Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 42
FÓLK| MEÐ ÖMMU Eftir fyrsta bekk var ég sendur í heimavist á Hér- aðsskólanum á Reykjanesi í Ísa- fjarðardjúpi, þar sem amma vann í eldhúsinu. Það var jákvæð og fyrir- byggjandi aðgerð svo ég yrði ekki alræmdur Breið- holtsvillingur. sjást meira í mynd en aðrir og sennilega er ég einn af þeim mest áberandi. Fyrir það uppskar ég dálitlar óvinsældir enda vill enginn lenda lengst á bak við og helst birtast á skjánum. Hvað ég er hávaxinn var galli í fyrri seríunni og þá sást bara í hökuna á mér við hlið Jóns Snjós en nú voru þeir hressari á að leyfa okkur að vera með,“ segir Árni. Game of Thrones hefur slegið í gegn á heimsvísu og Árni segir aðdáendur þátt- anna ytra hafa boðist til að borga undir sig flug og vinna launalaust til þess eins að geta sagst hafa leikið í þáttunum. „Þetta var líka stórskemmtilegt verkefni og ánægjulegt að vinna með aðalleikurum þáttanna sem voru jarð- bundnir og alúðlegir. Á tökustað var sannarlega jafn kalt og það lítur út fyrir að vera en mér var þó ekki kalt. Við sem búum í Snjólandinu fengum hlýjar og voldugar gærur en Krákurnar voru að krókna með þunnar leðurpjötlur á höndum og haus.“ LANGAR AÐ VINNA MEÐ TARANTINO Í starfi sínu umgengst Árni sumar af nafntoguðustu persónum kvikmynda- bransans. Hann eyddi páskunum á ferð um landið með breska handritshöf- undinum og leikstjóranum Christopher Nolan í leit að mögulegum tökustað fyrir næstu kvikmynd hans, Interstellar. „Kvikmyndagerð snýst um gott aðgengi og á Íslandi eru fjöll, jöklar og lón nánast við þjóðveginn. Í útlöndum þarf oft að fara upp fyrir trjálínu og þá fylgir tilheyrandi háfjallaveiki og fleiri áskoranir. Aðstæður eru því einstakar á Íslandi og ávallt með í för vanir menn sem þekkja hvern krók og kima.“ Árni segir fræga einstaklinga í brans- anum oft kjósa leynd yfir ferðum sínum þótt stundum verði ekki komist hjá því að spyrjist út hverjir séu á ferðinni. „Maður gefur þó ekkert upp fyrr en búið er að skrifa undir en óhætt er að segja að margir eru að spá og spekúlera með spennandi verkefni hér á landi.“ En á Árni sér draumaverkefni eða sérstakt átrúnaðargoð sem hann vildi starfa með heima á Íslandi? „Ég gat strikað Star Trek út af óska- listanum þegar ég tók þátt í gerð hennar á Íslandi síðastliðið sumar og nú stendur til að gera nýja Star Wars- mynd. Það væri ekki leiðinlegt ef hún yrði tekin upp hér enda íslenskar auðn- ir og ís kjörið tökulendi fyrir geimmynd- ir. Þá þætti mér skemmtilegt ef Quentin Tarantino kæmi hingað til að leika eða leikstýra því ég fór alveg á mis við hann þegar hann gerði sér glaðan dag hér um árið,“ segir Árni og hlær dátt. ÚR FELLUNUM Í HEIMAVISTARSKÓLA Árni er menntaður matreiðslumaður en hefur lagt eldamennskuna á hilluna. „Leið mín yfir í kvikmyndabransann lá í gegnum matreiðsluþætti sem ég gerði fyrir Stöð 2 og Skjá einn á árum áður. Mér leiddist fljótt að vinna á veit- ingahúsum þegar aðrir voru í fríi og maður þarf að hafa virkilega ástríðu til að starfa sem matreiðslumaður. Mér þótti matreiðslan því skemmtilegra hobbí en vinna,“ segir Árni sem er bor- inn og barnfæddur Reykvíkingur. „Ég er alinn upp í Fellunum í Efra- Breiðholti og eftir fyrsta bekk í Fella- skóla var ég sendur ásamt fleiri vill- ingum í heimavist á Héraðsskólanum á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi, þar sem amma vann í eldhúsinu. Það var jákvæð og fyrirbyggjandi aðgerð svo ég yrði ekki alræmdur Breiðholtsvill- ingur en unglingastigið tók ég síðar í Hólabrekkuskóla,“ útskýrir Árni sem er einstæður faðir. „Helgina á ég með tveggja ára dóttur minni. Við förum gjarnan í sund og höfum það skemmti- legt. Síðast fórum við á Dýrin í Hálsa- skógi þar sem hún steinsofnaði undir vögguvísunni.