Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 11

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 11
Allir hóparnir skoðuðu vel lokamarkmið síns færniþáttar og einnig dæmi um svokölluð DELF próf (Diplôme d’études en langue française) sem aðgengileg eru á netinu. Út frá þessu sömdu hóparnir drög að sínum prófhluta. Í lok dags komu hóparnir saman og skoðuðu afraksturinn. Þar spannst gagnleg og gagn- rýnin umræða um prófið og prófsamningu almennt. Eftir þessa vinnustofu fínpússaði hver hópur sinn hluta. Taka þarf upp hlustunarþáttinn og samræma fram- setningu prófsins. Þetta er allt komið vel á veg, og er skemmst frá því að segja að frönskuprófið er um það bil að taka flugið til Graz til vottunar og frönskukennarar bíða spenntir eftir viðbrögðum sérfræðinganna. Það skal viðurkennt að áður en hafist var handa óaði mörg okkar við því að hægt væri að semja próf þannig að öllum líkaði í stórum hópi. Auðvelt var að sjá fyrir sér hverja höndina upp á móti annarri því að við kenn- arar höfum mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig náms- mat á að fara fram. Þegar upp var staðið voru allir mjög ánægðir með þennan vinnudag sem stóð frá kl. 10 til 17. Vinnan gekk snurðulaust fyrir sig og kom það ánægjulega á óvart hve hóparnir voru samtaka um að ljúka verkinu og hafa af því bæði gagn og gaman. Í raun var það þessi hópavinna sem var lærdómsríkasti hluti alls ferlisins. hafa gert málfræðihlutanum hátt undir höfði meðan enn önnur hafa sleppt honum alveg, svo dæmi séu nefnd. Aðalatriðið er að námsmat taki mið af lokamarkmiðum hverju sinni. Frönskukennarar ákváðu að ráðast strax í verk- efnið og semja próf sem tæki mið af A2 þar sem nemendur eru flestir á því stigi þegar þeir ljúka 3. máli í framhaldsskóla. Verkefnið var kynnt á fundi í Félagi frönskukennara og óskað eftir áhugasömum til að semja prófið. Einnig var ákveðið, eftir töluverða umræðu, að semja próf í færniþáttunum fjórum þar sem hver þáttur gilti 25% og sleppa alfarið sérstökum málfræðihluta. Sömuleiðis varð niðurstaðan sú að hafa allt á markmálinu, þ.e. frönsku, enda var eindregið mælt með því á umræddu námskeiði. Laugardag einn í september hittust 16 frönskukenn- arar af framhalds- og háskólastigi í Verzlunarskóla Íslands og réðust í verkið. Þátttakendum var skipt í fjóra hópa sem hver tók að sér einn færniþátt. Fyrst lögðu þeir kennarar sem tóku þátt í námskeiði STÍL línurnar varðandi prófsamninguna með vísan í það sem þar kom fram. Einnig var rætt um helstu efnistök og hvaða þemu kæmu til greina svo að vinna hópanna skaraðist ekki of mikið. MÁLFRÍÐUR 11 etwinning.is eTwinning.is • einfalt skólasamstarf gegnum netið • góð leið til að virkja nemendur og auka vægi upplýsingatækni • aðgangur að rafrænum verkfærum • netöryggi • endurmenntun kennara • kostar ekkert RAFRÆNT SKÓLASAMFÉLAG Í EVRÓPU

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.