Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Page 51
19 ára í vist — Hvað er það að segja okkur? Stelpan útlistaði verkið eins vel og hún kunni, hvað hún héldi að væri meining skáldsins. Þá brosti gamla konan stundum og sagði sem svo: — Þetta held ég nú reyndar líka. Einu sinni ræddu þær mikið um nokkuð umdeilda bók sem þá var ný- komin út og vinnustelpan var ákaflega hrifin af. Sagan var um ungan mann í leit að tilgangi lífsins. Hún gerðist fyrir mörgum öldum. — Já, en þér sjáið að þessi saga er alls ekki gallalaus, sagði frúin. Lítið bara á málfarið. Fyrir þúsund árum talaði enginn um að knúskyssa. Stelpan gat ekki varist hlátri. — Já en mér finnst hún samt góð. — Eg veit hvað þér eigið við, sagði frúin — Þér skiljið unga manninn svo vel. Yður finnst þér vera í hans sporum. — Það er satt, viðurkenndi stelpan. Þenna dag skildi hún að það var hægt að gagnrýna og hrífast af sama verkinu. Stundum sagði gamla konan henni frá einu og öðru síðan hún var ung. Þá kom fallegur glampi í dökku augun hennar. Stundum talaði hún um gamla manninn. Vinnustelpunni skildist að hann hafði verið ákaflega vel að sér og dáður fræðimaður. — Þegar honum var boðið til Oxford, sagði frúin, — þá var honum vísað til sætis í stól sem aðeins færustu vísindamenn fá að sitja í. Það var mikill heiður — líka fyrir þjóðina. — Hvað segið þér — fer það eftir því hvað menn vita hvar þeir mega setj- ast þar? sagði vinnustelpan, furðu lostin yfir virðingarstiga rassanna í Oxford. — Já auðvitað, sagði frúin í sínum eigin hugarheimi. — Eg var mjög stolt af þessu — ég var líka að hugsa um landið okkar. Pabbi var ákafur ættjarðar- vinur — maður ólst upp við þess konar hugsunarhátt. Stundum sagði frúin frá kynnum sínum við ýmis skáld og andans menn. Það þótti stelpunni mest gaman. Stundum komu einhverjir þessara manna í heimsókn til hjónanna. Þá var vinnustelpan alltaf ákaflega eftirvæntingar- full. Það kom fyrir að menn sem hún hafði dáð úr fjarlægð voru fúlir og snúnir, merkilegir og kjöftugir. Fáum gestum kom til hugar að vinnustelpan hefði eyru. En hún raðaði gestum upp á lista í höfðinu og hafði ýmis ráð til að komast að innræti þeirra. Sumir fóru á svartan lista, þeirra á meðal voru flestir sendiherrarnir sem komu í kurteisisheimsókn til gamla mannsins. Aðeins sendiherra Spánar fór á gæðalista. Hann var glaður og hress, yrti á vinnustelpuna og lagaði mottuna við útidyrnar um leið og hann fór. Svo þakkaði hann kærlega fyrir sig. En dag nokkurn fréttist niður á eldhúsplanið að sjálft Nóbelsskáldið 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.