Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 68

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 68
68 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 iPhone 5 Snjallsími (verð frá 179.900 kr., t.d. hjá helstu símafyrirtækjum). Loksins kom fimman eftir langa bið Apple­aðdáenda. Hún sýndi að Apple er enn í fararbroddi snjallsímavæðingarinnar, þótt margir haldi því fram að Android­símarnir saxi ískyggilega hratt á forskotið. iPhone 5 er öflugri, hraðvirkari, með betri skjá og almennt flottari en fyrirrennarinn og voru gagnrýnendur almennt sammála um að þetta væri besti iPhone­síminn til þessa. Stærsti gallinn er þó verðið – iPhone kostar á bilinu 50.000­ 70.000 krónum meira en bestu símar keppinautanna og spurningin er hvort gæðamunurinn sé svo mikill. google nexus 7 Spjaldtölva (verð 59.900 kr., t.d. hjá www.hataekni.is). Google hellti sér af fullum krafti út í spjaldtölvuframleiðsluna á þessu ári. Fyrsta spjald­ tölva fyrirtækisins var Nexus 7, sem var framleidd í samstarfi við Asus. Margir gagnrýnendur sögðu að með Nexus 7 væri loksins kominn verð ugur keppinautur iPadsins – flott og öflug spjaldtölva sem skartaði hinni nýju Jelly Bean­útgáfu Android­stýrikerfisins. Þó þótti Nexus 7 ekki ná að slá flaggskipi Apple alveg við – nema ef vera skyldi í verði. sony Cyber-shot DsC-rX100 Smærri myndavél (verð 129.990 kr. í www.netverslun.is). Þetta er mögu lega besta vasamyndavél allra tíma að mati blaðamanna PC World – titill sem Canon Power Shot S100 skartaði áður. Þetta má þakka myndflögu sem er umtalsvert stærri en áður hefur þekkst í svo smáum myndavélum. Hún hefur einnig mjög vítt ljósop (F1,8), sem m.a. bætir myndir sem teknar eru í litlu ljósi. Vídeótakan er jafnframt framúrskarandi – vélin getur tekið 1080p háskerpuvídeó með 60 römmum á sekúndu. RX100 hefur verið kölluð vasaljósmyndavél atvinnu mannsins – og ekki að ástæðulausu. Gæðin skila sér líka í verðið, sem er umtalsvert hærra en fyrir hefðbundnar myndavélar í þessum stærðarflokki. Microsoft surface Spjaldtölva (verð 124.900 kr., t.d. hjá helstu símafyrirtækjum). Surface markar risaskref fyrir Microsoft inn á tölvumarkaðinn, en með útgáfu Surface þróar fyrirtækið og framleiðir sjálfa tölvuna í stað þess að einbeita sér bara að hugbúnaðinum. Með Surface reynir Microsoft að brúa bilið milli spjaldtölvu og fartölvu, því tölvunni fylgir skjáhlíf sem hægt er að nota sem lyklaborð með því að smella henni á með einu handtaki. Surface notar að sjálfsögðu hið nýja Windows 8­stýrikerfi, sem hefur fengið góða dóma og getur keyrt Office­skrifstofuhugbún­ aðinn, sem gerir græjuna mjög álitlega fyrir vinnuna. Enn á þó eftir að koma í ljós hversu vel neytendur taka Surface, en fyrstu vikurnar eftir að græjan kom á markað benda til þess að almenningur stígi varlega til jarðar fyrst um sinn. apple iPad (fjórða kynslóð) Spjaldtölva (verð frá 89.990 kr., t.d. hjá www.epli.is og omnis.is). iPad frá Apple var fyrsta spjaldtölvan sem virkilega sló í gegn og hefur verið í fararbroddi síðan þá. Nýjasta útgáfan, iPad 4, kom á markað í nóvember og var í sjálfu sér ekki mjög frábrugðin þriðju útgáfunni, sem var kynnt í mars á þessu ári. Sú var hins vegar stórt stökk fyrir iPad, en þá var Retina­skjátæknin notuð í fyrsta sinn í spjaldtölvunni. Hún skilar miklu skarpari mynd en áður (2.048 x 1.536 dílar á 9,7 tommu skjá) og setur iPad­inn skör hærra en keppinautana á þeim vettvangi. Eins og með svo margar Apple­vörur er verðið svo til það eina sem er Apple í óhag. Neyt endur virðast ekki láta það á sig fá, því iPad var áfram vinsælasta spjaldtölvan á heimsvísu á þessu ári. HtC One s Snjallsími (verð frá 84.990 hjá helstu símafyrirtækjum). HTC One S er einn þeirra síma sem falla svolítið í skugga flaggskipanna frá Apple og Samsung, en er engu að síður mjög góður kostur fyrir þá sem leita að toppgræju á góðu verði. One S er einstaklega þunnur en skartar engu að síður átta megapixla myndavél sem getur auðveldlega fyllt í skarðið fyrir ódýrari vasamyndavélar. Innbyggð Beats audio­hljóðtækni gerir hljóminn einstaklega góðan, þannig að One S hentar vel fyrir tónlistar áhugafólk. Nexus 7 markaði innreið Google á spjaldtölvu­ markaðinn. DSC­RX100 frá Sony er ein besta smámyndavél sem gerð hefur verið. Surface er fyrsta sp­ jaldtölvan sem Microsoft framleiðir. Nýjasta útgáfan af iPad kom út í byrjun vetrar. HTC One S er góður miðað við verð. græjur iPhone 5 er öflugasti iphone­síminn til þessa.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.