Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 10
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 DANMÖRK Karlmaður um fimm- tugt lést á sunnudagskvöld eftir að hafa svelgst á kjötbita á einum af veitingastöðum Jensens Bøfhus-keðjunnar í Danmörku. Tveir aðrir gestir veitingahúsa- keðjunnar hafa látist á undan- förnum tveimur árum eftir að hafa svelgst á steikarbita. Í október síðastliðnum snæddi karl á níræðisaldri á Jensens Bøfhus og svelgdist á. Hann lést eftir að hafa verið í öndunarvél í fjóra sólarhringa. Í október 2011 lést karl á sextugsaldri á einum af veitingastöðum Jensens Bøf- hus. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Frá þessu er greint á vef Jyllands-Posten. -ibs Þrjú dauðsföll á steikhúsi: Svelgdist á kjöt- bita og dóu E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 4 8 9 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílahúsið Reykjanesbæ www.bilahusid.is 421 8808 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 DÓMSTÓLAR „Hæstiréttur Íslands er veikburða,“ segir Jón Steinar Gunnlaugs son, hæstaréttar lögmaður og fyrrverandi hæsta réttar dómari, í lokaorðum nýrrar ritgerðar sem út kom á bók í gær. Í ritinu gagnrýnir hann meðal ann- ars það fyrirkomulag sem tekið hefur verið upp við skipan dómara og vill hverfa aftur til þess að ráðherrar skipi dómara í Hæstarétt. Um leið telur hann mögulegt að taka upp svip- að kerfi og þekkist í Bandaríkjunum þar sem meirihluti þingmanna þarf að staðfesta ákvörðun ráðherra um dóm- araskipan. „Sá sem ráðherra vildi skipa ætti þá að þurfa að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum um viðhorf sín til grundvallarþátta í starfsemi dómstóla, svo sem um valdmörk þeirra, aðferðir við túlkun á stjórnar skrá, heimildir til þess að beita erlendum lagareglum sem ekki hafa verið lögfestar hér á landi og svo framvegis. Heimila ætti fjölmiðlum að senda beint út frá þess- um spurningatíma,“ segir hann í bók- inni. Þá vill hann breyta reglum um skipan dómara þannig að afnumin yrðu með öllu áhrif sitjandi dómara á skipunarferlið. Meðal annarra breytinga sem Jón Steinar telur að gera þurfi er að stofna millidómstig sem taki til lands- ins alls. Með því myndi fækka málum hjá Hæstarétti sem aðeins myndi dæma í þýðingarmestu málum. Myndi þá nægja að vera með fimm dómara við réttinn sem dæmdu allir í öllum málum. Þá leggur Jón Steinar til breytt- ar reglur um ritun atkvæða dómara þannig að aukið yrði gagnsæi í störf- um réttarins. Dómarar eigi að leggja nöfn sín við texta sína og greiða skrif- lega atkvæði. - óká Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir Hæstarétt veikburða í nýrri ritgerð: Vill að ráðherra skipi dómara í Hæstarétt Í ÚTGÁFUHÓFINU Jón Steinar Gunnlaugsson áritaði eintök af ritgerð sinni fyrir gesti í gær. Hér fylgjast Óttar Ingvarsson, Gestur Jónsson, Ingimar Sigfús- son og Hörður Einarsson með. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMKEPPNISMÁL Samkeppnis- eftirlitið hefur sektað Valitor um 500 milljónir króna vegna samkeppnisbrota. Í tilkynn- ingu frá Valitor segir að fyrirtækið sé ósammála ákvörðuninni en muni ekki tjá sig frekar um hana fyrr en það hefur farið nánar yfir rökstuðninginn. Valitor hefur um árabil verið til rann- sóknar hjá samkeppnis yfirvöldum. Árið 2007 var fyrirtækinu gert að greiða 385 milljóna króna stjórnvaldssekt vegna brota á samkeppnislögum og skuldbatt það sig í kjölfarið til að hlíta ákveðnum skilyrðum sem ætlað var að koma í veg fyrir frekari brot. Árið 2009 gerði Sam- keppniseftirlitið svo húsleit hjá Valitor í kjölfar þess að stofnun inni barst kæra frá Borgun. Hefur stofnunin síðan haft hátt- semi Valitor til rannsóknar sem lauk með ákvörðuninni sem kynnt var í gær. Telur samkeppniseftirlitið að Valitor hafi á árunum 2007 og 2008 ítrekað framið samkeppnisbrot af ásetningi auk þess að brjóta gegn þeim skilyrðum sem fyrir- tækið féllst á að hlíta árið 2007. - mþl Samkeppniseftirlitið telur Valitor hafa brotið lög, fyrirtækið neitar því: Valitor sektað um 500 milljónir 835 milljónir króna er samanlögð upphæð sekta Valitor frá 2007. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness dæmdi á miðvikudag 36 ára Pólverja í eins árs fangelsi fyrir að flytja til landsins tæpt kíló af amfetamíni í tveimur niðursuðu- dósum. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð 20. janúar síðastliðinn við komuna frá Kaupmannahöfn. Hann hefur setið í gæsluvarð- haldi síðan. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust. Hann hefur tvisvar sætt refsingu í Póllandi, árin 1994 og 2011. - sh Með dóp í niðursuðudósum: Ársfangelsi fyrir fíkniefnasmygl FRAKKLAND, AP Öldungadeild franska þingsins samþykkti í gær frumvarp um að leyfa hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra. Dómsmálaráðherrann Christine Taubira sagði réttarúrbæturnar „færa stofnanir okkar til móts við meira frelsi, jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum“. Með breyt- ingunum yrðu réttindi barna sem eiga samkynhneigða foreldra ekki síst tryggð. Öldungadeildin gerði smávægi- legar breytingar á frumvarpi full- trúardeildarinnar og nú munu báðar deildir taka þær til umfjöll- unar. Gert er ráð fyrir að frum- varpið verði að lögum í sumar. - þeb Réttindi samkynhneigðra: Fá bæði að ætt- leiða og giftast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.