Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 55

Frjáls verslun - 01.09.2012, Side 55
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 55 einokunarstöðu í landinu. Björn Kjos er þegar kominn með hálfan norska mark ­ aðinn. Það verður því þungur róður fyrir hann að ná undir sig núverandi rekstri SAS Norge þótt sjálft móðurfélagið hverfi. Norski ríkissjóðurinn á þetta í raun og veru. Í Svíþjóð er fullyrt að innanlandsflug SAS skipti ekki meginmáli lengur. Mörg önnur félög geta fyllt í skarðið og í Danmörku er innanlandsflug óverulegt. Langflug til skiptanna En þá er langflugið eftir. Það er annað mál. Þar kemur til sögunnar fjórða dóttur ­ félagið: Scandinavian Airlines Inter nati­ onal. Þetta er flókið skipulag og ekki alltaf ljóst hvaða dótturfélag flýgur hvar. Alþjóðaflugið er að miklu leyti rekið út frá Kastrup við Kaupmannahöfn en einnig frá Arlanda við Stokkhólm. Milli ­ landaflugið frá Gardermoen við Osló er hins vegar nær allt á hendi SAS Norge. Skipulagið leiðir af sér að mikið er um millilendingar og farþegum er safnað saman í Kastrup. Keppinautarnir bjóða beint flug. Icelandair – Norwegian – Finnair Alþjóðaflug SAS gæti raskast verulega ef félagið fellur. Og þarna eru möguleikar fyrir aðra að næla sér í bita. Björn Kjos hjá Norwegian byrjaði í ár að senda vélar til Austurlanda fjær. Það var áður markaður SAS. Hann ætlar sér vafalaust stærri hlut og græðir á vanda SAS. Sama er að segja um Finnair. Í Ameríkuflugi hefur lengi verið afar vingjanleg samkeppni milli SAS og Icelandair. Stundum hafa farþegar SAS farið með vélum Icelandair. Þarna á Ice­ landair möguleika á vexti með hugsan legu falli SAS. Samkeppnin um norræna farþega á leið til og frá Ameríku getur líka harðnað ef ný félög taka að bjóða beint flug vestur í meira mæli en nú er. „Augljósasta leiðin, ef allt fer í þrot að nýju, er að leysa félagið upp skipulega …“ saga og helstu stærðir: Hóf rekstur árið 1946 með samvinnu þjóðar- flugfélaga Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs í millilandaflugi undir nafninu Scandinavian Airlines System – SAS. Endanlegur samruni á öllum leiðum árið 1951. Síðar hafa minni félög bæst við samsteypuna. Stórveldi í millilandaflugi eftir 1960 með langflugi milli Evrópu og Ameríku/Asíu yfir norðurpólinn. Notaði lengi vélar af gerð inni McDonnell Douglas allt frá DC-3 til DC-9. Nítján gamlar DC-vélar eru enn eftir í flot an- um og til sölu. Að hálfu í ríkiseigu og að hálfu í einkaeigu. stærstu hlutir: Svíþjóð 21,4% Danmörk 14,3% Noregur 14,3% Wallenberg-fjölskyldan 7,6% Lífeyrissjóður New Jersey 2,1% Danski seðlabankinn 1,4% Fjölmargir smáhluthafa 39,9% Ár 2008 2012 flugfloti: 181 137 (29 til sölu, 55 í smíðum) farþegar, milljónir 25,4 millj. 21,5 millj. sætanýting 71,9% 75,2% Velta, milljarðar SEK 48 37 starfsfólk 16.000 13.000 Bjørn Kjos, forstjóri Norwegian.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.