Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 77

Frjáls verslun - 01.09.2012, Page 77
FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 77 Heiðra minningu Diddu Nóa Þá er ótalin verslunin Didda Nóa, sérverslun með kvenfatn­ að og er áherslan á konur sem komnar eru á virðulegan aldur. Með nafninu heiðra þau minn­ ingu móður Guðrúnar og nöfnu, Guð rúnar Helgadóttur. Hún og eiginmaður hennar, Jóhann Ingi­ marsson, sem gjarnan er kall að ur Nói, ráku verslun í sama plássi um langt skeið. „Það lá beint við að nefna búð ina eftir henni,“ segir Aðalsteinn. Guðrún opnaði fyrstu verslun sína á sama stað, hún hét í fyrstu Gallerí en lengst af bar hún nafnið Perfect, eða allt þar til fyrir tveimur árum þeg ar nafninu var breytt í Didda Nóa. „Þetta er mjög skemmtilegt starf, líflegt og gefandi,“ segir Guðrún og Aðalsteinn tekur í sama streng, þó svo hann hafi á árum áður stefnt að starfs- ferli á öðrum vettvangi. „Ég hef mjög gaman af þessu, starfið snýst um miklu fleira en að standa við afgreiðsluborð, það þarf að huga að svo mörgu öðru sem gerir verslunarrektur af þessu tagi svo fjölbreyttan,“ segir Aðalsteinn. Stolt þegar við sjáum vel klætt fólk í fatnaði frá okkur Bæði eru þau fædd og uppalin á Akureyri og vilja hvergi ann ars staðar vera með sinn rekstur, enda segja þau gott að reka fyrirtæki í bænum. Því hafi þau haslað sér þar völl og séu ekki á förum. Vissulega segja þau markaðinn syðra stærri og eflaust gætu þau haft meira upp úr því að vera með sinn rekstur þar, „og hefðum kannski gert það ef við værum bara að horfa í krónur og aura, en við erum bæði ánægð hér í bænum og með þann árangur sem við höfum náð í verslunarrekstri hér“, segir Guðrún. „Við höfum metnað til að bjóða bæjarbúum og gestum vandaðan og góðan fatnað og erum stolt þegar við sjáum vel klætt fólk í fatnaði úr okkar verslunum.“ Persónulegri þjónusta Aðalsteinn nefnir að meiri nánd skapist við viðskiptavini í bæjar félagi af þeirri stærð sem Akur eyri er og margir fastir við ­ skipta vinir haldi tryggð við þau. „Það tala margir utanbæjar- menn um það,“ segir Guðrún, „að afgreiðslan norðan heiða sé persónulegri, hér hafi fólk meiri tíma til að sinna hverjum og einum viðskiptavini og því sé þjónustan heilt yfir betri. Hér er færra fólk og því hægt að veita hverjum og einum meiri og betri þjónustu en oft tekst í asanum á höfuðborgarsvæðinu.“ Auk persónulegrar þjónustu er verð yfirleitt lægra á Akureyri og það kunna t.d. íbúar af höf­ uðborgarsvæðinu vel að meta. „Álagningin er minni hér fyrir norðan, þó svo að við þurfum að greiða aukalega fyrir flutning frá Reykjavík og til Akureyrar,“ segja þau. Traustustu viðskiptavinirnir í hópi heimamanna Traustustu viðskiptavinir þeirra eru í hópi heimamanna og þau leggja sig fram um að sinna hon um. Að auki leggja nágrann­ ar leið sína í ríkum mæli til Akur eyrar og koma víða að, af öllu Norðurlandi og eins er tölu vert um að íbúar af Austur- landi bregði sér bæjarleið og kaupi m.a. fatnað í höfuðstað Norðurlands. Ferðafólk víðar að kemur einnig í miklum mæli til Akureyrar á öllum árstímum, en Aðalsteinn segir að undanfarin misseri hafi gríðarlegar álögur á eldsneyti dregið úr lausaumferð og það sé afar bagalegt. „Það skiptir alla verslun og þjónustu í bæ eins og Akureyri verulega miklu máli, ég er sannfærður um að ef stjórnvöld sæju sér fært að draga úr álögum sínum á eldsneyti myndi það hafa já ­ kvæð áhrif.“ Gott að vera í miðbænum Þau Aðalsteinn og Guðrún eru sammála um að gott sé að vera með rekstur í miðbænum, oft sé kvartað yfir að bæjarbúar séu ekki nægilega sjáanlegir á þeim slóðum, einkum auðvitað yfir vetrar tímann. „Það er bara eðlilegt, fólk er ekki að dóla neitt í bænum yfir hávetur, en það kemur eftir sem áður mikið í bæ inn, sinnir sínum erindum og hverfur svo á brott,“ segja þau. Yfir sumarið sé hins vegar mikið líf í miðbænum „og það er alveg yndislegur tími“, segir Guðrún. reka fimm verslanir á akureyri: GALLERÍ STELpUR Á GLERÁRTORGI. GALLERÍ FATAVERSLUN VIð STRANdGöTU. GS AKUREyRI, RÁðHÚSTORGI. OUTLET AKUREyRI, RÁðHÚSTORGI. dIddA NÓA KVENFATAVERSLUN, RÁðHÚSTORGI. Hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Árnason reka fimm fataverslanir á Akureyri. „Guðrún hefur staðið í verslunarrekstri um langa hríð, hún fagnar þrjátíu ára kaupmannsafmæli sínu í vor en fyrstu verslun sína opnaði hún í miðbæ Akur­ eyrar 2. maí 1983.“ Með nafninu Didda Nóa heiðra þau minningu móður Guðrúnar og nöfnu, Guðrúnar Helgadóttur. Hún og eigin­ maður hennar, Jóhann Ingimarsson, sem gjarnan er kallaður Nói, ráku verslun í sama rými um langt skeið.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.