Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2013, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 13.04.2013, Qupperneq 12
13. apríl 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is SPOTTIÐ Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Athyglisvert framlag til umræðunnar um við-reisn þjóðarbúsins birt-ist á forsíðu þessa blaðs í vikunni. Þar sagði forseti ASÍ að stöðugur gjaldmiðill væri for- senda þess að verkalýðs hreyfingin og ný ríkisstjórn gætu átt sam- leið. Á sama vettvangi sagði fram- kvæmdastjóri SA að skoða ætti hvort unnt væri að taka upp fast- gengisstefnu á ný. Það sýnir ábyrga hugsun að Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað lýst því á undanförn- um vikum að umgjörð þeirra efnahags ráðstafana sem flokk- ur hans hyggst beita sér fyrir sé sátt við aðila vinnumarkaðarins. Nokkrir aðrir stjórnmála- leiðtogar hafa látið svipuð orð fa l la . Frum- kvæðið að þess- ar i umræðu hefur ekki fang- að athygli fjöl- miðla fyrr en Fréttablaðið leitaði eftir viðbrögð- um talsmanna vinnumarkaðarins. Segja má að þetta sé eina við- leitnin til að beina efnahags- umræðunni inn á skynsam- legar brautir. Að því leyti er þetta fyrsta glætan í kosninga- baráttunni. Von er sennilega of sterkt orð í þessu samhengi. Til þess hefur verðbólguhugsun Framsóknarflokksins verið of ráðandi í umræðunni. Eigi að síður er ástæða til að gefa þessari glætu gaum. Þríhliða samkomulag ríkisvaldsins, laun- þega og atvinnurekenda er gagns- lítið nema því sé gefið efnislegt innihald sem máli skiptir. Á þessu kjörtímabili hefur ekki verið ófriður á vinnumarkaði í þeim skilningi að verkföll hafi lamað verðmætasköpunina. Á hinn bóg- inn hefur ekki verið fyrir hendi samstaða um leiðir til að tryggja kaupmátt og stöðugleika. Það er rétt hjá forystumönnum samtaka launafólks og atvinnulífs að peningamálin eru lykillinn að þeim dyrum sem ljúka þarf upp til að ná megi samstöðu af þessu tagi. Glæta fremur en von Framsóknarflokkurinn er vissulega ímynd þeirrar verðbólguhugsunar sem lík- legast verður ofan á í kosning- unum. Engum dettur þó í hug að hann yrði Þrándur í Götu stöðug- leikaráðstafana ef þrýstingur í þá veru yrði nægjanlega mikill. Fylgisaukning Framsóknar- flokksins á að sjálfsögðu ekki rætur í ósk kjósenda um verð- bólgu. Sagan kennir okkur að verðbólgan er jafnan afleiðing þess að ekki er til staðar traust og samstaða um raunhæfar leiðir. Og verðbólguhugsunin er alltaf borin fram undir merkjum göfugra fyrir heita. Eftir á iðrast svo bæði stjórnmálaforingjar og kjósendur eins og alkóhólisti sem fellur fyrir guðaveigum. En hver á að byggja upp traust um raunhæfar leiðir til stöðug- leika og verðmætasköpunar eins og mál hafa skipast? Eðlilegast er að kalla eftir forystu af vettvangi stjórnmálanna. Í þau skipti sem þríhliða samkomulag hefur verið reynt, eins og 1986 og 1990, hefur frumkvæðið þó komið sameigin- lega frá vinnumarkaðnum. Samtök launafólks og atvinnu- lífs hafa ekki stjórnskipulegt umboð þó að þau gegni mikil- vægu hlutverki í lýðræðis legum stjórnarháttum landsins. Það gerir dæmið lítið eitt snúið. Veru- leikinn er hins vegar sá að stjórn- málin eru of löskuð eftir hrunið og þetta kjörtímabil til þess að geta með góðu móti og nógu hratt endurvakið upp á eigin spýtur það traust sem raunhæfar lausnir byggja á. Möguleikinn á breiðri sátt um ábyrgar efnahagsráðstafanir er því undirorpinn samstöðu og frumkvæði samtaka á vinnumark- aðnum. Þau þurfa að nýta þá glætu sem er í stöðunni. Það er mikið í húfi og tíminn er dýrmætur. Traust Flestir líta svo á að upptök allra vandræða séu í hruninu. Það á þó ekki við um gjald- miðilsvandræðin. Hrunið var að stórum hluta afleiðing þeirra. Upptök vandræðanna liggja í því að krónan ofreis langt umfram þau verðmæti sem þjóðin skapaði. Flest bendir til að því hafi ráðið veikleiki peningakerfisins fremur en veikleiki þeirra sem stjórnuðu kerfinu. En niðurstaðan er sú sama: Lífskjörin á árunum fyrir hrun voru fölsk. Menn geta ekki beitt raunhæfum viðreisnarráðum nema viðurkenna þá staðreynd. Nú er kominn fram mjór vísir að því bæði í pólitíkinni og á vinnumark- aðnum að það megi gerast. Tímasetningin skiptir öllu máli. Það er of seint að ætla að ræða þessa hluti með haustinu eins og aðilar vinnumarkaðarins áforma. Gangi allt sem horfir er hætt við að