Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 16

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 16
er tölvuunnið en í ritun er gefið fyrir ákveðna þætti, málfræði, orðaforða, inntak m.m. Nemendur gera aldrei athugasemdir við hitt en mjög oft við fyrirgjöf í ritun. Það tengist mjög því sem Hildur var að segja áðan. – Í því sam- bandi er mjög gott að fá þessa fínu sundurliðun á þáttum og þrepum. Þá getur maður merkt við þegar eitthvað er til staðar hjá nemanda. Það tengist líka topic centers sem Ármann hefur fjallað um, að grunnskólinn þarf að þjálfa skipu- lega ákveðin atriði. Ármann: Við getum tekið ákveðið ritunarform og séð til þess að nemendur kunni það. Sú hætta er alltaf fyrir hendi, ef við höfum staglpróf, að þau smitist inn í kennsluna. Hildur: Það sem er svo gott við hina nýju námskrá grunnskóla í tungumálunum er áherslan sem þar er lögð á talað mál og hlustun. Þá verðum við líka að sinna þessum þáttum. Það er ekki nóg að kenna bara orðaforða og málfræði. Ármann: Það er veiki hlekkurinn í allri tungumála- kennslu. Pétur: Mér tekst ekki að kenna á dönsku. Hildur: Maður reynir eins og maður getur. Ármann: Mér gengur betur orðið, og það er líka út af breytingum hjá nemendum. En það er alls ekki sjálf- gefið. Ef umræðan verður flókin og erfið, þá hætta þeir að ráða við það. – Eðlilega. Ármann: Þegar við erum að kenna viðskiptaensku þá hættir okkur til að fara fram úr okkur með því að vera með eitthvað gáfulegt og krefjandi. Þannig að það sem við erum að gera á ensku myndum við jafnvel ekki ráða við á íslensku. Við erum að kenna þeim ensku en ekki t.d. hlutabréfaviðskipti. Danska á verknámsbrautum Pétur: Þegar grunnáfanginn hverfur úr framhalds- skóla, en hann var eini áfanginn á mörgum verknáms- brautum, hverfur danska þá alfarið úr verknáminu? Guðrún Sigríður: Þeir sem taka stúdentspróf, sem er möguleiki upp úr verknámsbrautum, taka dönsku. En eftir þessari nýju námskrá sem við höfum tekið upp í Tækniskólanum þá þurfa ekki allir að hafa dönsku. Nemendur hafa val um að sleppa en það eru mjög margir sem sækjast eftir að ljúka stúdentsprófi. Dönskuhópum hefur fækkað mikið á þeim árum sem ég hef kennt við skólann. Áður voru líka margir for- námshópar, en nú er bara einn Ólafur: En eru þá líka aukaáfangar í boði fyrir þá sem hugsa um framhaldsnám erlendis? Guðrún Sigríður: Nei, það hefur aldrei náðst nægur fjöldi til þess að kenna slíkan. Og reyndar er ekki búið að semja áfangalýsingu í nýja kerfinu. Hildur: En það eru bara þeir nemendur sem fá A upp úr grunnskóla sem eru á B1. Og hvað þá með hina? Pétur: Þeir verða samkvæmt þessu að taka hægferðar- áfanga fyrst. – Vitið þið um þetta einkunnakerfi, A, B, C, D? Ármann: Ekki mikið. Hildur: Hjá okkur er ekki þrepaskipt en það eru margir sterkir nemendur og margir sem fara til ykkar, Ármann. En ég sé ekki að margir þeirra komi til með að fá A samkvæmt lýsingu námskrár grunnskóla. En nú er búið að fresta því og væntanlega til að endur- skoða. Pétur: En það merkilega er að nemendur eiga ekki að fá A í dönsku eða ensku, heldur A í tungumálum. Ármann: Afar sérkennilegt: Hverjir standa að baki þessu, kennarar? Pétur: Við vitum ekki hvernig á að gefa þessa einkunn. Nemandi fær 10 í ensku og 4 í dönsku. Fær hann þá B? Ármann: Nemandi útskrifast sem sé með einkunn í íslensku, stærðfræði, raungreinum, félagsgreinum og tungumálum? Hildur: Við höfum fengið fulltrúa í heimsókn og spurt þá en við höfum ekki fengið nein skýr svör. Nú er svo margt annað nýtt svo við höfum lagt þetta mál til hliðar. Hæfniviðmið en ekki þekkingarviðmið Pétur: En hæfniviðmiðin í grunnskólanámskránni. Þau eru veruleg framför að mínu mati. Það er hægt að vinna eftir þeim. Hildur: Já, þrepin eru eins og í Evrópsku tungumála- möppunni. Nema að þau er ekki alveg eins. Ármann: Við fórum að skoða þrepin í framhaldsskóla- námskránni og bera þau saman við það sem við höfum tekið upp undanfarið, og það passar mjög vel saman. Ég fagna því að menn eiga að hafa meira skapandi og fjölbreyttari markmið. Námskráin styrkir vel það sem mér finnst jákvætt í þróuninni hjá okkur. – En prófin hjá okkur eru ennþá í staglkenndara lagi. Vinnueinkunn hefur fjölbreyttan grunn en prófin síður. Ólafur: Sumt verður að prófa, orðaforða … Pétur: Við höfum fært okkur frá lokaprófum yfir í vinnueinkunn, hægt og sígandi. Ármann: Já, en þar rekst maður á ákveðna tregðu í kennarahópnum. Hildur: Ekki bara í kennarahópnum. Foreldrar pressa, ekki síst hjá nemendum sem eiga að útskrifast. Þeir vilja fá rökstuðning því þeir vilja kannski fá háar einkunnir til að nemandinn komist í ákveðinn eftirsóttan fram- haldsskóla. Og þá er erfitt að hafa ekki áþreifanleg próf heldur huglægt mat í hæfniþáttum. Prófin eru skotheld. Ármann: Ef við viljum að hæfniþættir eins og munn- legur flutningur séu með í matinu verðum við að brýna mælitækin. Og það er meira en að segja það. Ólafur: Samræmd próf í ensku á haustin í 10. bekk fá nemendur til baka þegar búið er að skrá matið. Mest Ólafur Jónsson 16 MÁLFRÍÐUR

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.