Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Page 82
Tímarit Máls og menningar Torben Brostr0m, sem öllum öðrum gagn- rýnendum fremur hefur fengizt við mód- ernismann, verður að viðurkenna í ritdómi sínum um hina nýju ljóðabók Jægers, ldyl- ia (1967) að hann hafi átt erfitt með að botna í bókinni „p& grund af manglende associationsfællesskab“. — Frank Jæger er í hópi vinsælustu ljóðskálda undanfarinna 15 ára, en hann á ekki samleið með tíman- um, viðhefur eigin stíl sem er ólíkur allra annarra. Ilann hefur ritstýrt Ileretica eins og Bjprnvig, og báðir heyra þeir til sömu kynslóð skálda. IJinsvegar hefur Jæger aldrei tekið þátt í samtíma deilum um list- ir og menningu. llann er skáld í orðsins skilningi, enginn hugsuður eins og Bjprn- vig, og þarf því ekki að kljást við þann vanda Bjprnvigs að lyfta heimspekilegri vangaveltu lil skáldlegs fltigs. llann er í ríkum mæli danskt skáld, ekki aðeins sökum ástar sinnar á dönskum yrk- isefnum, dönsku landslagi og veðurfari, heldur einnig vegna einstaklega dansks hreims, sem her óm af þjóðvísu, rómantík og Sophus Claussen, en þennan hreim hef- ur hann gert svo tímabæran, að alltént mik- ill hluti æsku sjötta áratugsins gat fundið skyldleika við ljóð hans. Sú glaðværð eða rómantík í snertingu við lífið sjálft, sem einkennir ýmis beztu ljóð hans, liefur kom- ið mörgum til að skynja hann einvörðungu sem skáld friðsældarinnar, hins idylska, og það er léttari tegund skáldskapar hans sem gert hefur hann vinsælan meðal al- mennings. Aftur á móti búa verk hans yfir öðrum og myrkari hljómum, tjáningu ótta og tómleika, og þeir hafa oftar kveðið við í skáldskap hans síðari árin. Idylia birtir þessa tvo meginþætti verka hans í áfram- haldandi tvöföldu stefi, sem hljómar strax í fyrsta erindi: Du fylder mit tomme Timeglas með levende Ord, rfidt drypper de sig deri ogdujter berusende sfide. Du piller et lille Hul i Lysthusets Lindevœg, kniber dit 0je i og stirrer en Stund derud. Men Rotten jeg sa i morges, tiljældigl bag Kœlderruden, den Rotte glemmer jeg ikke: Den sad og spiste et Æg. Bókinni lýkur með stuttu útvarpsleikriti í bundnu máli, eintali í fjórum þáttum til hinnar elskuðu. Hér endurlifir elskhuginn sæludraum sinn: ferska ásthrifni að morgni, heita ást hádegisstundanna, og síðan efasemdir síðdegisins og örlögbund- inn ófarnað um kvöldið, þegar skugga- fingur klæða hann ferðafötum og ekið er með hann út í nóttina, hurt frá þeirri elsk- uðu, sem nú er orðin honum ókunn. Goð- sögn þessi um brottreksturinn úr paradís segir margt um vandamálin í síðari verk- um Jægers. Alveg andstætt við jafnaldra sína, sent hafna „sæludraumnum" sem lygi, heldur hann fast við hann sem veru- leika, en að vísu veruleika sem hægt sé að glata og á sér að andstæðum ótta og ann- arleik. Enn eru þrír meðal skálda ársins, þeir Jprgen Gustava Brandt, Per Hfijholt og Benny Andersen, sem eiga uppruna sinn sem slík á fimmta tugi aldarinnar og eru að meira eða minna leyti tengdir Heretica- hópnum; en gagnstætt þeim Bjprnvig og Jæger segja þau skilið við upprunann og hasla sér völl meðal framámanna módern- ismans. Jfirgen Gustava Brandt var einn af að- standendum Heretica, en tók síðar skýra afstöðu gegn klassísisma og hugsæisstefnu IJeretica-manna og sýmbólskri hneigð þeirra til að leita samsvörunar milli sjálfs- ins og umheimsins. Þess í stað kafar skáld- ið djúp veruleikans í sjálfgleymi eða mæt- ir lionum með raunsæi. Nýjasta ljóðabók 176
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.