Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 20

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 20
Allt frá því að ég útskrifaðist úr KHÍ með samfélags- fræði og ensku sem valgreinar hefur kennslufræði þessara greina reynst mér gott veganesti í gegnum kennsluferilinn. Allt frá hugarkortum og hugflæði samfélagsfræðinnar til samskiptaleikja og söngva enskunnar. Reynslusjóður hefur ávaxtast bæði með endurmenntun og miðlun til annarra kennara. Vorið 2012 fór ég í fyrsta sinn á IATEFL ráðstefnu sem ætluð var enskukennurum og haldin var í Glasgow í Skotlandi. Þar voru margir stórkostlegir „mind blowing“ fyrirlestrar og vinnustofur. Þar á meðal hlustaði ég á Carol Read, kennara frá Bretlandi, sem hélt fyrirlestur um skap- andi kennslu. Það sem vakti áhuga minn og hélt athygli minni var að þessi fræðilegi fyrirlestur var settur í umgjörð ævintýris til að sýna skapandi kennslu á skapandi hátt. Hvernig er hægt að tendra áhuga nemanda ? Hvað kveikir áhugann? Í nýuppfærði bók Ingvars Sigurgeirssonar, Litrófi kennsluaðferðanna, er fjallað um kveikjur sem kennslu- aðferð og hversu stór þáttur kennslustundar kveikjur geta verið ef vel tekst til. Það er einnig ógrynni af síðum sem svara spurningunni, t.d leiðum til að byrja kennslustund. http://teaching.monster.com/bene- fits/articles/9283-7-ways-to-start-a-great-lesson Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið „kveikjur í tungumálakennslu ? “ „Flettið upp á bls. 23.“ Algeng byrjun á kennslustund, en getur samt verið kveikja ef á blaðsíðunni er t.d. spurning, mynd eða tenging við reynsluheim nem- enda. Kveikjur fletta upp í huga nemenda og virkja hugsun, örva ímyndunarafl og sköpunarkraft. Hvað dettur ykkur í hug þegar þið heyrið „kveikjur í tungumálakennslu kalla á hugflæði og þá er hægt að skrá niður, t.d. áhugasvið, áþreifanlegt, byrjun, forvitni, frásögn, frétt, heimsókn, hlutverkaleikur, hugarkort, hug- flæði, hlutir, kennari, keppni, leikur, markmið, mynd, nemendur, námsbók, nýtt, óvænt, reynsla, saga, sjónrænt, spurningar, sýnishorn, staðsetning, söngur, tenging, upp- lifun, upplýsingar, youtube, þrautir, ævintýri. Ofangreindur listi gefur hugmyndir að mismunandi kveikjum sem hægt er að nota til að tendra áhuga nem- enda. Nokkrar útfærslur að kveikjum í tungumálakennslu Framundan er 40 mínútna kennslustund eða nýtt þema. Kennarinn hefur skipulagt tímann með markmiðum, leiðum og mati á úrvinnslu. Nemendur sitja við borð, í heimakrók eða í fyrirlestrasal. Hvernig byrjar tíminn? Það er áhugavert að skoða hvernig hægt er að byrja kennslu- stund á mismunandi hátt til að vekja áhuga nemenda. Kennari kemur inn í kennslustofu með bækur eða með körfu með kennslugögnum sem eru ekki úr papp- ír, litakúlu sem breytir um lit, grasker fyrir Halloween eða hauskúpu úr Hamlet. Það vekur forvitni nemenda. Þau spyrja og taka þátt. Í upphafi hverrar kennslustundar er oft nafnakall þar sem svörin eru einsleit. Í stað þess má biðja um að nemendur svari með hvernig þeim líður eða öðru þematengdu. Kveikja að tilfinningum. Yngri nemend- um eru gefnir svarmöguleikar. Í miðjum heimakrók er lokaður kassi. Hvað er í kassanum? Eitthvað óvænt. Innihaldið vekur forvitni og eftir nokkrar vísbendingar og spurningar uppgötva nemendur innihaldið sem er t.d. fuglafitsband . Kveikja að markmiði um fingraheiti og hreyfingar. Nemendur geta skipst á og útbúið kynningu, t.d. um áhugasvið, sýnt og sagt frá viðfangsefni. Þar kemur oft ný nálgun fram og kveikir í nýjum þráðum. Í kennslu- stofu er hægt að raða upp og búa til aðstæður, t.d. um borð í flugvél. Hvað gerist? Margir söngvar og leikir henta vel sem kveikjur, t.d. Simon says (fyrirmæli og líkamshlutar). Mikið er til af þemalögum sem hentug eru sem kveikjur og hægt er að finna á netinu. Bekknum hefur borist póstur. Samkeppni um smá- sögu, pennavinabekkur, Erasmusarsamstarf eða er það bara tómt umslag sem vantar innihald? Hvað dettur þér í hug? 20 MÁLFRÍÐUR What is your favourite …? Kveikjur í tungumálakennslu Lilja Margrét Möller, enskukennari við Vesturbæjarskóla. Menschen! Jetzt komplett bis Niveau B1! Von und mit Menschen lernt man am besten! Und das jetzt auch auf Niveau B1. Denn unser beliebtes Erfolgslehrwerk „Menschen“ liegt jetzt komplett vor von A1 bis B1. Machen Sie sich ein Bild! ▶ für Erwachsene und junge Erwachsene ab 16 Jahren ▶ modernes Konzept nach den Erkenntnissen der Lernpsychologie und Neurodidaktik ▶ phantasievoll und vielseitig bei Themen, Texten, Aufgaben und Übungen ▶ umfassender Produktkranz mit vielen digitalen Medien wie interaktives Kursbuch und digitales Unterrichtspaket ▶ jede Niveaustufe erhältlich als Vollband oder in Halbbänden Menschen B1/1 Kursbuch ISBN 978-3-19-301903-5 Arbeitsbuch ISBN 978-3-19-311903-2 Menschen B1/2 Kursbuch ISBN 978-3-19-501903-3 Arbeitsbuch ISBN 978-3-19-511903-0 © T hi nk st oc k/ W av eb re ak M ed ia Hueber Verlag Kundenservice Baubergerstr. 30 80992 München Tel. +49 89 (0) 96 02 96 03 Fax: +49 89 (0) 96 02 286 E-Mail: kundenservice@hueber.de www.hueber.de Mehr Infos und Guided Tour zum interaktiven Kursbuch unter: www.hueber.de/menschen Neu!

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.