Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 74
KYNNING − AUGLÝSINGJóga LAUGARDAGUR 13. APRÍL 20134 Heitt jóga er einfaldara en marga grunar og allir geta stundað það á sínum styrk og með sama árangri,“ segir Jó- hanna sem komst fyrst á snoðir um heitt jóga þegar hún dvaldi í heilsulind á Taílandi. „Þá starfaði ég á verkfræðistofu en féll kyllif löt í fyrsta tímanum og ákvað tveimur árum síðar að fara utan til Taílands til að verða fullnuma í kennslu heits jóga,“ út- skýrir Jóhanna. Hún segir hátt hitastig við ástundun æfinga skipta sköpum fyrir aukna hreyfigetu. „Kjörhitastig í sal fyrir heitt jóga er 38 til 40 gráður á Celsíus. Æfingar og stöður í heitu jóga hafa verið stundaðar í þúsundir ára og miða að því að beita líkamanum rétt, liðka liðamót og styrkja alla vöðvaflokka til jafns, sérstaklega djúpvöðva sem liggja að beina- grind. Því fá margir bót meina sinna í heitu jóga sem beitt hafa líkama sínum rangt,“ segir Jó- hanna sem var sjálf illa haldin af verkjum í mjóbaki en hefur ekki kennt sér meins eftir að hún fór að stunda heitt jóga. „Byrjendur jafnt sem lengra komnir geta sótt tíma í heitu jóga því hver og einn gerir líkamsstöð- ur eftir eigin mætti. Ég legg ríka áherslu á rétta öndun sem þarf að vera hæg og djúp. Í hitanum opnast æðakerfi líkamans betur og við það eykst súrefnisf læði til allra vöðvahópa sem svo enn eykur á árangur og virkni æfinga.“ Jóhanna á og rekur fyrirtæk- ið Hot Yoga ehf. í Sporthúsinu. Þar fer kennslan fram í heitasta og fyrsta sérútbúna sal landsins fyrir heitt jóga. „Ávinningur þess að ástunda heitt jóga er víðtækur og með því að hugsa inn á við verður maður meðvitaðri um eigin lík- ama. Þá flokkast heitt jóga undir hámarksbrennslu og stendur á pari við útihlaup og sund sem er mesta brennslan. Upplifun- in er mikil og einstök vellíðan sem fylgir endorfínframleiðslu líkamans við áreynslu í heitu jóga. Maður sér hvað öllum líður dásamlega eftir æfingar og ánægjulegt að sjá muninn á and- litunum fyrir og eftir æfingu,“ segir Jóhanna og brosir. „Áhrif- in eru mikil og góð í heitu jóga, bæði á líkama og sál.“ Sjá nánar á www.hotyoga.is og www.absoluteyogaacademy.com Hiti skiptir sköpum Jóhanna Karlsdóttir kynnti heitt jóga fyrir Íslendingum árið 2009. Hún kennir í heitasta sal landsins í Sporthúsinu og miðlar nú fræðunum um víða veröld. Jóhanna er ein fjögurra aðalkennara hjá jógakeðjunni Absolute Yoga Academy sem er vel þekkt í alþjóðlega jógaheiminum og rekur útibú í Asíu og Evrópu. Senn heldur hún utan í annað sinn til að kenna fimmtíu kennurum hvaðanæva að úr heiminum að kenna heitt jóga. MYND/VALLI UMDEILT HUNDAJÓGA Doga kallast ein tegund jóga þar sem fólk notar jóga til að tengjast og leita sam- hljóms með hundinum sínum. Sagan segir að upphafið megi rekja til New York árið 2002 þegar Suzi Teitelman byrjaði að kenna „Yoga for Dogs.“ Í Doga eiga hundurinn og eigandi hans að vinna sem teymi. Mað- urinn hjálpar hundinum í hinar ýmsu jógastell- ingar en auk þess notar maðurinn hundinn sem hjálpartæki fyrir sínar eigin jógastellingar. Þessi óvenjulega jógagrein hefur hlotið nokkra gagnrýni meðal jógasam- félagsins í Bandaríkjunum. Telja sumir hana gera lítið úr jóga og að þetta sé aðeins tískufyrirbrigði. Hundavinir hafa aftur á móti sagt að Doga leggi einmitt áherslu á þá stefnu jóga að koma á samhljómi milli tveggja vera og styrki auk þess samband eiganda og gæludýrs. Doga miðar að því að hundurinn og eigandinn nái samhljómi í gegnum jógaæfingar. NORDICPHOTOS/GETTY 1. Lótusinn. Lótus- staðan var upphaf- lega eina jógastaðan. Hún var ætluð til að kyrra hugann en í þess- ari stöðu getur líkam- inn haldist lengi kyrr. Setið er með krosslagða fætur svo fæturnir liggi ofan á lærum, hrygg- urinn er beinn og hand- leggir slakir. Staðan er sögð líkja eftir lótus- blómi. 