Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 104

Fréttablaðið - 13.04.2013, Blaðsíða 104
13. apríl 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 64 Það gefur augaleið að við erum aldrei sáttir nema við vinnum titilinn. Þannig er metnaður inn í Vesturbænum. Böðvar Guðjónsson KÖRFUBOLTI KR-ingar fóru sér- staka leið með karlalið sitt í vetur. Þeir voru eina liðið í Dominos- deildinni sem treysti á Íslendinga í lykilhlutverkum. Þeir strákar voru þess utan uppaldir hjá félaginu. Til stuðnings voru fengnir ódýrir erlendir leikmenn sem höfðu ákaf- lega lítið fram að færa. Þessi virðingarverða tilraun skilaði liðinu í undanúrslit gegn Grindavík þar sem liðið virkaði alltaf númeri minna. „Það var ekkert sem benti til þess að þetta KR-lið væri á leið í undanúrslit er við lentum í sjö- unda sæti í deildinni. Við náðum að snúa blaðinu aðeins við en lengra komumst við ekki. Grindavík er búið að vera jafnbesta liðið í vetur og við réðum ekki við þá,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. Er hann sáttur við árangur- inn og þá stefnu sem félagið tók? „Það gefur augaleið að við erum aldrei sáttir nema við vinnum titilinn. Þannig er metnaður- inn í Vesturbænum. Ef við horfum á tíma bilið í heildina og liðin í deildinni þá sjáum við hvað íslenski körfu- boltinn snýst um. Þeir sem eru að draga vagninn í öðrum liðum eru útlendingarnir,“ sagði Böðvar og bend- ir á lokaleikinn gegn Grindavík. „ G r i n d a v í k e r me ð A a ron Broussard sem klárar leikinn fyrir þá. Zeglinski skorar líka mikið. Ef við hefð- um verið með Aaron Broussard í okkar liði í vetur þá værum við búnir að slá Grindvíkingana út.“ Fyrst að staðan er þannig er eðlilegt að spyrja hvort það hafi verið mistök að fara með þetta upplegg inn í mótið? „Eigum við ekki frekar að segja að við því miður lentum við í vand- ræðum með útlendinga í vetur. Við skiptum upprunalegu mönnunum út og annar þeirra sem kom eftir áramót olli vonbrigðum. Ég sé ekki eftir neinu. Við tókum þessa ákvörðun og komumst í undan- úrslit eftir erfiðan vetur,“ sagði Böðvar en hann viðurkennir að útlendingarnir hafi verið ekki jafn dýrir og undanfarin ár. Spila- mennskan gaf það reyndar til kynna. Breytingar verða á deildinni næsta vetur þar sem aðeins einn útlendingur má vera inni á hverju sinni. „Sem betur fer er fjórir plús einn kerfi á næsta ári og ég ætla rétt að vona að hreyf- ingin fari ekki að hringla m e ð þ a ð aftur. Það er komið nóg af því. Við stöndum vel að vígi á næsta ári og þá verð- um við með fanta- l ið. Við erum bjartsýnir fyrir næsta vetur,“ sagði Böðv- ar en hann gerir ekki ráð fyrir miklum breytingum á liðinu fyrir utan að Kristófer Acox er á leiðinni utan í skóla. KR mun aftur á móti lík- lega endurheimta Matthías Orra Sigurðsson, sem er á heimleið frá Bandaríkjunum. Fyrir utan að spila á heima- mönnum þá var Helgi Már Magnús son bæði leikmaður og þjálfari. Hann gaf til kynna eftir leikinn á fimmtudag að hann myndi jafnvel hætta með liðið. „Það hentar honum betur að vera bara leikmaður því hann er í fullri vinnu eins og margir aðrir. Við munum skoða þjálfara málin í næstu viku. Við munum ekki leita til útlanda í þeim málum. Við erum með fullt af flottum þjálf- urum í KR og byrjum á að horfa á þá,“ sagði Böðvar. