Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 48

Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 48
48 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 „Haustið 1994 réð Jón Sigurðarson mig sem markaðsstjóra hjá Fisk­ af urð um ehf. Starfi ð fólst einkum í kaup um og sölu á svo kölluðum rússafiski til íslenskra og kan a dískra fiskverkenda en einnig sölu loðnu og síldar til Rússlands. Auk þess kom ég að útgerð tveggja rús ­ sneskra togara við rækju veiðar og vinnslu á flæmska hattinum sem ráðgjafi. Fiskafurðir ehf. komu að því kaup leigja frystitogara til Rús slands og selja afurðir hans. Árið 1998 var mikil bjartsýni um viðgang rækjustofnsins við Sval ­ barða. Norðmenn fjárfestu m.a. tölu vert vegna þessa. Í samstarfi við rússneskan aðila, sem ég bar traust til, ákvað ég að reyna sjálfur. Ég stofnaði félag og keypti togara með það í huga að kaupleigja hann til rækjuveiða við Svalbarða. Á meðan beðið var tilskilinna leyfa og breytingar, sem þurfti að gera á skipinu, voru undirbúnar gerði ég skipið út hér við land. Þegar við áttum von á samþykki á kaup leigu ­ samningnum ákváðu rússnesk stjórn völd að banna inn flutn ing á eldri fiskiskipum. Þar með var grund vell ­ inum kippt undan þessu ævintýri en ég sat uppi með verkefna lausan togara og reynsl unni einni ríkari.“ tangi hf. Á vopnafirði Aftur lá leiðin til LÍÚ sumarið 2000 er Vil hjálmur sá um kvótamiðlun LÍÚ fyrir Björn Jónsson. Þá fóru 80­90% allra kvóta viðskipta um kvóta miðlun LÍÚ. „Um haustið sótti ég síðan um starf skrifstofustjóra hjá Tanga hf. á Vopnafirði. Ég hafði selt síld og loðnu frá Tanga hf. í starfi mínu hjá Fiskafurðum og m.a. farið með Friðriki Mar Guðmundssyni, fram ­ kvæmda stjóra Tanga, til Kalíníngrad í tengsl um við þau viðskipti. Friðrik réð mig sem skrifstofustjóra og flutti ég austur til Vopnafjarðar í ársbyrjun 2001. Steinunn og yngri börnin komu síðan í kjölfarið um vorið. Tveimur árum síðar tók ég við fram kvæmda stjórastarfinu og gegndi því fram að samruna Tanga hf. við HB Granda hf. Það gekk á ýmsu á þessum tíma, m.a. miklar breyt ingar á eignarhaldi. Eskja hf. var orðin eigandi að 51% hlut í Tanga hf. þegar var ég ráðinn fram kvæmdastjóri en seldi hlutinn um ári síðar. Vopnafjarðarhreppur og Tangi hf. ásamt heimamönnum keyptu hlut Eskju hf. Það gat þó aldrei staðið nema til skamms tíma vegna skuldsetningar bæði félagsins og sveitarfélagsins. Það kom í minn hlut að hafa frum ­ kvæði að framtíðarlausn. Töluverðir umhleypingar voru í íslenskum sjávarútvegi á þessum tíma. T.a.m. ræddi ég við Sturlaug Sturlaugs­ son í þrígang, fyrst sem forstjóra HB, síðan sem framkvæmdastjóra hjá Brimi og loks sem forstjóra HB Granda. Framhaldið er flestum ljóst en samrunni Tanga hf. og HB Granda hf. gekk sérlega vel fyrir sig og árangurinn hefur verið eftir því. Samruninn var samþykktur af eigendum félaganna í ársbyrjun 2005 en gilti frá 1. október 2004. Samruninn hefur reynst einkar hag ­ sæll eigendum og starfsmönnum HB Granda sem og Vopnfirðingum og þar með þjóðar búinu.“ einstaklega góður tími Á vopnafirði Í kjölfar samrunans flutti Vilhjálmur aftur suður í ársbyrjun 2005 en Stein ­ unn kom svo í kjölfarið með yngri börn in tvö að loknu skólahaldi um vorið. „Við áttum einstaklega góðan tíma á Vopnafirði og leið vel þar. Eftir að við flutt um frá staðnum höf um við reynt að fara þangað þegar tóm hefur gefist til. Undan ­ farin tvö sumur höfum við t.d. búið að mestu á Vopnafirði en börnin okkar tvö hafa unnið þessi sum ur í fiskvinnslunni við vinnslu á síld og makríl. Við Steinunn höf um haft gaman af að ferðast og byrjuð ­ um að ferðast með börnin ung. Við höfum einnig ánægju af stangveiði. Þá höfum við áhuga á útivist og hreyfingu. Ég hef gengið dálítið til rjúpna frá því ég fékk byssuleyfið um tvítugt og oftar en ekki liggur leiðin til Vopnafjarðar þegar egna þarf fyrir fisk eða skjóta í jólamatinn,“ segir Vilhjálmur Vil hjálms son. „Það mótaði okkur systkinin meira en margt annað að við ólumst upp í sama húsi og afi okkar og amma.