Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 19

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 19
ákveðið að höfuðstöðvar félagsins verði framvegis í Sviss en flytji ekki milli landa með formanninum eins og verið hefur. Einnig var kynnt vefráðstefna fyrir þýskukennara, sjá www.dafwebkon.com. Veðrið var mjög fallegt á meðan heimsþinginu stóð, sól og blíða. Hitinn var þó stundum næstum óbæri- legur fyrir okkur Íslendinga að minnsta kosti, hann fór mest upp í 38°C. Þegar svo var komst fólk kannski ekki yfir eins mikið og það hefði viljað. Þá var um að gera að setjast einhvers staðar niður, fá sér drykk og njóta fallegs umhverfis í Bozen og samvista við góða ferðafélaga. Eitt kvöldið hittust allir Íslendingarnir og fóru saman út að borða. Það var sérstaklega ánægu- legt kvöld. Næsta heimsþing verður í Fribourg/Freiburg í Sviss dagana 31. júlí til 5. ágúst 2017. Fyrst ætluðu Svisslendingar að takmarka þátttökufjölda við 1.200 manns því borgin geti ekki tekið við fleiri gestum. Þeir hafa verið hvattir til að finna einhver ráð til að hækka þá tölu. Þegar hefur verið hafist handa við heimasíðu þessa heimsþings, sjá www.idt-2017.ch. Þar má meðal annars sjá fallegar myndir frá Freiburg. Að lokum vil ég þakka ferðafélögum mínum kær- lega fyrir sérlega ánægjulega samveru. Það er hverj- um tungumálakennara nauðsynlegt að hitta kollega sína, skiptast á reynslusögum og efla tengslin sín á milli. Heimsþing þýskukennara er góður vettvangur til þess og þar fær maður jafnframt beint í æð allt það sem snýr að þýskukennslu og er efst á baugi hverju sinni. Nánari upplýsingar er að finna á vef heimsþingsins www.idt-2013.it og Alþjóðasamtaka þýskukennara www.idvnetz.org. Áslaug Harðardóttir og Ingi S . Ingason á fagfélagakynningu . MÁLFRÍÐUR 19 An interactive six-level starter English language series for primary school children with an online world that takes them on an exciting journey to imaginary islands. Your children can uncover clues and solve mysteries as they learn English! Sign up to Primary Place our exclusive club for Primary School teachers today and receive free resources for your classroom including Our Discovery Island www.pearsonelt.com/primaryplace POWERED BY Where learning is an adventure!

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.