á nokkrum dögum í kjöl- far kosninga verði samið um nýtt stjórnarsamstarf á forsendum verðbólguhugarfarsins hvort sem Framsóknarflokkurinn horfir til hægri eða vinstri. Þörfin á stöðugleika og sam- stöðu er svo brýn að ástæða er fyrir hverja þá sem koma að myndun ríkisstjórnar að bjóða aðilum vinnumarkaðarins form- lega aðild að henni. Til þess þarf að brjóta viðjar vanans. Það kallar á nýja hugsun bæði í pólitíkinni og á vinnumarkaðnum. Þjóðar- sátt er stórt orð. Hún verður aðeins að veruleika með stórum ákvörðunum. Stórt orð, stór ákvörðun Matvælaframleiðsla, tollvernd og fæðuöryggi Hver á að framleiða matinn okkar? Fyrirlesari: Christian Anton Smedshaug, doktor í umhverfisfræðum og höfundur bókarinnar „Feeding the World in the 21st Century.“ mánudagur 15. apríl kl. 12.00-13.30. 2. hæð Hótel Sögu, í salnum Kötlu Sjá nánari upplýsingar á bondi.is Erindið fer fram á ensku. Allir velkomnir - aðgangur ókeypis. Hádegisfundur Í slendingar voru hæstánægðir með lífskjörin eins og þau voru árið 2007, þrátt fyrir nokkrar hjáróma raddir sem bentu á að líklega væru þau innistæðulaus; byggð annars vegar á of hátt skráðri krónu og hins vegar á lántökum. Þegar spilaborgin hrundi varð fólk reitt. Við höfðum verið plötuð. Því miður virðist sem stór hluti þjóðarinnar hafi kosið að horfast ekki í augu við að 2007-lífskjörin voru gervilífskjör. Þráin eftir að endurheimta þau, og það sem fyrst, er enn fyrir hendi. Kosningarnar 2009 snerust ekki sízt um loforð vinstriflokkanna um að slá um heimilin margfræga skjaldborg. Fyrirheit þeirra um að gera betur en „vanhæfa ríkisstjórnin“ fleyttu þeim inn í stjórnarráðið. Augljóslega skildu margir loforðið þannig að í því fælist meðal annars að koma skuldum heimilanna aftur í það horf sem þær voru fyrir hrun, eða gera jafnvel betur en það, því að margir voru komnir í vand- ræði með að borga af lánunum sínum áður en krónan hrundi. Þetta var aldrei raunsætt markmið. Skuldurum hafa boðizt margvísleg úrræði en svona glæsileg eru þau ekki. Nú er vinstristjórnin rúin trausti. Um þriðjungur kjósenda hefur fundið sér nýtt uppáhald, Framsóknarflokkinn, sem býður upp á að „leiðrétta“ villuna sem hrunið fól í sér og skrúfa fast- eignalán fólks niður um tuttugu prósent. Loforðið hefur skrúfað fylgi flokksins upp um hér um bil tuttugu prósentustig. Þá virðist skipta litlu máli þótt loforð Framsóknar sé innistæðu- laust og litlar líkur á að hægt verði að uppfylla það. Sérfræðingar hafa bent á að 300 milljarða hagnaðurinn, sem á með einhverjum undraverðum hætti að koma út úr samningum ríkisins við erlenda krónueigendur og kröfuhafa, sé langt frá því fastur í hendi. Fréttablaðið sagði til dæmis frá því í gær að þverpólitíska nefndin sem stofnuð var um afnám gjaldeyrishafta varaði við því að fara í sértæka aðgerð eins og að semja um krónueignirnar. Fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, Sigurður Hannesson, segir: „Það þýðir það að menn mega ekki reyna að setja einhverja plástra á einhver sár, heldur fáum við plan sem leysir þetta á öllum sviðum. Hvort sem það er snjóhengjan, nauðasamningar, skulda- skil gömlu bankanna, sala á nýju bönkunum og svo framvegis.“ Risavaxið samkomulag af þessu tagi verður ekki hrist fram úr erminni. Bolli Héðins son, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, bendir á það augljósa; að ef þeir sem komast í næstu ríkisstjórn hafi lofað að nota hagnað af samningum sem fyrst versni samn- ingsstaða Íslands. Kosningaloforðið er heldur ekki útfært. Hverjir eiga að njóta þess? Eiga þeir sem eru þegar búnir að nýta úrræði á borð við höfuðstóls lækkun eða 110 prósenta leiðina að fá 20 prósenta niður- fellingu eða fá þeir minna, jafnvel ekki neitt? Því er ósvarað. Hættan er sú að fljóti framsóknarmenn inn í ríkisstjórn á loforðinu um skuldaleiðréttingu fari mjög fljótlega fyrir þeim eins og núverandi stjórnarflokkum; þeir geti ekki staðið við stóru orðin og fylgið verði fljótlega leiðrétt um tugi prósenta. Í þessari kosningabaráttu er illu heilli enn bráðari skortur en í þeirri síðustu á stjórnmálamönnum sem þora að horfa í augun á kjósendum og segja: Við skulum gera okkar bezta en 2007-lífskjörin fáið þið ekki aftur. Við eigum ekki fyrir þeim. Af hverju gleypa kjósendur við gylliboðunum? Þráin eftir 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.