Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 42

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Qupperneq 42
Tímarit Máls og menningar veturinn 1918—19 og enn hafa ekki verið gefnir út. I þessu handriti, sem er mikið að vöxtum, leitast hann við að skýra þau öfl sem takast á í sálarlífi mannsins og mannlífinu öllu í ljósi frumsmíðaðra hugtaka, einlyndis og marglyndis. Hið eina og hið marga togast á í huga hvers manns; maðurinn sjálfur er í senn eitt og margt og hann þarf sífellt að leita sátta eða gera upp á milli ólíkra stefna í lífinu. I Hel, heimspekilegu söguljóði frá þessum tíma, gerir Sigurður sama efni skil með því að rekja örlagasögu manns sem leyfir marglyndinu einu að ráða ferðinni. Þar er sýnt hvernig lífsstefna marglyndis í líki Alfs frá Vindhæli leiðir til sundrungar og friðleysis sem óminnið eitt — gleymska og tortíming — kann að sefa. Spurningin, sem brennur á Sigurði í þessum fyrstu verkum, er sú, hvort og þá hvernig manninum sé yfirleitt unnt að vera í sátt við sjálfan sig, hvort og þá hvernig okkur sé unnt að verða „heilir menn“. Þetta áhyggjuefni verður síðan grunntónninn í fjölmörgum ritgerðum og erindum Sigurðar. I ritdeilunni við Einar H. Kvaran gerir Sigurður þetta að meginumræðuefni. I erindaflokknum Líf og daudi tekst hann á við þetta sama efni í tilraun til að móta og rökstyðja heilsteypta lífsskoðun. Og í fjölmörgum ritgerðum um skáld og verk þeirra, bæði frá fyrri tíð og samtíma sínum, leitast hann við að draga fram þær andstæðu stefnur og mótsagnir sem einkenna verkin og þá augljóslega einnig líf höfundanna. Eins mætti lýsa þessu viðfangsefni Sigurðar með því að segja að vandinn, sem menn þurfi að glíma við, sé sá að gerast ekki sekir um ósamkvæmni og óheilindi. Mönnum hættir sífellt til að blekkja sjálfa sig og falsa eigin veru- leika. Þess vegna skiptir það öllu máli í lífi okkar, að dómi Sigurðar, hvernig við förum með hugsun okkar um lífið. „Við erum og verðum það sem við hugs- um,“ segir hann á einum stað. Hugsunin er það sem gerir okkur að því sem við erum. Þess vegna fylgir mannlífinu sérstök áhxtta, sú að velja ranga stefnu, villast af leið, glata því sem gefur lífinu gildi. Einnig þess vegna erum við ábyrg fyrir lífinu, fyrir þeim kostum sem við veljum eða höfnum. Hin siðferðilega krafa, sem Sigurður vill að menn geri til sjálfs sín, er sú að hopa ekki andspænis þeim vanda, því verkefni að lifa heilsteyptu lífi. Þessa kröfu hafa heimspekingar sífellt borið fram frá því að Sókrates gaf það fordæmi sem Platón gerði svo rækileg skil í ritum sínum. Heilsteypt líf byggir á heilli hugsun um lífið og slíka hugsun á að vera unnt að bera fram í heilstæðri orðræðu. Líf okkar ræðst af því hvernig — hversu vel eða illa — okkur tekst að rreba um lífið. I orðræðu ráða menn ráðum sínum. Þar mótast hugsun manna, þar velja þeir úr kostum lífsins, meta þau verðmæti sem í húfi eru, ákvarða lífsstefnu sína. Og sú orðræða sem mestu hefur skipt í íslenskri menningu er bundin frásögnum, skáldskap, ljóðum. 32 j
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.