Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 22

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 22
Ég veit ekki hversu oft ég heyrði þessi orð fyrstu vikurnar í kennslu. Ég vann myrkranna á milli: allar helgar var ég mætt í vinnuna til þess að búa til verkefni, lesa bækur og gera mitt besta til að gera kennsluna sem fjölbreyttasta svo að nemendum myndi ekki leiðast í tímum hjá mér. Ég vann það lengi frameftir einn dag- inn að ég setti öryggiskerfið í skólanum í gang. Og þannig lærði ég að kerfið fer í gang á miðnætti því að á þeim tímapunkti ætti enginn að vera ennþá í vinnunni. Ég er sammála öryggiskerfinu, en vinnan sem fylgir nýliða í kennslu er ekki öryggiskerfum samkvæm. Ekki aukin þægindi heldur nauðsyn Eftir að hafa varið meirihluta ævinnar sem nemandi við skóla víðsvegar um heiminn fékk ég vinnu sem kenn- ari í skóla síðastliðið haust. Ég hafði verið í verknámi við Fjölbrautaskólann við Ármúla og var mjög ánægð þegar mér var boðin vinna þar, enda tengdi ég það beint við að hafa staðið mig vel í verknáminu. Ég byrjaði í 125% starfshlutfalli og kenndi þrjá mismunandi áfanga í ensku auk þess að kenna einn áfanga í lífsleikni. Ég hafði kynnst kennslunni í gegnum verknámið og vissi að vinnuálagið gæti vissulega verið ansi mikið, en aldrei óraði mig fyrir því að vinna sem í eðli sínu inniheldur helgarfrí myndi taka frá mér allt sem ég kallaði félagslíf og fríhelgar. Ég var ekki búin að kenna nema kannski tvær til þrjár vikur þegar ég áttaði mig á því að þetta langa sumarfrí sem kennarar eru svo „heppnir“ að fá er alls engin heppni heldur algjör nauðsyn. Og þeir sem telja það geti ekki staðist ættu að prófa að vera kennarar í nokkrar vikur. Ég tel mig vera heppna með vinnustað. And rúmsloftið í FÁ er engu líkt. Hér er fólk á öllum aldri sem hefur unnið við kennslu í mislangan tíma (þó má taka fram að meðal- aldur framhaldsskólakennara er 55 ár) og eiga allir starfs- menn þessa skóla það sameiginlegt að vera glaðlyndir og hafa gert líf mitt sem kennari mun auðveldara með því að vera alltaf tilbúnir að svara spurningum og aðstoða mig þegar ég hef sóst eftir því – sumir meira að segja stökkva fram til að aðstoða mann áður en maður ber sig eftir því. Og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta fólk endist í kennarastarfinu: vinnustaðurinn. Því ég get staðfest að það eru ekki launin sem fólk sækist eftir. Plan B Ég ætlaði mér aldrei að verða kennari. Sem barn ætlaði ég að verða leikkona eins og systir mín; eða hárgreiðslukona eins og mamma mín. Þegar ég byrjaði í háskólanámi (þá að verða 18 ára) ætlaði ég að verða barnasálfræðingur. Eftir ár á sálfræðibraut skipti ég yfir í ensku og útskrifaðist með hæstu einkunn í ensku og með spænsku sem aukagrein fjórum árum síðar. Á einhverjum tímapunkti hafði ég hugsað mér að nýta enskugráðuna til þess að skrifa fyrir tímarit (sem með þessari grein rætist að einhverju leyti). Eftir MA-nám í Bretlandi kom ég heim til Íslands og bætti við mig kennsluréttindum. Í verknáminu opnuðust augu mín fyrir því hversu skemmtilegt starfið getur verið og eftir að ég hafði útskrifast frá Háskóla Íslands varð „plan B“ í lífinu orðið að „plani A“. Að vera kennari getur verið ótrúlega gefandi þegar þú sérð árangur, þegar þú tekur eftir því að áhugi nemenda á námsefninu hefur aukist og að þeir vilja standa sig vel. Það eru þessi örsmáu augnablik sem halda kennurum gangandi. Hins vegar getur það líka gerst að markmið undirbúningsins næst ekki og þá er um að gera að endurhugsa, ígrunda og skoða aðrar leiðir, kveikjur o.þ.h. Óhætt er að segja að hugur kennarans sé sístarfandi við að finna hugmyndir að áhugaverðu námsefni og kennsluaðferðum. Starfið er krefjandi og það er engin leið að fara heim og skilja vinnuna eftir. Á tímamótum Ég veit ég stend mig vel í starfi, því að ég legg mig alla fram við að koma til móts við nemendur og hugsa út fyrir minn þægindaramma svo að nemendur njóti góðs af. Einstaklingsmiðað nám er frábær hugsjón sem ég vil að verði að veruleika þó að það sé kannski hægara sagt en gert. Allt tekur þetta sinn tíma, en ég trúi því fastlega, að jákvæð þróun verði í enskukennslu og enskunámi á Íslandi í framtíðinni. 22 MÁLFRÍÐUR Agnes Valdimarsdóttir, enskukennari við Fjölbrauta­ skólann við Ármúla. Að fá til baka það sem þú setur út „Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn“ www.nams.is Námsgagnastofnun • Víkurhvarf 3 • 203 Kópavogur • Sími 5350400 Få en god START og bliv rigtig SMART Í desember mun gagnvirkur vefur, ætlaður sem ítarefni fyrir bækurnar START og SMART, koma út á vef Náms- gagnastofnunar. Til að byrja með verða leikir með START aðgengilegir. Leikirnir með START verða níu talsins. Hver og einn leikur birtist sem eitt púsl í 12 bita púsluspili. Þegar nem- andi hefur lokið við leik, náð 80% árangri eða meira, snýst það púsl við og þá birtist mynd. Hugmyndin með þeirri útfærslu er að vera hvatning fyrir nemendur að ljúka við sem flesta leiki til að sjá hvernig myndin lítur út. Nýtt efni FRÁ NÁMSGAGNASTOFNUN DANSKA Smil Smil er námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Áhersla er á alhliða hæfni nemenda til að nota tungumálið í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Textarnir í bókinni eru fjölbreyttir og ríkulega skreyttir myndum sem styðja við textann. Markmið með myndunum er að hvetja, virkja og vekja áhuga nemenda á efninu og hjálpa þeim að tileinka sér orðaforða. En einnig að gleðja. Það sama gildir um textann, hann er fjölbreyttur og markmiðið með honum er að koma til móts við áhugasvið nemenda og flétta saman alla færniþætti tungumálanáms í leiðinni. SMILNÁMSGAGNASTOFNUN 07099 Smil er kennslubók í dönsku fyrir unglingastig grunn- skóla. Bókinni fylgja tvær vinnubækur. Hlustunaræfingar, talæfingar og kennsluleiðbeiningar eru á vef NámsgagnastofnunarHöfundar eru Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen. ☺ ☺ SMIL opgavebog A B opgavebok A

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.