Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 86
Tímarit Múls og menningar maðurinn minnist ástarævintýris með konu þeirri sem í kistunni liggur; ellegar „Den blá sommerfugl", þar sem sögumaður end- ar með orðunum „at livet ikke er livet værd“. Stíll og bygging er í samræmi við hina sígildu smásögu, en fyrirmyndir og sjónarmið eru höíundarins, í senn beisk og skringileg. Vandamál firringar eða samsemdar, spurningin: Hvað er mannvera? Hvað er ég? — er ákaflega fyrirferðarmikið í bók- menntum eftirstríðsáranna. Við verðum þessa vör á einn eða annan hátt hjá svotil öllum höfundum þessa tímabils, greinilega lijá Leij E. Christensen, Klaus Rifbjerg og Leif Panduro. Leif E. Chrislensen hefur sent frá sér tvær skáldsögur á sl. vetri, háðar með ást- ina að uppistöðu. Sú fyrri, Firklang i Lund (Gyldendal, 1966), er hliðstæða við skáld- sögu hans „Træslottet" frá 1965. Báðar gerast þær meðal danskra flóttamanna í Svíþjóð á stríðsárunum, og í háðum er að- alpersónan ungur og upprennandi lista- maður, sem veltir vöngum yfir stöðu sinni í mannlífinu, sem honum finnst hann öðr- um þræði standa utan við, en á hinn hóg- inn heillast af. „Firklang i Lund“ er skrif- uð í annarri persónu, en frásagnarsvið hennar og tími er margskonar, þannig að eitt rekur sig á annars liorn. I fyrsta hluta gerir sögumaðurinn, Allan, ófullkomna grein fyrir ásthrifni sinni af skólastúlku hernámsslitavorið 1945, en það er ekki á valdi hans að leysa vanda þessa atburðar, það, að hann þorði ekki að taka upp ástar- samband við hana endaþótt hún væri fús til þess. I öðrum og þriðja hluta lítur hinn roskni sögumaður aftur til þess, sem átt hafði sér stað áður en skólastúlkan varð á vegi hans. Hann segir frá fjórhliða ástar- drama, þar sem hann tekur upp samlíf við ur.ga og hlédræga stúlku, án þess þó að megna að leysa úr læðingi fjötraða hlýju hennar; þess í stað varpar hann sér í fang munaðarríkri ástkonu vinar síns. En ekki tekst honum heldur að skýra þessa atburða- rás. Með þessari óleystu atvikakeðju hefur höfundurinn dregið upp mynd, þar sem hreinskilni er teflt fram gegn íhygli, og hlýju og getunni til að lifa lífinu andspæn- is úrræðaleysinu. En það er enginn sér- stakur mórall í bókinni. Urræðaleysinu verður ekki við bjargað, því að aðal- persónan getur ekki losað sig við vanga- velturnar út af því. Sambandið við hina óframfærnu Ilínu misheppnast sökum þess að Allan er ófær um að gefa sig henni, en hjá hinni tælandi Majken finnur hann aðeins kynferðilega fullnægju, sem er ó- persónuleg og án mannlegrar snertingar. „Firkang i Lund“ er saga um ómöguleika þess að kjósa í senn ástríðuna og velta vöngum yfir henni, en jafnframt fjallar hún um það vandamál listamannsins, hvernig hægt sé í senn að taka hlutlæga afstöðu til þess sem lýst er og hrærast í því. Meðferð þessa vandamáls hefur ákvarðað byggingu sögunnar utan um þessa endurteknu en óleystu spurningu. Nýjasta skáldsaga Leifs Christensens, Kvinden fra 0sten (Gylden- dal, 1967) er skrifuð sem útvarpssaga. Sögumaður er miðaldra danskur geðlækn- ir, sem á ferðalagi til Spánar verður vitni að átökum sem liann reynir að finna skýringu á. Atburðirnir gerast umhverfis tvenn ástarsambönd. Árásargjörn og hat- urskennd afstaða hins roskna Asgers Palle- sens til kvenleikans kemur niður á tilfinn- ingasljórri spánskri senorítu, sem hann býr með. Báðum er þessum persónum lýst sem óheilum og ósamræmum manngerðum. Gagnvart þeim í sögunni stendur indverska konan Antara, sem er gift Poul, syni Palle- sens. Antara er fulltrúi austurlenzkrar lífs- skoðunar, þar sem takmark holdlegrar ást- ar er „identiteten med verdensaltet", og milli þessara tveggja lífsskoðana — hinnar 180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.