Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 69

Frjáls verslun - 01.09.2012, Qupperneq 69
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 69 android jelly Bean Snjallsímastýrikerfi (fylgir Android­snjallsímum). Google hélt áfram að endurnýja Android á árinu með tveimur útgáfum, Jelly Bean 4.1 og Jelly Bean 4.2. Helstu nýjungarnar í Jelly Bean eru betri raddstýring og leit, endurbætt myndavélastýring og öflugri vinnsla. Að auki kynnti Google til leiks GoogleNow; tilkynningatól sem lærir á hegðun notand­ ans og birtir sjálfkrafa ýmsar tilkynningar sem geta nýst í daglega lífi nu. Þar á meðal eru íþróttaúrslit, áætlaður ferðatími og ýmislegt annað. Gagnrýnendur voru sammála um að Jelly Bean væri talsverð framför frá Ice Cream Sandwich – en svo er spurningin hvaða eldri símar fá Jelly Bean­uppfærsluna og hverjir eru fastir með Ice Cream Sandwich. samsung galaxy note ii Snjallsími (verð 124.900 hjá helstu símafyrirtækjum). Hvort er Samsung Galaxy Note snjallsími eða spjaldtölva? Svarið liggur ekki í augum uppi, enda er þessi snjalla græja eins konar millistig og hentar því vel fyrir þá sem þarfnast stórs skjás en vilja ekki þurfa að burðast stöðugt með bæði spjaldtölvu og síma. Fyrsta útgáfan af Note vakti athygli undir lok síðasta árs og naut nokkurra vinsælda þótt ýmislegt mætti finna að gripnum. Með Note II sem kom út í sumar var búið að sníða helstu vankantana af og græjan farin að standast öflugustu snjallsím unum snúning. 5,5 tommu skjárinn er nægilega stór til að Note II sé fyrirtaks smá­spjaldtölva og penninn sem fylgir gerir græjuna frábæra fyrir þá sem vilja reglulega skrifa minnispunkta á gamla mátann og teikna skissur. apple MacBook Pro með retina-skjá Fartölva (verð frá 349.900 kr., t.d. hjá www.epli.is). MacBook Pro­far­ tölv an skrapp ansi hressilega saman á þessu ári. Í sumar var kynnt ný 15 tommu útgáfa af fartölvunni með einstaklega skörpum og flottum skjá, þökk sé Retina­skjátækninni. Tölvan var 25% þynnri en fyrirrenn­ ararnir og öflugri, þökk sé vélbúnaðaruppfærslum. Nú í vetur kom svo út enn minni 13 tommu útgáfa fyrir þá sem þurfa ekki fullar 15 tommur. Einstaklega flott og öflug fartölva, en verðið er líka eftir því og makka­ unnendur þurfa hér sem annars staðar að vera tilbúnir til að borga talsvert meira fyrir sín tæki en PC­notendur. HtC 8X Snjallsími (verð 109.900 kr. hjá helstu símafyrirtækjum). HTC 8X er einn öflugasti snjallsíminn með Windows Phone 8 sem kom út á árinu. Hann er einstaklega litríkur og flottur og veitir öflugustu Android og iPhone­ símunum harða samkeppni hvað vinnslugetu varðar. HTC 8X sýnir vel helstu kosti Windows Phone 8­stýrikerfisins, á borð við góða framsetn­ ingu mikilvægustu upplýsinga strax á heimaskjánum. Hann nýtir einnig vel sérkenni HTC­símanna á borð við Beats Audio sem skerpir á hljóm num þegar tónlist er spiluð í símunum. adobe Creative suite 6 Myndvinnsluforrit (verð frá ca. 250.000 kr., www.adobe.com). Creative Suite 6 frá Adobe var ein stærsta uppfærsla á þessu safni mynd­ og vefvinnsluforrita sem komið hefur út. Creative Suite hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem aðalverkfæri atvinnumanna í stafrænni myndvinnslu. Sexan er troðfull af nýjungum og er léttari í vinnslu, þökk sé betri nýtingu á skjákortum tölvanna. Að auki hefur Adobe fylgt kalli markaðarins eftir betri tólum fyrir þróun snjallsímaforrita með því að bæta við ýmsum nýjungum sem nýtast vel hönnuðum snjallsímaforrita. samsung es8000 LCD HDtv Flatskjár (verð frá 449.900 hjá www.samsungsetrid.is). Samsung hefur tekið stórt skref fram á við í þróun sjónvarpa með 8­seríunni. Þessi sjónvörp eru ekki bara einstaklega flott með skarpri og bjartri mynd, heldur er hægt að nettengja þau til að sækja ýmiss konar afþreyingar­ efni á netið. Þeim má bæði stjórna með raddskipunum og handa­ hreyfingum og ljóst að þarna sjáum við forsmekkinn að því hvernig sjónvörp framtíðarinnar munu verða. Verðið er þó talsverð hindrun enn sem komið er, enda ekki á allra færi að greiða hátt í hálfa milljón króna fyrir flatskjá, þótt flottur sé. Með pennanum má auðveldlega rissa upp teikningar á Samsung Galaxy Note II. MacBook pro Retina er með frábæran skjá. HTC 8X­símarnir eru litríkir og flottir. Samsung eS8000 er ekki bara sjónvarp heldur líka afþreyingarmiðstöð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.