Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar Ljóðabókin Mannssonurinn, sem hann gaf út í haust, er að sínu leyti eins og Síðustu lj óð Davíðs afrakstur liðins tíma, „frá kreppuárunum sælu, þegar flestar hugmyndir manna um jarðneska tilveru lentu í deiglunni — þar á meðal hin hátíðlegu trúarvið- horf uppvaxtaráranna —eins og skáldið segir í formála. Þetta er ljóðaflokkur þar sem helgisagan um trésmiðssoninn frá Nazaret er endur- skoðuð „í alþýðlegu ljósi“. Uppreisn- arhugurinn er enn í gömlum f j ötrum, með sárindum að slíta þá af sér, og sitja hér á viðkvæmum gróandi blöð- um stingandi þyrnar til að verja nýj- an sannleika: Indælt var lal hans, líkt og ljúfan nið langt að á vængjum sumargolan bæri. Mig langar einkum að vekja athygli á kvæðinu Nardus með þessu upphafs- erindi: Mig seiðir til sín Hann, sem liér er gestur — ó hjartað titrar fyrir þessum augum, er líkt og sólir sindra í dökkum baugum á sorgargöngu mannsins langt í vestur. Jóhannes hefði varla farið að birta þennan ljóðaflokk nú, ef honum fynd- ist ekki tímarnir vera einatt að nýju að ýfa upp gömul sár, harmleik mannsins, og minna á síungan sann- leik: Hún var ei guðsmóðir, heldur sú fávís kona, heilög í anda, sem trúði og vonaði á alla, en pínu og dauða síns ljúflings að launum fékk. I öðrum Ijóðabókum sínum er Jó- hannes kominn langa leið frá þessari, að þróunarskeiði sem Lauf og stjörn- ur Snorra Hjartarsonar, hinn mikli bókmenntaviðburður ársins 1966, eru ávöxtur af. Hún á einmitt sína beztu hliðstæðu í Sjödægru Jóhann- esar. Þessar tvær ljóðabækur eru há- tindar íslenzkrar Ijóðagerðar eftir siðari heimsstyrj öldina, þó að nokk- ur önnur snilldarverk yngri ljóð- skálda séu höfð í huga, og það vill einmitt svo til að eitt af þeim birtist einnig á árinu sem leið, Jarteikn eftir Hannes Sigfússon. Lauf og stjörnur og Jarteikn eru ólíkar höfuðskepnur, önnur fjall með heiðríkju yfir sér, hin kvikur sjór með eldingarhlöðn- um skýjum í lofti, og kem ég betur að þessum bókum síðar. Fjall Snorra rís ekki „fjarlægt og eitt“ eins og fyrr á öld „úr sinubleikri sléttunni“, heldur með hágróðri í kring, og þó að af tindunum gefi bezta útsýn er margt að sjá úr hlíðunum og þarf, ef vel væri, að mörgu hyggja. Fleiri ljóðabækur ársins eru hver með sínum hætti athyglisverðar, og verður þá fyrst gefið yfirlit um þær. Söngur í nœsta liúsi eftir Jón Osk- ar. Alltof sjaldan veitist manni stund frá önnum dagsins til að sjá það sem grær í kringum mann. Þó hef ég um nokkra áratugi reynt að fylgjast með því sem sproltið hefur í íslenzkum bókmenntum, oft og tíðum glaðzt og 100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.