Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 3

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 3
Efnisyfirlit Ritstjórnarpistill . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3 Auður Torfadóttir hlýtur alþjóðlega viðurkenningu FIPLV . . . . . . . . . . . . . . . . . 5 Raunfærnimat, nú líka í tungumálum Haukur Harðarson . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Tungumálapróf og Evrópumappan Jana Bérešová og Gilles Breton . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Staðlað próf í frönsku skv. Evrópumöppu – Reynslusaga frönskukennara Margrét Helga Hjartardóttir og Vera Ósk Valgarðsdóttir . . . 10 Sjálfsmat í fjarnámi í sænsku og norsku Gry Ek Gunnarsson og Erika Frodell . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Nýjar námskrár í grunnskóla og framhaldsskóla Umræður dönsku- og enskukennara um nýjar námskrár og mörkin milli skólastiga Pétur Rasmussen . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Heimsþing þýskukennara í Bozen Áslaug Harðardóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18 What is your favourite …? Kveikjur í tungumálakennslu Lilja Margrét Möller . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 20 Að fá til baka það sem þú setur út „Ég lofa, Agnes, þetta verður auðveldara á næstu önn“ Agnes Valdimarsdóttir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22 Ritstjórn Málfríðar Í ritstjórn Málfríðar eiga sæti fjórir fulltrúar aðildarfélaga auk fulltrúa stjórnar. Árið 2013–14 er þetta: Ásmundur Guðmundsson frá Félagi þýskukennara asmgud@gmail.com Eva Leplat Sigurðsson Borgarholtsskóla frá Félagi frönskukennara eva@bhs.is Guðný Ester Aðalsteinsdóttir Árbæjarskóla frá Félagi enskukennara gudnyester@gmail.com Pétur Rasmussen Menntaskólanum við Sund frá Félagi dönskukennara prasm@internet.is Svanlaug Pálsdóttir Verzlunarskóla Íslands Frá stjórn og Félagi spænskukennara svanlaug@verslo.is Þeir sem vilja birta grein í Málfríði eru beðnir að hafa samband við einn fulltrúanna í ritstjórn. Þema Málfríðar er að þessu sinni matsaðferðir. Vorið 2013 bað Fræðslumiðstöð atvinnulífsins STÍL um að tilnefna fulltrúa í nefnd til að taka fyrstu skrefin að svoköll- uðu raunfærnimati í bóknámsgreinum. Nokkur skref voru stigin og í framhaldinu eiga nefndir um ensku og dönsku að vinna að nánari útfærslu. Hér er verið að nálg- ast stöðumat í tungumálum öðruvísi en verið hefur og getur úr þessu komið betri aðferð. Önnur nálgun kemur líka frá Evrópu, RELANG-verkefnið, sem miðar að því að tengja tungumálapróf, m.a. hér á landi, við tungu- málarammann sem flestir þekkja frá Evrópumöppunni. Tvær greinar fjalla um þetta, önnur um námskeiðið sem var haldið í ágúst 2013 en hin um vinnu frönskukennara í framhaldinu. Svipuð vinna er í gangi hjá öðrum tungu- málakennurum. Má vera að vinnan á þessum tveim vett- vöngum geti auðgast við að menn sjá tengsl milli þeirra. Því næst er grein um sjálfsmat nemenda, og loks er umræða um nýtt mat í dönsku og ensku og ný mörk milli grunnskóla og framhaldsskóla. Að lokum eru þrjár greinar utan þema, um heimsþing þýskukennara, um kveikjur í tungumálakennslu, og um að vera nýr tungumálakennari í framhaldsskóla. En fremst í blaðinu er verið að heiðra ötulan talsmann STÍL og tungumálakennslu á Íslandi, Auði Torfadóttur. Ritstjórnin er hreykin af að fá þetta tækifæri enda hefur Auður verið stoð Málfríðar frá fyrsta degi hennar. * * * Málfríður þrífst aðeins ef tungumálakennarar landsins halda því lifandi. Við í ritstjórn hvetjum eindregið ykkur lesendur til að senda okkur greinar um það sem þið eruð að gera. Í næsta blaði verður þemað Munnleg færni. Nýjar námskrár leggja aukna áherslu á þennan þátt. Gott er að heyra um góðar hugmyndir og aðferðir sem virka. Látið heyra í ykkur! Málfríður Tímarit Samtaka tungumálakennara 2. tbl. 29. árgangur – Haust 2013 / Vor 2014 Forsíðumynd: Formaður STÍL, Brynhildur A. Ragnarsdóttir, afhendir Auði Torfadóttur heiðursskjal til staðfestingar á því að hún er heiðursfélagi í Alþjóðasamtökum tungumálakennara, FIPLV. Útgefandi: Samtök tungumálakennara á Íslandi, STÍL Ábyrgðarmaður: Brynhildur Anna Ragnarsdóttir Prófarkalestur: Ásmundur Guðmundsson Umsjón með netútgáfu: Guðbjartur Kristófersson Málfríður á Netinu: http://malfridur.ismennt.is Prentun: Oddi umhverfisvottuð prentsmiðja 141 776 UM HV ERFISMERKI PRENTGRIPUR Póstfang: STÍL v/tímaritið Málfríður, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík Ritstjórnarpistill

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.