þá geta þeir farið að vinna með dönsku en ekki bara læra hana. Pétur: Einmitt, á öðru ári hjá okkur þá geta þeir allt í einu lesið vel og hratt og þurfa ekki að staula sig í gegnum textann heldur ná heild- inni. Ármann: En að hafa bara einn áfanga í dönsku í framhaldsskóla, það er svolítið dapur- legt. Pétur: En þegar á að skerða kjarnann þá er til dæmis ekki hægt að kenna dönsku á kostnað stærðfræði – eða hvað? Ólafur: Er það ekki hættulegt þegar maður hefur í huga framhaldsnám á Norðurlöndum? Ármann: Ég veit að það eru nemendur hjá okkur sem taka auka-dönsku í fjarnámi til að styrkja stöðu sína í erlendum háskólum. Nýtt matskerfi upp úr grunnskóla, A, B, C, D Pétur: Nú er okkur uppálagt að sjá til þess að nem- endur útskrifist með viðmið B2 samkvæmt tungumála- möppunni bæði í ensku og dönsku. Hildur Viggósdóttir hafa tekið grunnáfangann þegar í grunnskóla. Viðhorf sumra nemenda mótast hins vegar af litlum skilningi á því að það þurfi að vinna í náminu. Þeir halda að það dugi að horfa á Friends. – Þeir sem vinna á öðrum vett- vangi með ensku taka framförum en hinir eru ekki til- búnir til að leggja vinnu í að auka orðaforða og það getur örugglega staðið þeim fyrir þrifum þegar þeir fara í háskóla. Guðrún Sigríður: Það er svipað hjá okkur. Það er mjög mikil breidd í dönsku í bekkjum. Ég er núorðið með fleiri í toppi sem eru fljótir að vinna og samviskusamir og valda heimanáminu. En svo er ég með hóp sem er t.d. lesblindur og á mjög erfitt með bóklegt nám, nemendur sem hafa fengið litla eða jafnvel enga kennslu í grunn- skóla og koma til okkar í dönsku, kannski í fyrsta sinn. Viðhorf til dönsku Ármann: Hvernig stendur á því? Guðrún Sigríður: Ég hef það frá nemendum: Ef nem- andi á erfitt í námi er hann kannski tekinn út úr tíma í dönsku til að fá stuðningskennslu í íslensku eða sendur upp á safn til að lesa. Það er yfirleitt danska sem þetta bitnar á. Ólafur: Danska hefur mjög oft verið fórnarlamb. Hildur: Sumir nemendur valda aðeins hálfri stunda- töflu og íslenska og stærðfræði eru aldrei tekin út. Og ekki heldur enska, heldur náttúrufræði og danska, ekki síst ef nemendur eru tvítyngdir, þá fá þeir leyfi til að sleppa dönsku. Guðrún Sigríður: Svo fara sögur af því að kennari hafi ekki haft stjórn á óróleika í bekknum og hafi þá verið að sýna kvikmyndir og ekki farið í gegnum námsefnið. Þetta tekur maður kannski með ákveðn- um fyrirvara, en það er staðreynd að viðkomandi nemandi lærði ekkert og komst upp með það. – En svo er hitt að nemendur segjast ekkert kunna, og þeim finnst það örugglega, en svo þegar þeir eiga að vinna verkefni, þá kunna þeir heilmikið og miklu meira en þeir halda. Svo það er mikilvægt að byggja upp sjálfstraustið. Guðrún Sigríður: Í heild finnst mér ekki að nemendur nú kunni meira en áður en ég fæ fleiri toppnemendur. Guðrún Sigríður: Nú erum við að byrja á nýrri nám- skrá hjá okkur. Hingað til vorum við með þrjá áfanga: 102, 202 og 212. Nú verða þetta 103 og 203, og þá verð- ur námið erfiðara fyrir getulitla nemendur úr grunn- skóla. Pétur: Kennsla í dönsku í grunnskóla er 14 kennslu- stundir samtals: Fjögur ár 3, 3, 4, 4? Hildur: Já það er algengast. Ármann: En hvernig er viðhorf nemenda til dönsku? Guðrún Sigríður Sævarsdóttir MÁLFRÍÐUR 15

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.