Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 101
TJmsagnir um bœkur mannabragur á þeirra vinnubrögðum. Ég held, að hér bíði mjög viðamikið og vanda- samt úrlausnarefni. Ég skal nú nefna aðeins eitt dæmi til að skýra þetta betur. Á bls. 85 eru talin upp nöfn á eyrum. Meðal þeirra er Stálcyri. Nú getur stál verið fleira en eitt, en höf- tindur fullyrðir, að það sé hér í merking- unni ‘lóðréttur veggur’ eða þul. Vel má það vera. En hvar er þessi eyri í Laxárdals- hreppi, og hvernig er umhverfi hennar? Hefir höfundur komið þar? Um þetta er ekkert sagt, svo að lesandinn veit ekki, livort skýring höfundar hefir við rök að styðjast eða hvort hún er einber ágizkun né heldur, hvort svo er þá einnig um þá ætlun heimildarmanna hans, að stál lúti hér að miklu harðlendi. — Því miður hefir mér virzt vera alltof mikið um ágizkanir og alltof lítið um vandlega rökstuddar skýr- ingar í ritum örnefnafræðinga yfirleitt. Þegar inngangi sleppir, er bókinni skipt í 16 aðalkafla og örnefnin flokkuð eftir nafnberanum. I einum kaflanum er t. d. fjallað um nöfn á götum, vöðum, vörðum o. fl., í öðrum um mýrar og flóa o. s. frv. Nöfnum hvers flokks eða undirflokks er raðað eftir stafrófsröð og eitthvað sagt til skýringar við hvert nafn að heita má, oft- ast ekki annað en örfá orð um orðmynd- unina, jafnvel þótt hún sé augljós og ótví- ræð. Ég gríp dæmi af handahófi: „Langavatn. Till langur ‘láng’. Laxárvatn. Kallsjö till Laxá. Litlavatn. Till lítill ‘liten’.“ (Bls. 89). Þannig er mestöll bókin upptalning auð- skilinna samsetninga, sem útskýrðar eru að óþörfu, auk nokkurra torskilinna nafna, sem oftast eru tekin sams konar lausatök- um. Frá mínum hæjardyrum séð er mikið af þessu gagnslítil handavinna, rétt eins og það væri fánýtt að fara að skýra á þennan hátt myndun samsettra samnafna, t. d. jjalLshlíS, grjáthryggur, moldarbarð. Það breytir ekki miklu, þó að þess sé gætt, að bókin er skrifuð handa skandinavískum örnefnafræðingum fremur en íslendingum. Sá, sem þarf að láta skýra fyrir sér, hvern- ig nöfnin Grjóthryggur og Litlavatn eru mynduð, er naumast fær um að hafa ís- lenzku til samanburðar. Þó að hvergi sé lagzt djúpt, eru ekki all- ar skýringar svona magrar, og fyrir koma góðar athuganir, t. d. um nöfnin Svarfhóll (bls. 24—25), Fáskrúð (bls. 66—67) og Ljá (bls. 68) og um orðið kvísl (bls. 74). Á liinn bóginn mætti benda á hæpnar at- hugasemdir eða skýringar, og skal ég nú víkja nokkuð að þeim. Um nafnið Lyklhóll segir höfundur (bls. 141), að það sé sennilega ummyndað úr *Myklahóll „pá grund av anknytning till lykill“ og telur vafalaust, að sama máli gegni um Lyklafell sunnan Mosfellsheiðar og Lyklasund á Breiðafirði. Svo er ekki meira um það. — Samkvæmt örnefnaskrám Þjóðminjasafns er Lyklhóll melhóll í landi Hamra, en nánari lýsing er ekki gef- in á honum. Ekki er ljóst, hvers vegna höfundur er svo sannfærður um, að Lykl(a)- í framan- greindum örnefnum sé orðið til úr Mykla-, því að röksemdafærslu vantar. En það þarf sterk rök til að sannfæra mig um, að auð- skilinn forliður eins og Mykla- breytist einn góðan veðurdag í Lylcla- í sumum nöfnum hér og þar á landinu, en haldist í öðrum, svo sem í Miklabœr, Miklagarður, Miklaholt, Miklavatn. Auk þess myndi Miklajell vera rangnefni á því Lyklafelh', sem nefnt var. Um Lyklhól veit ég ekki, en Lyklasund er mjósyndi í skerja- og hólma- klasanum suðaustur af Hvallátrum og ein- ungis fært litlum hátum. Varla hefir það heitið Miklasund.1 1 Theódór Daníelsson kennari í Reykja- vík, sem fæddur er og upp alinn í Hval- 195
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.