Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 4
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 UMHVERFISMÁL „Á síðasta áratug hafa breytingar í umhverfinu og í lífríki vatnsins vakið ugg hjá okkur og hefur sú þróun stigmagn- ast á síðustu árum, með vaxandi ánauð vegna umgengni í garðinum og við vatnið,“ segir Guttormur P. Einarsson, einn helsti sérfræðing- ur landsins í stangveiði við Þing- vallavatn. Guttormur lýsir viðhorfum sínum í hvatningarbréfi til Ólafs Arnar Haraldssonar þjóðgarðs- varðar fyrr í vikunni. Guttormur segir langt síðan bera fór á auknum svifgróðri þörunga sem skyggðu vatnið, sam- fara ört vaxandi og botn lægum slýþörungum sem spilli veiði- stöðum á grunnslóð. „Fiskurinn hefur því flutt sig á aðra staði þar sem botnlægt æti hefur enn griðland,“ segir Gutt- ormur. Í mörg horn sé að líta eigi að bregðast við. „Það er fortaks- laus nauðsyn að halda úti strangri vakt á svæðinu og gæta þannig að tilhlýðilegri umgengni í garðinum og við vatnið.“ Þá segir Guttormur veiðar með spæni og maðki barnaglingur. „En hvers konar feitmeti í agni beinist alfarið gegn urriðan- um, konungi vatnsins sem á erf- itt uppdráttar og því ódrengilegt grimmdarverk fávísra og van- þroska einstaklinga. Eftirlit gegn því er vandaverk, því gjarnan er pukrast með þá tilburði, svo sem af ákafamönnum af erlendum uppruna, sem staðnir hafa verið að veiðum með fjölmörgum beitu- stöngum, földum á bakkanum í grasi og kjarri, en látast samtím- is ástunda fluguveiðar sem yfir- varp,“ fullyrðir Guttormur. „Eins er það ósæmandi af til- teknum fluguveiðimönnum sem herjað hafa á síðustu árum á urriðann snemma vors, þegar hann hopar úr Öxará eða frá öðrum hrygningarstöðum, og ligg- ur á leirunum úti fyrir árósnum til að jafna sig eftir vetrardvöl í straumvatninu,“ heldur Gutt- ormur áfram. „Með því að vaða út leirurnar komast þessir menn í námunda við legustaðinn og ginna soltna og aflvana fiskana með girnilegum straumflugum.“ Bréf Guttorms til Þingvalla- nefndar má lesa í heild sinni á Veiðivísi á visir.is. gar@frettabladid.is Fluguveiði yfirvarp fávísra einstaklinga Guttormur Einarsson, sem veitt hefur í Þingvallavatni í hálfa öld, segir breytingar á lífríki vatnsins vekja ugg. Fólk „af erlendum uppruna“ veiði á fjölda stanga með beitu en þykist á fluguveiðum. Menn herji á urriða sem gangi aflvana úr Öxará. FISKURINN FLYTUR SIG TIL Fiskurinn í Þing- vallavatni hefur flutt sig undan botnlægum slý- þörungum sem lagt hafa undir sig fyrri veiðistaði á grunnslóð, segir Gutt- ormur P. Einarsson. MYND/ÚR EINKASAFNI Tveir verjendur sakborninga í Al-Thani-mál- inu hættu að- komu að mál- inu í vikunni. Gjarnan er pukrast með þá tilburði, svo sem af ákafamönnum af erlendum uppruna, sem staðnir hafa verið að veiðum með fjöl- mörgum beitustöngum, földum á bakkanum í grasi og kjarri. Guttormur P. Einarsson, fluguveiðimaður og Þingvallavatnssérfræðingur 06.04.2013 ➜ 12.04.2013 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigrún Kristinsdóttir sigrunp@365.is, Sigurjón Viðar Friðriksson sigurjon@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Steinunn Sandra Guðmundsdóttir ssg@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 -10 -20 90°c er hitastigið á heitu vatni sem lak úr leiðslum OR í Skorradal. þeirra sem kusu Sjálfstæðisfl okkinn í síðustu kosningum ætla að kjósa Fram- sóknarfl okkinn samkvæmt könnun Frétta- blaðsins og Stöðvar 2. 