Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1985, Side 63
„I gegnum list að Ijóssins viskusal kynjalönd í leit sinni að viðfangsefnum. Að dómi margra, og þá sérstaklega þeirra sem hafa félagsleg viðhorf að leiðarljósi í umfjöllun sinni um list, felst í þessu heigulslegur veruleikaflótti eða að minnsta kosti vangeta til að takast á við raunhæf úrlausnarefni. Sem afleiðing þessarar gagnrýni hefur sjálft hugtakið rómantík iðulega fengið á sig neikvæða aukamerkingu og jafnvel verið notað sem skammaryrði yfir hvers konar óraunsæja, sjúklega eða úrkynjaða listsköpun. En sé reynt að skyggnast örlítið bak við hugmyndir rómantískra skálda og heimspekinga um list og listsköpun sést fljótt að þessi gagnrýni er vissulega byggð á misskilningi eða rangtúlkunum. Því þó rómantísk list grundvallist í eðli sínu á óánægju með veruleikann og löngun til að yfirgefa hann má færa að því góð og gild rök að vart finnist öllu raunhæfari list til að glíma við þau vandamál sem steðjuðu að þeirri kynslóð manna sem var að vaxa úr grasi á fyrri hluta síðustu aldar, vandamál sem skynsemi og rökhugsun höfðu gefist upp við að leysa. I ákalli sínu til ímyndunaraflsins komst austurríska tónskáldið Franz Schubert m. a. svo að orði: „vernda oss fyrir svokallaðri upplýsingu, þeirri ljótu, hold- og blóðlausu beinagrind.“ Þessi orð lýsa vel skynjun róman- tískra listamanna á veröldinni sem þeir fæðast til. Þeir leituðu að heild, samræmi og fegurð, en hvarvetna blasti við þeim líflaus og sundurtættur óskapnaður, sú heimsmynd sem vísindamenn og heimspekingar 17. og 18. aldar höfðu dregið upp með penna skynseminnar eftir að guðdómlegt kerfi miðaldakirkjunnar hafði verið lagt í rústir. Köld heimspekin hafði eytt öllum töfrum heimsins, gert ógnþrunginn regnbogann að hversdagslegum hlut, klippt vængina af englunum og sigrað alla leyndardóma með reglum og línum, eins og enska skáldið Keats segir í kvæði. Og þessi nýja heimsmynd var ekki aðeins með afbrigðum ljót, hún var einnig í eðli sínu mannfjandsamleg. Veraldarhyggja upplýsingarinnar hafði bæði svipt mann- inn guðlegum uppruna sínum og guðlegri framtíð. Hann var ekki lengur herra jarðarinnar með innhlaup í himnaríki, heldur útlagi í óskiljanlegum heimi. Fyrir dyrum var stöðug og óumflýjanleg eymd jarðlífsins og síðan tilvistarlaus dauðinn. Þannig gaf heimsmyndin á engan hátt tilefni til bjartsýni. Margir sökktu sér niður í lífsleiða, þunglyndi og söknuð eftir glataðri paradís, gerðust jafnvel vonbiðlar hins eilífa og óskeikula dauða. Aðrir neituðu að sætta sig við þessa vonarsnauðu tilveru. Þeir tóku að leita að einhverjum nýjum verðmætum sem gætu fyllt í skörðin og gert lífið þess virði að því sé lifað. Þessi leit var vissulega bæði erfið og hættuleg og margir steyttu á blindskerjum í siglingu sinni um ólgusjó lífsins. Sumum tókst þó að finna raunhæfa leið út úr vandanum og storka á einhvern hátt tilgangsleysinu og tómhyggjunni. Víst er að margar leiðir voru farnar, enda var 19. öldin öld 461
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.