Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 17

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 17
Hildur: Það er svo gífurlega mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að standa vörð um tungumálakennslu. Ármann: En þá verðum við líka að vita hvað við erum að gera. Erum við að kenna The Queen’s English, eða erum við að kenna eitthvert alþjóðlegt samskiptatæki til að nota hjá Kínverjum og Dönum? International English er sérstakt tungumál með sína málfræði. Pétur: Ef til vill endar það þannig að við notum ensku í öllu opinberu samhengi en móðurmálið bara heima. Ármann: Það er mikilvægt að halda tungumálakennslu lifandi því það snýst um að skapa ákveðna fjölbreytni í hugsun, að geta nálgast heiminn á fjölbreytilegan hátt. Mér finnst það persónulega auðgandi að geta nálgast heiminn bæði á íslensku, ensku og dönsku. Það væri menningarlegt stórslys ef farið væri að skerða þessar greinar í skólakerfinu og við glötuðum þessari teng- ingu við norðurlandamálin. Hildur: Ég held líka að það sé stór hluti af því að vernda íslenska tungu að sjá til þess að vera hluti af Norðurlöndunum með því að læra eitt norðurlanda- mál og geta átt samvinnu við hin Norðurlöndin í kvikmyndum, tónlist og öðru. Þetta er menningarlegt atriði. Það er sagan okkar. Það er svo miklu meira en bara að læra dönsku. Við lærum hver við erum. Ármann: Sá möguleiki er til að bjóða slíkt í fjarnámi. Það er gert í dönsku hjá okkur. Og við erum líka með sérhæfða áfanga í fjarnámi í ensku. – Fjarnám gæti verið varnagli fyrir tungumálin því þar gæti maður haft samvinnu milli skóla þó að ekki næðist í heilan hóp í einum skóla. Fjarnám er ekki óskastaða fyrir tungumálanám en tæknin er að verða betri. Okkar stétt á að hugsa mikið um þennan möguleika. Alþjóðleg enska Ármann: Það er ákveðinn sveigjanleiki í nýju nám- skránni fyrir framhaldsskóla sem nemendur geta nýtt sér til að koma til móts við kröfur háskóla um ákveðinn grunn. Í verkfræði er oft krafist meiri ensku en skyldu- áfangarnir á náttúrufræðibraut bjóða upp á. – En þá er líka oft krafa um svo og svo mikið í stærðfræði og náttúrufræðigreinum. Hildur: Þá hverfur svigrúmið sem nemendur höfðu. Ármann: Krafan til fræðimanna núorðið um mikla kunnáttu í ensku, segja rannsóknir, er eitthvað sem fæstir standa undir. Hildur: Menn eiga að geta varið doktorsritgerð á ensku. Þátttakendur að byrja umræðurnar . MÁLFRÍÐUR 17

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.