“ SAGT UM VILhJáLM Heiðarleg og góð manneskja – segir Guðríður Vilhjálmsdóttir, systir Vilhjálms „Villi er tæpum tveimur árum eldri en ég og það er ekki hægt að hugsa sér hjálpsamari og betri stóra bróður. Hann var mikið í sigl­ ingum á sínum tíma og hann jós gjöfum í okkur yngri systkinin þegar hann kom heim og þannig hefur hann alltaf verið,“ segir Guðríður Vilhjálmsdóttir, systir Vilhjálms. Umfram allt finnst henni rósemi og heiðarleiki einkenna bróður sinn. Hann er góð manneskja, segir hún. „Vissulega voru foreldrar okkar góðar fyrirmyndir en það mótaði okkur systkinin meira en margt annað að við ólumst upp í sama húsi og afi okkar og amma. Villi er í raun eins og afi var, rausnar­ legur og heiðarlegur. Þá hefur það hjálpað honum mikið að hann á einstaklega góða konu sem staðið hefur eins og klettur við hliðina á honum í gegnum þykkt og þunnt. Villi og Steinunn eru mjög sam­ rýnd og hafa ræktað samband sitt einstaklega vel,“ segir Guðríður Vilhjálmsdóttir. sjálfum sér samkvæmur – segir Birgir Ágústsson, vinur Vilhjálms til fjölda ára „Hann er vel gerður og mjög ákveðinn, þótt það beri ekki mikið á því. Hann er sjálfum sér samkvæmur og hefur mér vitandi aldrei sagt styggðaryrði um nokkurn mann,“ segir Birgir Ágústsson, stýri­ maður og vinur Vilhjálms til fjölda ára. „Konan hans er ekkert síðri, sterkur persónuleiki eins og Vilhjálmur og þau hjónin eru ákaflega samrýnd.“ Leiðir Vilhjálms og Birgis lágu fyrst saman þegar þeir voru sam­ skipa sem unglingar á Hvali 8 og hefur vinátta þeirra haldist óslitin síðan. Þeir eru einnig veiðifélagar á rjúpnaveiðum og hafa skotið saman frá árinu 1974. óHræddur við að sýna frumkvæði – segir Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ „Kynni okkar eru mjög góð. Vilhjálmur er samviskusamur, reglu­ samur og óhræddur við að sýna frumkvæði. Það kom e.t.v. best í ljós þegar hann var framkvæmdastjóri Tanga og verið var að semja um sameiningu þess félags og HB Granda. Þar held ég að Vilhjálmur hafi lyft grettistaki og ég er alltaf jafnhissa á því að Vopnfirðingar skuli ekki vera búnir að reisa styttu af honum,“ segir Kristján Ragnarsson, fyrrverandi formaður LÍÚ, en hann kynntist Vilhjálmi vel þegar Vilhjálmur starfaði hjá samtökunum og hefur fylgst með ferli hans síðan. ráðagóður og fylginn sér – segja þeir Sveinbjörn Sigmundsson og Reynir Árnason á Vopnafirði Tveir af nánustu samstarfsmönnum Vilhjálms frá því að hann kom fyrst til Tanga hf. á Vopnafirði eru þeir Sveinbjörn Sigmundsson, sem nú er verksmiðjustjóri HB Granda á staðnum, og Reynir Árnason, sem var útgerðarstjóri Tanga og vann síðast við skipaeftirlit hjá hinu sameinaða fyrirtæki. Báðir bera Vilhjálmi söguna vel. „Okkar kynni hófust í ársbyrjun 2001 og þar hefur aldrei borið skugga á. Vilhjálmur er ráðagóður og fylginn sér og hann á mjög auðvelt með að taka stórar ákvarðanir og standa með þeim. Hann sá mikil tækifæri í því að efla uppsjávarvinnslu á Vopnafirði og það stuðlaði að því að Tangi sameinaðist HB Granda, sem síðan hefur byggt hér upp öfluga uppsjávarvinnslu.“ Þorir að taka erfiðar ákvarðanir – segir Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps „Hann er úrræðagóður á þrautastund og þorir að taka erfiðar ákvarðanir. Hann er áberandi ljúfur í samskiptum, heiðarlegur og hreinskiptinn. Á alla þessa hæfileika reyndi verulega þegar við störf­ uðum saman að uppbyggingu útgerðar á Vopnafirði við á stundum þröngar aðstæður,“ segir Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopna­ fjarðarhrepps. „Þótt ýmsum þyki hann virka hægur á stundum, þá er hann mjög ákveðinn og fylginn sér.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.