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari kvennaliðsins, kom á bekk karlaliðsins eftir ára- mót og var Böðvar ánægður með hans framlag. Formaðurinn er kokhraustur fyrir næsta tímabil og segir að menn hugsi stórt í Vesturbænum. „Við ætlum að byrja á því að vinna Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki núna. Það er alveg ljóst að þetta verður ekki titla- laust ár í Vesturbænum. Síðan ætlum við að taka allt sem í boði er í karla- og kvennaflokki á næsta ári.“ henry@frettabladid.is Vinnum allt að ári Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, sér ekki eft ir því að hafa veðjað á Íslendinga í vetur. Hann segir það vera staðreynd að útlendingarnir dragi vagninn í deildinni. Hann segir KR ætla að vinna alla titla næsta vetur. VIRÐINGARVERÐ TILRAUN KR veðjaði á Íslendinga í vetur og það kom liðinu í undanúrslit. Böðvar kynnir hér Brynjar Þór og Helga Má til leiks fyrir tímabilið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR PRESSA Það mæddi mikið á Helga Má sem þjálfara og lykilmanni KR í vetur. HANDBOLTI Eftir 19 daga frí hefst úrslitakeppni N1-deildar karla. Veisla dagsins fer fram í Hafnarfirði þar sem FH mætir Fram og Haukar taka á móti ÍR. „Við erum mjög bjart- sýnir fyrir þessa úrslitakeppni,“ segir Óskar Ármannsson, aðstoðarþjálfari deildarmeistara Hauka. ÍR-ingar voru seinasta liðið inn í úrslitakeppnin og línumaðurinn Jón Heiðar Gunnarsson segir enga pressu á sínu liði. „Við komum inní þetta sem litla liðið og pressan er á þeim.“ FH hafnaði í öðru sæti deildarinn- ar og fá fyrir vikið heimaleikjaréttinn gegn Fram. „Ég gæti trúað að heimavalla- rétturinn gæti reynst dýrmætur. Það er frábært að spila í fullum Krikanum eins og hann verður vonandi í úr- slitakeppninni,“ segir markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson. Daníel var kjörinn besti leikmaður síðustu sjö umferða Íslandsmótsins á fimmtudag en við sama tilefni var Ægir Hrafn Jónsson úr Fram kjörinn besti varnarmaðurinn. „Ef við náum að haldast nokkuð heilir í gegnum þessa leiki er ég sannfærður um að við tökum þetta. Ég tel okkur vera með betra lið,“ segir varnartröllið. Leikurinn í Kaplakrika hefst klukkan 15 en tveimur tímum síðar hefst ballið að Ásvöllum. - ktd Nítján daga biðin er loks á enda HRAUSTIR MENN Það verður hart tekið á því í Hafnarfirði í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fáðu þér áskrift 512 5100 stod2.is CHELSEA MAN. CITY MEISTARA- SLAGUR SUNNUDAG KL. 14:45 UNDANÚRSLITIN Í FA BIKARNUM Ensku meistararnir mæta Evrópumeisturunum í elstu og virtustu bikarkeppni í heimi. Sjáðu besta boltann í leiftrandi háskerpu! KÖRFUBOLTI Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla í körfubolta með þrettán stiga sigur á Snæfelli, 97-84, í Garðabæ í gær. Justin Shouse (til hliðar), skoraði 21 af 24 stigum sínum í seinni hálfleiknum. Stjarnan vann einvígið 3-1 og mætir Grindavík í lokaúrslitum en fyrsti leikurinn er í Grindavík á miðvikudagskvöldið. Grindavík á titil að verja en Stjarnan hefur aldrei orðið Íslandsmeistari. Kvennalið KR og Vals geta bæði tryggt sér sæti í lokaúrslitum Dominos-deildar kvenna á heimavelli í dag. KR tekur þá á móti Snæfelli í DHL-höllinni og Valur fær deildarmeistara Keflavíkur í heimsókn í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda. Leikirnir hefjast klukkan 16.00. Stjörnumenn í lokaúrslitin SPORT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.