Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1967, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menningar um hef ég alls engan áhuga — þrátt fyrir viðleitni þeirra. Aftur á móti beinist hugur minn að verkalýðnum -—■ þrátt fyrir tómlæti hans“. Ég býst við að ástæðan til þess hve áhrif módernismans hafa orðið ófrjó í skáldskapnum sé einkum sú að hann er sprottinn upp úr gerólíkum jarð- vegi og ber í sér, ekki form heldur miklu fremur hugmyndir sem geta ekki átt mikinn hljómgrunn hér enn sem komið er meðan Jiióðin stendur ]ió jafn nærri uppruna sínum og al- þýðlegum sjónarmiðum. Jafnvel skáld eins og Jón Óskar, sem mest hefur ástundað módernisma, finnur ekki samhljóm við hann, nema þar sem hann á milda tóna. Hann kemst hvorki með tungutak sitt, málfar né stíl á sömu hylgjulengd og skáld sem hert hafa hjarta sitt í undirheimum stórborga (eins og tam. Rimbaud: „yfirburðir mínir eru Jieir að ég er hjartalaus“): eittbvað ókleift ber á milli eða eðli hans rís i. móti. Ég get ekki farið lengra út í þetta efni hér, en það sem fyrir mér vakir er að halda fram áhrifum veruleik- ans, sem ýmsum nútímaskáldum er svo mikill þyrnir í augum, og minna á hvaðan sú fagurfræði sem skáldin ganga oft blindir á hönd er runnin. Öll saga skáldskapar frá upphafi er staðfesting á að skáldin geta ekki lagt meiri hindrun í veg sinn en með því að vilja útrýma veruleikanum, inni- haldinu, úr list sinni eða forðast ]jj óðfélagsleg viðfangsefni. Skáldið mikla, Goethe, frá upphafsskeiði borgarastéttarinnar, sagði hin vitru orð: Greift hinein das volle Mens- chenleben. í sama anda kvað Stefán G. í þessum alkunnu hendingum: Og lífsins kvöð og kjarni er það að líða og kenna til í stormum sinna tíða. Bertolt Brecht, hinn mikli nútíma- snillingur, segir: „Að setja saman fögur orð er engin list. Hvernig á list að hræra mennina, ef ég sjálfur hrærist ekki af örlögum þeirra? Ef ég sjálfur herði mig gegn þjáning- um mannanna, hvernig á þá hugur þeirra að opnast fyrir skrifum mín- um? Og ef ég leitast ekki við að finna þeim leið út úr þjáningunum, hvernig eiga þeir þá að finna leiðina að verkum mínum?“ Brecht gerði veruleikann og umbrevting veruleik- ans að inntaki og kjörorði listar sinnar. Hið sama Nordahl Grieg. Svo er um alla sem mestir bafa verið og beztir að þeir meta æðst mannleg verðmæti og sækja list sinni afl og lífsuppsprettu í samtíðarveruleik og hugsjónabaráttu og fælast hvorki af tepruskap stjórnmál né þjóðfélagsleg viðfangsefni. Thomas Mann, af mörgum talinn mesta sagnaskáld ald- arinnar, brýndi þegar til kastanna kom í stríði við fasismann skáldin til þátttöku í stjórnmálum með þess- um röksemdum: „... Urlausnarefni mannlegrar samvizku felur í sér 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.