Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 64
| ATVINNA | Lausar stöður hjá Langanesbyggð Grunnskólinn á Þórshöfn óskar eftir kennurum til starfa við skólann næsta skólaár. Við óskum eftir áhugasömum kennurum sem eru skapandi í starfi. Við leitum að fólki með margþætta reynslu og bakgrunn sem á það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og skólaþróun. Í boði eru fjölbreytt viðfangsefni, þar sem hæfileikar og frumkvæði kennarans fær notið sín. Okkur vantar umsjónarkennara, kennara í list og verkgreinar, íþróttakennara og tungumálakennara. Starfsfólk Grunnskólans á Þórshöfn hefur tekið virkan þátt í þróunarstarfi á síðustu árum þar sem lögð hefur verið áhersla á þróun fjölbreyttra kennsluhátta, teymisvinnu og á aukna lýðræðislega þátttöku nemenda í skólastarfinu. Framundan er áframhaldandi spennandi skólaþróun. Á vef skólans; grunnskolinn.is/thors má kynna sér allt það helsta sem snertir daglegt skólastarf liðinna mánaða. Á Þórshöfn er blómstrandi mannlíf, mikil náttúrufegurð, öflugt íþrótta- og félagsstarf fyrir alla þá sem vilja verða hluti af fjölbreyttri mannlífsflóru norðlensks sjávarþorps. Umsóknarfrestur er til 1. maí og skulu umsóknir sendar rafrænt á netfangið ingveldur@thorshafnarskoli.is. Við hlökkum til að heyra frá þér! Allar frekari upplýsingar veitir skólastjóri Ingveldur Eiríksdóttir í síma 4681164 eða 8526264. Grunnskólinn á Bakkafirði óskar eftir kennurum til starfa við skólann næsta skólaár. Við óskum eftir áhugasömum kennurum til starfa næsta vetur. Mikil áhersla er lögð á að gera nemendur ábyrga fyrir námi sínu. Í íslensku og stærðfræði vinna nemendur skólans eftir einstaklingsbundnum áætlunum. Samfélagsgreinar og náttúrufræði er kenndar í svkölluðum vinnustofum. Þar fást nemendur við fjölbreytt, sjálfstæð viðfangsefni, einir eða í hópum, og ráða viðfangsefnum sínum og efnistökum að mestu og stundum alveg. Í mörgum tilvikum ákveða nemendur að tengja skapandi viðfangsefni við þekkingaröflun sína með lifandi flutningi, myndrænni tjáningu, leikþáttum, kvikmyndagerð og sýningum. Upplýsingar veitir María Guðmundsdóttir maria@langanesbyggd.is Sími: 4731618 eða 8476742 Í Grunnskóla Þórshafnar eru um 80 nemendur í hæfilega stórum bekkjardeildum. Starfsemi skólans einkennist af kraftmiklu og framsæknu skólastarfi. Samhliða skólanum er rekinn tónlistarskóli og hefð er fyrir öflugu íþróttastarfi fyrir alla aldurshópa skólans. Langanesbyggð rekur jafnframt grunnskóla á Bakkafirði og er samstarf skólanna náið og vaxandi. Í Grunnskólanum á Bakkafirði eru 18 nemendur í 1.-10.bekk. Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitarfélag með spennandi framtíðarmöguleika. Á Þórshöfn búa um 400 manns í fjölskylduvænu umhverfi. Gott íbúðarhúsnæði er til staðar á báðum stöðum og öll almenn þjónusta er á Þórshöfn. Þar er góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð með sundlaug. Í þorpinu er mikið og fjölbreytt félagslíf, leikfélag, kirkjukór, öflugt íþróttafélag, björgunarsveit, kvenfélag o.m.fl. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri. Í næsta nágrenni eru margar helstu náttúruperlur landsins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og stang- og skotveiði. Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri, af báðum kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Viltu hjálpa öðrum að líða betur? ðju jál j ra jál ari eima j u ta j ru ar r ði ur Sími 770 2221 – 519 1400 i um i Við leitum að jákvæðum einstaklingum sem eru lagnir í mannlegum samskiptum og hafa ánægju af því að sinna fólki sem þarfnast aðstoðar við, hvort sem um er að ræða fötlun, öldrun, tímabundin eða langvarandi veikindi. tör n henta jafnt körlum sem konum. skilegt er að að viðkomandi ha bæði áhuga á að vinna með þjónustuþegum á vettvangi og jafnframt sinna stjórnun að hluta til á skrifstofu. Vinnutíminn er bæði á hefðbundum dagvinnutíma og utan hans. Æskilegt er að viðkomandi geti verið í fullu star en hlutastarf kemur þó til greina. Vegna vaxandi umsvifa í heimaþjónustu Sinnum vantar okkur nokkra starfsmenn bæði nú þegar og í sumar. Við erum aðallega að leita að: Sjúkraliðum Félagsliðum Almennum starfsmönnum Um er að ræða framtíðarstörf í heimaþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Bæði getur verið um að ræða fullt starf og hlutastörf. Viðkomandi verða að hafa bíl til afnota. Leitað er að hjúkrunarfræðingi sem hefur bæði áhuga á að starfa á vettvangi í heimahjúkrun en einnig við stjórnun og skipulag á skrifstofu. Æskilegt er að viðkomandi ha re nslu og áhuga á heimahjúkrun. Vinnutíminn er sveigjanlegur og bæði getur verið um að ræða fullt starf og hlutastarf. Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl. Umsóknir skilist með rafrænum e ðublaði á .sinnum.is. Umsækjendur eru beðnir um að skrifa í umsókn hversu háu starfshlutfalli þeir sækjast eftir og á hvaða tíma þeir geta unnið. Sinnum er f rirtæki á velferðarsviði sem s rhæ r sig í alhliða heimaþjónustu, aðhl nningu, heimahjúkrun, heima- hreingeringu, hvíldardvöl og rekstri dvalarheimilis ásamt því sem það annast daglegan rekstur á sjúkrahóteli LSH. Sinnum heimaþjónusta færir út kvíarnar og leitar nú að fólki í heimaþjónustu, iðjuþjálfun/sjúkraþjálfun og í hjúkrun á höfuðborgarsvæðinu. 13. apríl 2013 LAUGARDAGUR20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.