“ ■ thordis@365.is ÍSLENSKIR HÆFILEIKAR Í HÁVEGUM Pegasus vann að gerð Game of Thrones á Íslandi. Árni Björn stendur aftan við miðju og er sá hávaxni með hettuna. Við byrjuðum að halda grænt bókhald þegar við inn-leiddum Svaninn, sem er opinbert umhverfismerki Norður- landa, fyrir ári síðan og útkoman er afar góð,“ segir Gylfi Freyr Guðmundsson, aðstoðarhótel- stjóri Grand Hótels Reykjavík. Með grænu bókhaldi er gerð krafa um ársfjórðungslega úttekt og tekur Gylfi saman tölur yfir allar vörur og þjónustu sem hótelið kaupir, auk gestafjölda, fjölda gistinátta, orkunotkun og sorpflokkun. „Þess- ar upplýsingar færi ég í viðamikið excel-skjal sem gefur okkur tölu- legar upplýsingar,“ útskýrir Gylfi og bætir við að niðurstöðurnar hafi breytt miklu fyrir hótelið. „Bókhaldið veitir okkur mikla yfirsýn yfir reksturinn og hjálpar til við áætlanagerð,“ segir hann og tekur dæmi um að fyrir ári hafi hundrað prósent af sorpi hótelsins verið óflokkuð. „Í dag eru einungis 36,3 prósent þess óflokkuð. Í þessu felst talsverður sparnaður enda kostar pening að farga óflokkuðu sorpi,“ segir hann. Hótelið flokkar í dag í tólf flokka, meðal annars líf- rænan úrgang, bylgjupappa, málm, fernur og plastumbúðir. „Þá tekur efnamóttakan alla feiti og olíu úr eldhúsinu.“ Bókhaldið hefur orðið hvatinn að ýmsum breytingum. „Á hót- elum er notað mikið af hreinsiefn- um. Í dag eru tæp hundrað pró- sent þeirra efna sem við notum vottuð en áður voru aðeins 16 prósent þeirra vottuð,“ upplýsir Gylfi og tekur annað dæmi. „Fyrir ári notuðum við heilt tonn af klór á ári en í dag notum við engan klór nema í spa-inu þar sem þess er krafist af heilbrigðiseftirlitinu.“ Gylfi segir aðalhvatann að því að hótelið tók upp umhverfis- væna stefnu hafa komið frá gest- um. „Áður en hópar panta er sent til okkar eyðublað sem við fyllum út og þar er ávallt spurt hvaða umhverfisstöðlum við fylgjum og því ljóst að gestir gera kröfu um umhverfisvænan rekstur.“ Gylfi segir starfsmenn með- vitaða um umhverfisstefnu hót- elsins. „Við erum reglulega með nýliðanámskeið og auk þess árlegt upprifjunarnámskeið fyrir alla starfsmenn þar sem við förum yfir á hverju helst þurfi að hnykkja.“ Hann segir bestu með- mælin vera að margir starfsmenn hafi yfirfært hugmyndafræðina yfir á heimili sín og séu farnir að flokka rusl og vera meðvitaðri um umhverfið. GRÆNT BÓKHALD GRAND HÓTEL KYNNIR Grænt bókhald er haldið á Grand Hóteli Reykjavík. Það hefur ekki aðeins góð áhrif á umhverfið heldur einnig á reksturinn. ÁNÆGÐ Starfsmenn Grand Hótel eru ánægðir með átakið og eru margir hverjir farnir að flokka heima hjá sér. Borgartúni 36 - s: 5889747 - www.vdo.is 25-70% Útsalan er hafin! Frábært verð og flottar vörur Nasran-fatnaður 40% afsláttur • Motocrossfatnaður 60% afsláttur • Motocrossstígvél barna 35% afsláttur • Motocrossdekk 50% afsláttur Loft, olíusíur og handföng krossara 60% afsláttur • Hjálmar 25-70% afsláttur • Fjórhjólastígvél ATV One 40% afsláttur HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Tónleikar til heiðurs hljóm- sveitinni ELO (Electric Light Orchestra) verða í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 20. ELO er ein vinsælasta hljómsveit allra tíma og átti ótrúlegu fylgi að fagna á meðal okkar Íslendinga á átt- unda og níunda áratug síðustu aldar. Lagasmíðar snillingsins Jeffs Lynne eru löngu sígildar og á tónleikunum verður hvergi til sparað til að útkoman verði sem glæsilegust. Lög eins og Living Thing, Evil Woman, Telephone Line, Hold on tight, Mr. Blue Sky og Don’t bring me down munu hljóma en tón- listarstjóri er Jón Ólafsson. Fram koma Eiríkur Hauksson, Eyþór Ingi, Jóhann Helgason, Magni Ásgeirsson og Pétur Örn Guð- mundsson auk margra hljóðfæra- leikara. TIL HEIÐURS ELO ÁHUGAVERT Eyþór Ingi er meðal þeirra söngvara sem stíga á svið í Eldborgarsal Hörpu í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.