Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 10

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 10
Dagana 13.–15. ágúst 2013 hélt STÍL námskeið sem fjallaði um prófagerð í tungumálum út frá evrópska tungu- málarammanum (CEFR-rammanum). Leiðbeinendur voru Gilles Breton og Jana Bérešová en þau komu frá Evrópska Nýmálasetrinu í Graz (ECML). Á námskeið- inu voru tungumálakennarar úr grunn- og framhalds- skólum landsins ásamt fulltrúum frá Háskóla Íslands. Markmið námskeiðsins var að við tungumálakennarar gerðum okkur betur grein fyrir til hvers er ætlast af nem- endum þegar þeir ljúka ákveðnu stigi í evrópska tungu- málarammanum (A1, A2, B1 o.s.frv.) í færniþáttunum fjórum, þ.e. lesskilningi, hlustun, tali og ritun. Ætlast var til af þátttakendum að þeir stæðu í framhaldinu fyrir vinnustofu síns fagfélags þar sem samið væri einskonar sýnispróf (prototype) sem uppfyllti öll skilyrði evrópska tungumálarammans. Prófið yrði síðan sent til Graz til vottunar. Tekið skal fram að svipað ferli er í gangi í mörg- um Evrópulöndum sem vinna í anda Evrópurammans. Uppbygging prófsins er í sjálfu sér frjáls, þ.e. hver þáttur getur vegið misþungt. Einnig er kennurum í sjálfsvald sett hvort þeir hafi sérstakan málfræðihluta til viðbótar færniþáttunum fjórum. Það var fróðlegt að heyra að hin ýmsu Evrópulönd hafa farið ólíkar leiðir í þessum efnum, sum hafa látið lesskilning gilda meira en annað, önnur 10 MÁLFRÍÐUR Vera Ósk Valgarðsdóttir Margrét Helga Hjartardóttir Hópurinn með munnlega færni að störfum . Matsaðferðir: Staðlað próf í frönsku skv. Evrópumöppu – Reynslusaga frönskukennara Margrét Helga Hjartardóttir, frönskukennari við Kvennaskólann og Vera Ósk Valgarðsdóttir, frönsku­ kennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.