Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1984, Síða 52
Tímarit Máls og menningar ætlaði að koma í kvöldmat. Vinnustelpan réð sér varla fyrir óþreyju. Bara að hann væri nú eins og hún hugsaði sér hann. Það yrði ægilegt áfall ef hann lenti nú á svarta listanum. Svo leið að kvöldi og skáldið hringdi dyrabjöllunni. Vinnustelpan fór náttúrlega fram. Og — guði sé lof. Skáldið var létt og óþvingað í fasi, spjallaði um veðrið og bauð af sér besta þokka. Þetta varð gífurlega skemmtilegt kvöld. Máltíðin var margréttuð svo stelpan gat verið á sífelldu rölti í borðstof- unni að færa mat og diska inn og fram. Skáldið sagði hverja söguna annarri skemmtilegri og vinnustelpan fylgdist með af lífi og sál. Þess vegna vissi hún ekki fyrri til en sósuskálin sporðreistist í hendi hennar og sósan skvettist yfir skáldið og hana — ekki stórkostlega þó, því sósan var þykk og fín. — Nei, nú fór illa, sagði skáldið. — Þér hafið þó ekki brennt yður? Jæja, það var gott, það gerir ekkert með jakkann. Mikið þótti vinnustelpunni þá vænt um skáldið sitt. Henni hefur þótt það síðan. En það mikið hafði þó síast í kollinn á henni af mannasiðum að hún reyndi að láta ekki á því bera hvað henni þótti gaman í borðstofunni. Oft var hún þó alveg að skella upp úr og ekki bætti úr skák að frúin sá hvernig ástatt var og átti líka ákaflega erfitt með að hlæja ekki. Þær forðuðust því að líta hvor á aðra. Já, þetta var einstakt kvöld. En ekki voru öll gestaboð svona skemmtileg. Stundum kom margmenni. Þá kom veisluþjónn og snattaði kringum fólkið. Hann var danskur eða færeyskur, giftur íslenskri konu. Þetta var kátur karl. Hann dansaði um eldhúsgólfið, faðmaði ráðskonuna og vinnustelpuna og sagði: — Mikið þykir mér vænt um ykkur. Þykir ykkur ekki líka vænt um mig? Ekki? nú er ég heilt undrandi. Ráðskonan var alltaf hræðilega taugaveikluð þegar gestaboð voru. Oft var einhver ægilega vandasamur matur sem varð að umgangast eftir kúnstarinn- ar reglum. Þar á meðal var ostabúðingur sem hafði þá náttúru að verða að ósjálegri klessu ef hann var ekki étinn samstundis. Þetta var einn af uppáhaldsréttum gamla mannsins. Vesalings ráðskonan var alltaf á nálum um að vinnustelpan gerði nú einhver axarsköft á hinni stuttu leið frá eldavél- inni að borðstofudyrunum. — Svona, inn með þig, hvíslaði hún í megnustu hugaræsingu. — Inn, inn. — Já já, sagði vinnustelpan. — Heldurðu að ég fari út með búðinginn? Gamla ráðskonan var lítið hrifin af svona svörum. Hún hafði mest af æv- inni verið skipsþerna og á sjónum ríkti skilyrðislaus agi. Einhverju sinni þegar henni blöskraði þreif hún handfylli af ostastöngum og grýtti í hausinn 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.