1/10 KJÓSENDA ÞARF AÐ SKRIFA NAFN SITT Á STUÐNINGS LISTA FYRIR ÞÁ FJÓRTÁN LISTA SEM BOÐAÐ HAFA FRAMBOÐ Í KOMANDI KOSNINGUM. Ísland er í 3. sæti á lista yfi r lönd sem tryggja best velferð barna. www.me rkismen n.is 88.000 KRÓNUR er hámarksverðmæti vara sem farþegar mega koma með tollfrjálst til landsins. 41,6%myndu kjósa Sjálfstæðisfl okkinn ef Hanna Birna Kristjánsdóttir leiddi hann en 21,2% ef Bjarni Benediktsson verður áfram formaður samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið. 123.000 KRÓNUR er munurinn á meðallaunum karla og kvenna samkvæmt mælingu Hagstofu Íslands. 7.000 HITAEININGUM mun Gunnar Páll Viktors son brenna á dag þegar hann rær hringinn í kringum landið í sumar. ENN SPENNA John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, heimsótti Suður-Kóreu í gær. Þar ítrekaði hann yfirlýsingar um að Bandaríkin myndu verja sig og banda- menn sína yrði á þá ráðist. NORDICPHOTOS/AFP KÓREA, AP Sennilegt þykir að Norður-Kórea hafi yfir að ráða kjarna- oddum sem hægt er að skjóta með eldflaugum. Þetta er niðurstaða skýrslu sem var unnin fyrir bandarísk stjórnvöld og gengur þvert á það sem áður var haldið, að kjarnavopn Norður-Kóreu séu of stór til að hægt sé að koma þeim fyrir í eldflaugum. Skýrslan hefur enn ekki verið birt opinberlega, og ekkert hefur enn komið í ljós um hversu langt flaugarnar gætu dregið, en þær eru sennilega ekki mjög nákvæmar, ef þær eru tilbúnar á annað borð. - þj Rætt um nýja skýrslu um kjarnorkuvopnaeign Norður-Kóreu: Koma kjarnorkusprengju í flaug HALDIÐ TIL HAGA Í frétt um gjaldeyrishöft í Fréttablaðinu í gær mátti skilja texta þannig að inn- lendar eignir erlendra aðila næmu um 2.700 milljörðum króna. Hið rétta er að 2.700 milljarðar eru heildareignir þrotabúa bankanna. KÍNA Tísta gegn fuglaflensu Stjórnvöld í Kína hafa gripið til nýstár- legra aðferða til að hefta útbreiðslu fuglaflensu í landinu, að tísta. Yfirvöld hafa útbúið síðu í anda Twitter þar sem upplýsingum um ný smit og leiðir til að verjast smiti er deilt til almennings. Nýi vírusinn sem gengur undir nafninu H7N9 greindist fyrst í lok mars og er sagður afar skæður. REYKJAVÍK Rafrænni íbúakosn- ingu um framkvæmdaverkefni í hverfum Reykjavíkur er lokið. Niðurstöðurnar lágu fyrir í gær en alls kusu 6.076 Reykvíkingar og voru þar af 5.732 atkvæði gild. Þetta jafngildir 6,3% kjörsókn. Alls verður ráðist í 111 verk- efni á grundvelli atkvæðagreiðsl- unnar. Meðal verkefna sem ráð- ist verður í má nefna lagningu göngu- og hjólastígs meðfram Gufuneskirkjugarði við Borgar- veg, lagfæringu á göngustígum í Efra-Breiðholti og endurbætur á leiksvæði á Klambratúni. - mþl Ráðist verður í 111 verkefni: Íbúakosningu í Reykjavík lokið Veðurspá Mánudagur 10-18 m/s. HVESSIR Á MORGUN Heldur óspennandi veður um helgina. Verst verður veðrið á Vestfjörðum í dag en það bætir síðan heldur í vind á morgun með éljum um allt norðan og austanvert landið. Hlánar víða við ströndina. 0° 8 m/s -2° 7 m/s -2° 2 m/s 0° 7 m/s Á morgun 12-20 m/s. Gildistími korta er um hádegi 5° 0° 6° 2° 0° Alicante Basel Berlín 22° 14° 13° Billund Frankfurt Friedrichshafen 8° 16° 16° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 8° 8° 22° London Mallorca New York 13° 22° 13° Orlando Ósló París 27° 2° 14° San Francisco Stokkhólmur 18° 2° -2° 3 m/s 1° 8 m/s -2° 3 m/s -1° 2 m/s -3° 3 m/s -1° 8 m/s -6° 3 m/s 4° 0° 5° 0° 0° Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.