2. Tréð. Staða líkam- ans minnir á rótfast tré í náttúrunni. Stað- ið er á öðrum fæti og hinn fótleggurinn dreg- inn upp svo ilin ligg- ur við innra læri. Hönd- um er ýmist haldið yfir höfði eða lófum hald- ið saman fyrir framan brjóst. Í þessari stöðu styrkist jafnvægi lík- amans, ökklar styrkj- ast og mjaðmir verða hreyfanlegri. 3. Stríðsmaðurinn. Í þessari stöðu er mann- eskjan sögð eins og með þúsund höfuð, þúsund augu og þúsund fætur. Iðkandinn stendur með breitt bil milli fóta og beygir annað hnéð. Handleggir vísa beint út til hliða, bakið beint en efri hluti líkamans og höfuðið snýr fram. Staðan styrkir mjaðm- ir og axlir, eykur úthald og styrkir jafnvægi. 4. Hundurinn. Í þess- ari stöðu er iðkandinn með lófa flata í gólfi og réttir úr hnjám, hæl- arnir svo látnir síga að gólfinu. Staðan minnir á hund sem teygir úr sér. Staðan styrkir bæði bak og axlir og einnig úln- liði og ökkla. Stríðsmaður og dansari Hundur, tré, stríðsmaður og dansari eiga kannski ekki mikið sameiginlegt í huga okkar dagsdaglega. Þessi orð eiga það þó sameiginlegt að vera heiti á líkamsstöðum í jóga. Jógastöður bera gjarnan heiti einhvers úr umhverfinu eða náttúrunni og þá einhvers sem staðan líkir eftir. 5. Dansarinn. Staða dansarans er sögð bæði styrkja jafnvægi og einbeitingu, auk þess að styrkja líkams- stöðuna. Mikla einbeitingu þarf til að halda stöðu dansarans, ef hugurinn fær að flökta er jafnvægið fljótt að fara. Iðkandinn stendur á öðrum fæti og grípur um hinn fótinn, hallar sér fram og horfir fram eftir handleggnum. 2 3 4 5 1 JÓGATÁKN Hakakrossinn þekkja flestir og tengja við nasisma Adolfs Hitler. Táknið á sér þó mun eldri og fallegri rætur. Hakakrossinn eða swastika er tákn sem þekkt er innan jógafræðanna. Swastika er dregið af orðinu svastik úr sanskrít sem þýðir „það sem er tengt lífshamingju“. Elstu heimildir um hakakross eru frá 3000 fyrir Krist. Hann er enn í dag notaður víða í indverskri trú, sér í lagi í hindúatrú og búddisma. Í Austur-Asíu er hakakrossinn kín- verskt tákn skilgreint í Kangxi-orða- bókinni sem gefin var út 1716 og var táknið mikið notað í klassískum búddískum textum. Síðar fór táknið að standa fyrir eilífð og búddisma. Búddalíkneski með hakahross á bringunni. FIMM HEILRÆÐI FYRIR BYRJENDUR Í JÓGA ● Takið húmorinn með í jógatíma. Þeir sem leggja of mikið kapp í upp- hafi á að gera stöður með fullkomnum hætti eru líklegri til að gefast upp og hætta. ● Ekki ofgera líkamanum. Gerið æfingar eftir eigin mætti, styrk og þoli til að komast hjá meiðslum og líða vel í hverri stöðu. ● Eigið niðurrif og vantrú er ávísun á slakan árangur. Því betri tenging við stöðu og innöndun, því betri verður reynslan af jóga. ● Gott er að kúpla sig úr daglegri hvunndagsrútínu og fara í stuttar jógabúðir til að hefja ástundun jóga. ● Mætið með opnum huga í jógatíma og stillið ykkur á eigið takmarkaleysi og getu. Jóga Byrjendanámskeið Hefst 7. maí Þri. og fim. kl. 12:00-13:00 ísKennari Gyða D Verð kr. 12.900,- Vekjum upp líkamsvitundina og uppskerum betri líkamsstöðu, aukinn styrk og betra jafnvægi til að takast á við daglegt amstur. Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.