Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 23

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 23
MÁLFRÍÐUR 23 www.nams.is Námsgagnastofnun • Víkurhvarf 3 • 203 Kópavogur • Sími 5350400 Få en god START og bliv rigtig SMART Í desember mun gagnvirkur vefur, ætlaður sem ítarefni fyrir bækurnar START og SMART, koma út á vef Náms- gagnastofnunar. Til að byrja með verða leikir með START aðgengilegir. Leikirnir með START verða níu talsins. Hver og einn leikur birtist sem eitt púsl í 12 bita púsluspili. Þegar nem- andi hefur lokið við leik, náð 80% árangri eða meira, snýst það púsl við og þá birtist mynd. Hugmyndin með þeirri útfærslu er að vera hvatning fyrir nemendur að ljúka við sem flesta leiki til að sjá hvernig myndin lítur út. Nýtt efni FRÁ NÁMSGAGNASTOFNUN DANSKA Smil Smil er námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Áhersla er á alhliða hæfni nemenda til að nota tungumálið í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. Textarnir í bókinni eru fjölbreyttir og ríkulega skreyttir myndum sem styðja við textann. Markmið með myndunum er að hvetja, virkja og vekja áhuga nemenda á efninu og hjálpa þeim að tileinka sér orðaforða. En einnig að gleðja. Það sama gildir um textann, hann er fjölbreyttur og markmiðið með honum er að koma til móts við áhugasvið nemenda og flétta saman alla færniþætti tungumálanáms í leiðinni. SMILNÁMSGAGNASTOFNUN 07099 Smil er kennslubók í dönsku fyrir unglingastig grunn- skóla. Bókinni fylgja tvær vinnubækur. Hlustunaræfingar, talæfingar og kennsluleiðbeiningar eru á vef NámsgagnastofnunarHöfundar eru Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen. ☺ ☺ SMIL opgavebog A B opgavebok A

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.