Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 6

Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 6
6 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 N okkur umræða hefur verið um „sjálf ­ hverfu kynslóðina“ eftir að Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, hóf hana með grein í Frétta blaðinu. Ekki leggja allir sama skilning í orðið sjálfhverfur. Er það sama og vera sjálfs elskur og latur, koma sér undan verki á kostnað annarra? Er það að vera „egósentrískur“, þ.e. hugsa fyrst og fremst um eigin hag og telja sig vera nafla al­ heimsins? Er það að geta aldrei séð heildarmyndina nema út frá eigin hag? Er stjórnandi í fyrirtæki sjálf­ hverfur þegar hann vill hámarka hagnað fyrirtækis síns og hluthafa sinna – eða kemst hann að því að til að ná árangri þarf hann að gera vel við starfsmenn sína? Sighvatur segir að „sjálfhverfa kynslóðin“ sé ekki samnefni „hrunkynslóðar“. „Sjálfhverft er fólkið af því það er stöðugt talandi um eigin hag og eigin vandamál en lætur sig aðra litlu varða.“ Margir eru á máli Sig­ hvats, aðrir eru honum ósammála. Mitt í allri umræðunni var ég spurður að því af ungum manni hvort ekki væri bara gott að vera sjálf ­ hverfur. Er ekki hver og einn sjálfum sér næstur? sagði hann. Ég svaraði á móti að svarið gæti verið að finna í ágætri bók sem orðaði þetta ágætlega: Koma skaltu fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig! Það væri öllum hollt að setja sig í spor náungans sem ætti í vanda, hvort sem hann væri sjúkur eða fátækur. Sighvatur heldur því fram að fólk á aldrinum 30 til 45 ára sé sjálfhverfasta kynslóð á Íslandi. Þetta sé kynslóðin sem hafi lifað langt um efni fram og að sextán þúsund Íslendingar, flestir af sjálfhverfu kynslóðinni, hafi verið komnir á vanskilaskrá fyrir hrun. Hann segir að umræðan um skuldamál sjálfhverfu kynslóðarinar snúist um þá kröfu að aðrir borgi. Karl Sigfússon verkfræðingur svaraði Sighvati með grein í Fréttablaðinu undir yfirskriftinni Sighvatur og sjálfhverfa kynslóðin. Hann sagði að markmið sitt með greininni væri að rökstyðja hinn „meinta“ forsendubrest hrunsins sem Sighvatur héldi fram að væri hreinn upp­ spuni sjálfhverfu kynslóðarinnar. Karl skoðaði gögn hjá ríkisskattstjóra og reiknaði út að hrein eign 31­45 ára Íslendinga hefði fallið úr 137 milljörðum niður í mínus átta milljarða á árunum 2006 til 2011. Á sama tímabili hefði eignastaða Sighvats og félaga hans, sem væru á aldrinum 61­75 ára, aukist úr 512 milljörðum í 684 milljarða. Hann komst að þeirri niðurstöðu að allt tal Sighvats um eignahrun gamla fólksins væri algjör rökleysa. Hið rétta væri að gríðarleg eignatilfærsla hefði átt sér stað milli kynslóða, frá þeim yngri til þeirra eldri, með tilheyrandi eignabruna hjá yngri kynslóðunum. Er eðlilegt að kalla þetta eignatilfærslur á milli kyn­ slóða? Er gamall maður sem á húsnæði sitt skuldlaust eftir ævistarfið að taka fé af ungu kynslóðinni sem lendir í vanda vegna skulda hafi hann ekki lánað henni? Tæplega er Karl með lífeyriseign fólks inni í út ­ reikningum sínum. Sparifjáreigendur eru á öllum aldri. Íbúðalánasjóður er tryggður af ríkissjóði, skatt borgurum sem eru á öllum aldri, og fjármagnar sig mest með lánum – m.a. erlendum lánum og lífeyrissjóðslánum. Eru lán lífeyrissjóða eingöngu ávöxtun fyrir þá eldri þegar vinnandi fólk á öllum aldri er í lífeyrissjóðum? Á Íslandi varð hrun sem kalla má forsendubrest lán ­ takenda og líkja má við náttúruhamfarir. Bankakerfið hrundi og nokkrar atvinnugreinar nánast þurrkuðust tímabundið út í leiðinni og landsframleiðslan féll um 11%. Þeir sem urðu verst úti á hamfarasvæðum voru þeir sem keyptu íbúðir á uppsprengdu verði á ár ­ un um 2005 til 2008 og greiddu með uppsprengdum verð tryggðum lánum. Margir íbúðakaupendur voru augljóslega komnir í skuldavanda fyrir hrun. Á meðal þeirra er eldra fólk sem endurfjármagnaði húsnæði sitt og náði sér í fé t.d. fyrir jeppa og bústað. Það segir sig eiginlega sjálft að þeir sem eru eldri – og með meiri vinnutíma og ævitekjur að baki – skulda að öllu jöfnu minna í húsnæði sínu en þeir yngri sem tekið hafa stór upphafsskref í íbúðakaupum með háum lánum. Íbúðaverð hefur hækkað eftir hrun og það er líklegast skýringin á að „eignastaða Sighvats og félaga“ hefur batnað svo vísað sé í útreikinga Karls, frekar en að um beinar eignatilfærslur á milli kynslóða sé að ræða eftir hrun. Verðtryggingin var sett á árið 1979 og hafa íbúðakaupendur síðustu 34 ára búið við hana og lent í nokkrum kreppum í millitíðinni. Verðtryggingin er afleit í mikilli verðbólgu, hún er hins vegar tortíming þegar hrun verður eins og haustið 2008, þ.e. eignir falla í verði á sama tíma og lánin þjóta upp vegna vísitölu neysluverðs – atvinnuleysi snar eykst og eignir verða óseljanlegar. Það jafngildir for send u ­ bresti og náttúruhamförum. Það er kaldhæðni örlaganna að þeir sem voru var kárir í íbúðakaupum, eins og Karl Sigfússon verkfræðingur hefur bent á, og lögðu fram eigið fé og keyptu íbúðir á hefðbundnum verðtryggðum lánum hjá Íbúðalánasjóði, virðast núna ekki fá neina leiðréttingu á lánum á meðan þeir sem fóru út á ystu nöf og hvað þá þeir sem tóku gengisbundin lán hjá bönkunum hafa fengið leið rétt ingu. Ekki virðist vilji til að breyta lánum hjá þeim sem hafa „einhverja greiðslugetu“. Koma skaltu fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig! Það er ekki kynslóðabundið. Hvað er best fyrir samfélagið? Eigum við að aðstoða heimilin, sem urðu verst úti á hamfarasvæðunum, eða hugsa sem svo að hver og einn sé sjálfum sér næstur? Svari nú hver fyrir sig. Kannski eru allar kynslóðir sjálfhverfar. Sjálfhverfa kynslóðin? Jón G. Hauksson Koma skaltu fram við náungann eins og þú vilt að komið sé fram við þig. Leiðari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.