Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 8

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 8
Vinnustofan, sem var haldin dagana 13.–15. ágúst 2013 í Háskóla Íslands, fór fram í samhengi við ECML – EU RELANG-verkefnið: Tenging tungumálaprófa við sameiginlegan evrópskan tungumálahæfnis- ramma: að stuðla að frekari gæðum menntunar og auðvelda flutning milli skóla. (Relating language examinations to the common European reference levels of language proficiency: promoting quality assurance in education and facilitating mobility.) Það fór fram að tilstuðlan íslenska Mennta- og menn- ingarmálaráðuneytisins. Það var skipulagt af Eyjólfi Má Sigurðssyni, sem starfar við Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands og er stjórnarmaður og fulltrúi ECML á Íslandi, og Brynhildi A. Ragnarsdóttur. Sérfræðingar ECML voru Jana Beresova frá Há skól- an um í Trnava, Slóvakíu, og Gilles Breton frá franska menntamálaráðuneytinu. Allir þátttakendur í vinnustofunni, um 26 talsins, voru enskukennarar (meirihluti), dönskukennarar, frönskukennarar, þýskukennarar og spönskukennarar, en þeir komu alls staðar að af landinu. Þeir skipuleggja annarpróf svo og próf í lok hverrar annar. Markmið vinnustofunnar var að vinna á mismun- andi stigum sem lokið yrði með gildum prófum í tengslum við fyrirhugað færnistig CEFR. Þessi færni- stig eru B2 fyrir ensku, B1 fyrir dönsku, og A2 fyrir frönsku, þýsku og spænsku. Þessi vinnustofa hefur verið þróuð í þremur þrepum: 1. Grunnatriði mats (gildi, áreiðanleiki, siðferði og sanngirni). Þessi grunnatriði skulu ávallt höfð í huga þegar próf er þróað og er tekið mið af þeim í hinum tveimur þrepunum. Við notuðum nýjustu lokapróf annarinnar (lestur, ritun, notkun tungumáls) sem grunn að umræðum um grunnatriði matsins: gildi, áreiðanleiki, sann- girni og siðferðileg atriði. Þar sem þessi próf eru yfirlitspróf (haldin í lok annarinnar), þarf að taka mið af þessum grunnatriðum og gefa vitnisburð um þau. Á hinn bóginn reyndum við að sýna fram á þörf þess að færa rök fyrir kröfum í tengslum við CEFR, (færnistig B2,B1,A2). Við vonum að í náinni framtíð, þegar allar hug- myndir sem fram komu í vinnustofunni hafa verið framkvæmdar, verði unnt að leggja fram gildar kröfur í tengslum við færnistig B2, B1 og A2 í CEFR. 2. Ritun og fleiri þættir. Mikilvægast er að hugsa við- fangsefnið í samhengi við þá tegund tungumála- notkunar sem hefur verið valin. Ef hin aðgerðamið- aða nálgun hefur verið valin þá þarf að taka mið af því vali (sbr. mynd 1: hæfnisþættir notanda/nem- anda í handbókinni). Gildi prófsins fer hins vegar eftir tegund greina. Þessar tegundir voru aðallega ræddar. Við tókum fyrir mismunandi prófhluta í mismunandi tungumálum (textaval, leiðbeiningar, þættir, einkunnagjöf). Tillögur um breytingar hafa verið lagðar fram í öllu vinnustofuferlinu, annað- hvort í hópvinnu eða í pallborðsumræðum. 3. Einkunnagjöf og röðun. Markmiðið er að gefa nákvæma og áreiðanlega einkunn fyrir frammistöðu hvers próftaka. Lagt er til að rúbríkur séu fyrir færni í tjáningu. 4. Hluti vinnunnar í núverandi vinnustofu beindist einnig að því að sýna fram á nauðsyn þess að undir- búa rúbríku svo og leiðbeiningar sem unnt er að nýta sem upplýsingagrunn handa öllum hlutaðeigandi og sem leiðarljós fyrir þá sem semja prófþættina. 8 MÁLFRÍÐUR Gilles BretonJana Bérešová Matsaðferðir: Tungumálapróf og Evrópumappan Jana Bérešová og Gilles Breton eru sérfræðingar hjá ECML

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.