Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 12

Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 12
12 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 Í stuttu máli Þ að fer ekki hjá því að olíuleki kemur víða fram í fyrirtækjum frænda vorra. Mjög margir mjög ríkir Norð menn koma með einum eða öðrum hætti við sögu olíuvinnslu. Þó á enginn þeirra olíulind. Það er ekki sjálf olían sem gerir ein­ staklingana ríka: Það er þjónusta við olíuvinnslu sem skilar pening- um í kassann. Svo er komið að hagfræðingar eru farnir að óttast vöxt þjón­ ustunnar við olíuna. Yfir 70 þús und störf eru í greinum sem eru háðar olíuverði. Verulegt fall á heimsmarkaði – t.d. niður í 50 Bandaríkjadali á fatið – kæmi fyrst og fremst niður á þjónustu- greinunum. En ríkasti maður Noregs í ár em fyrr er John Fredriksen útgerðar- maður. Hann jók eign sína á liðnu ári um jafnvirði 200 milljarða ís lenkra króna að mati tímaritsins Kapital. Enginn Norðmaður er nú nærri því að vera hálfdrættingur á við John. Og hann græðir mest á útgerð olíuskipa og leigu á olíu ­ borpöllum. Undirstaðan er fyrri útgerð kaupskipa. GAMLiR peNiNGAR Það er raunar merkilegt, þegar farið er niður eftir listanum um ríkasta fólkið í Noregi, hvað út gerð kaupskipa kemur oft við sögu. Flestir hafa erft skip og byggt svo ofan á arfinn. Aðrir hafa komið sér sjálfir upp skipa ­ stól og þar á meðal er John Fred riksen. Mikið af velsæld Norðmanna í dag má rekja til vinnunnar við að koma olíunni á land og til kaup enda. Þar er mörg matarhol­ an en sjálft andvirði olíunnar skiptir minna máli. Og undirstaða þess arar þjónustu er fyrri útgerð kaupskipa og rekstur skipasmiðja. Það er áberandi að niður eftir öllum lista koma upp ættarnöfn gamalla útgerðarmanna. Þarna eru Olsen, Wilhelmsen, Smedvik, Mohn, Stolt­Nielsen, Astrup ­Fearnley, Odfjell og Grieg. Mörg þessara nafna má lesa á alda gömlum listum yfir ríkustu fjöl ­ skyldur Noregs. Þetta eru gamlir peningar og allt upphaflega komið úr út gerð kaupskipa. Þjónustu við olíu­ vinnsl una hefur síðan verið bætt við enda náskyldar greinar. Olíuævin týri Norðmanna byggist í miklum mæli á þessum grunni sem varð til áður en nokkur olíu­ dropi fannst. RöKKe á NiðuRLeið Sægreifinn Kjell Inge Rökke er núna í sjötta sæti á listanum en hann hefur einnig komið sér fyrir í þjónustugreinunum. Togaraút- gerð hans stendur í stað en hann á nú borpalla, sem leigðir eru öðrum, og skipasmiðjur þar sem búnaður til olíuvinnslu er fram­ leiddur. Það er þó ekki einhlítt að allir græði á olíu: Númer tvö á listan­ um er enn sem fyrr öldungurinn Olav Thon, sveitastákur sem skaut tvær mórauðar tófur fyrr átta tíu árum og hefur síðan ávaxt­ að sitt pund í fasteignum. Hann á nú jafnvirði um 500 milljarða íslenskra króna að mati Kapital. Síðan eru þarna kaupmenn ofar lega á lista og þeir hafa ýmist erft undirstöður fyrirtækja sinna eða smíðað þær sjálfir. Jafnframt vekur athygli að ríkustu mennirnir eiga ekki stærstu fyrirtækin. Þau eru flest í ríkiseigu. enginn á 10 ríKustu menn Noregs eru í útgerð og KaupmennsKu Norðmenn eru ógeðslega ríkir. peningarnir hrúgast upp bæði í ríkissjóði og buddum auðmanna. en hvað hefur gert ríka Norðmenn ríka? TexTi: Gísli KrisTjánsson Listinn yfir tíu ríkustu menn Noregs er svona: John Fredriksen útgerðarmaður. Olav Thon húseigandi. Johann Johannsson, kaupmaður í smásölu og heildsölu. Odd Reitan, kaupmaður í Rema 1000. Johann Henrik Andreasen fjárfestir, áður verksmiðjueigandi. Kjell Inge Rökke útgerðarmaður. Stein Erik Hagen fjárfestir, áður kaupmaður. Trond Mohn, framleiðandi búnaðar til olíuvinnslu. Petter Anker Stordalen hóteleigandi. Petter T. Smedvik fjárfestir, áður í útgerð. olÍulinD Ostabúðin Delicatessen - Skólavörðustíg 8 - Sími. 562 - 2772 - ostabudin@ostabudin.is Opnunartími - Mánudaga - Föstudaga 11 - 18 - Laugardaga 11 - 16

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.