Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 86

Frjáls verslun - 01.09.2012, Síða 86
86 FRJÁLS VERSLUN 10. 2012 J ustin Welby, biskup af Durhamskíri, situr nú í nýrri þingnefnd í Bret landi um siðferði í fjármálaheiminum sem meðal annars mun kanna Libor­hneykslið en það snerist um ólöglega millibankavexti og leiddi meðal annars til þess að bankastjóri eins stærsta banka Englands, Barclaysbankans, sagði af sér. Það hlýtur að vera nokkuð sérstakt að biskup sé fenginn í slíka þingnefnd. Welby vann í olíuiðnaðinum fyrr á árum og ekki spillir fyrir að hann þekkir sig vel í City, fjármálahverfi Lundúnaborgar. Blaðamaðurinn dr. Giles Frazer er starfandi prestur í Suður­London og fastur dálka ­ höf undur við The Guardian. Hann hitti Welby biskup og birt ist viðtalið í The Gurardian 21. júlí sl. og hefur vakið nokkra athygli. Við birtum hér hluta úr viðtalinu. „Mig rak inn í olíubransann því ég átti erfitt með að fá vinnu þegar ég lauk háskólanámi og endaði með því að fá starf hjá alþjóðafjármáladeild Elf­ olíufyrir tækisins í Frakklandi,“ segir Welby m.a. í viðtalinu. Welby las lög og hagsögu við Cambridge­háskóla og segist hafa hrasað eiginlega óvart um það fyrsta sem sér fannst hann vera sæmilega góður í og endaði á því að verða gjaldkeri og fjármálastjóri hjá fyrirtæki sem heitir Enterprise Oil PLC. Seinna starfaði hann í Nígeríu á tímabili þegar olíufélög tóku þátt í misnotkun á heilu sam félögunum sem stuðlaði að áralöngum blóðugum innanlands átökum. „Ég var rétt á þrítugsaldri og hafði ekki hugmynd um neitt af þessu,“ segir biskupinn en hann veit að þetta voru ekki heiðarleg viðskipti. Eftir að hann yfirgaf olíuiðnaðinn voru margir fyrrverandi samstarfsmenn hans handteknir fyrir spillingu. Geta fyrirtæki syndgað? „Geta fyrirtæki syndgað?“ var titillinn á lokaritgerð Welbys við útskrift úr guðfræðiháskóla. Svar hans í ritgerðinni kom nokk uð á óvart: auðmjúkt og lítillátt já. Sem er ekki hið dæmigerða evangelíska svar. Kirkjunnar mönnum er tamast að tala um syndina sem einstaklings­ bundna, sem svar við þeirri spurningu hvort ekki þurfi ein faldlega betri og siðlegri einstaklinga í fjármálageirann. Hug myndin um skipulagða eða fyrirtækjabundna synd er oft talin beina athyglinni frá per­ sónulegri ábyrgð stjórnenda og þeirra sem taka ákvarðanirnar. Biskupinn hefur aðra skoðun á málum. „Ég hef enga trú á algóðum einstaklingum,“ heldur hann fram. „En ég trúi því að utanaðkomandi áhrif geti að einhverju leyti stýrt fólki í hvort það tekur réttar eða rangar ákvarðanir.“ Líf Welbys breytti um stefnu við persónulegan harmleik. Þeg ar hann sneri aftur frá Afríku árið 1983 lést sjö mánaða dóttir hans Johanna í bílslysi í Frakk­ landi. „Það var afar dimmur dalur fyrir okkur Caroline, TexTi: brynHildur björnsdÓTTir BisKuP rannsaKar siðFerði BanKa Justin Welby, biskup af Durhamskíri, minnir ögn á Mr. Bean í útliti og framkomu. Hann er fjórði æðsti maður ensku biskupakirkjunnar. Hann situr núna í þing nefnd sem rannsakar bankahneykslið í Bretlandi en það snýst m.a. um ólög lega millibankavexti. Langt viðtal var við Justin Welby í The Guardian síð- astliðið sumar. Justin Welby, biskup af Durhamskíri, situr nú í nýrri þingnefnd á Bretlandi um siðferði í fjármálaheiminum sem sem meðal annars mun kanna Libor­hneykslið. siðferði banka í bretlandi: siðferði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.