Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1990, Side 108
En þú ísbjörg, hafðir þú ástæðu? Vigdís Grímsdóttir. Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón. Iðunn 1989.284 bls. . . . æ, þú veist, stelpugreyið bjó hjá mömmu sinni sem vildi endilega að hún færi í skóla þó að hún hefði engin efni á að halda henni uppi, svo að stelpan fór að vinna fyrir sér með vændi og endaði á því að drepa mann, viðskiptavin, þú veist, ég held að hann haft alveg átt fyrir því karlógeðið — ég meina hann var ábyggilega orðinn sextugur og hún var hálfgerður ungling- ur . . . pabbi hennar? nei, hann er löngu dáinn — hann drap sig þegar hún var bara átta ára eða eitthvað, það var alveg skelfilegt, og mamma hennar varð geðveik upp úr því... svo held ég að stelpan hafi orðið ólétt, það var eitthvað voðalega einkennilegt . . . ég meina, þetta er ekkert venjulegt líf sem hún hefur lifað, ha ... Svona gæti söguþráðurinn í annarri skáld- sögu Vigdísar Grímsdóttur hljómað í munni Gróu á Leiti yfir borð á kaffihúsi. Ég heiti ísbjörg. Ég er Ijón nefnist bókin og það hefur þurft mikinn kjark til að skrifa hana, bæði til að takast á við melódramatískan efniviðinn og spuminguna hvemig maður segir sögu af þessu tagi; hvemig maður hefur hana upp af kjafta- söguplaninu eða út úr skýrsluforminu. Þá skipta frásagnarháttur og stíll meginmáli. Þegar sagan hefst hefur morð verið framið og stúlkan Ísbjörgbíðureftirlögfræðingi, verjanda sínum, í grænmáluðum klefa. Það væri hægt að hugsa sér ótal leiðir til að heija slíka sögu. Vigdís Grímsdóttir velur kannski þá erfiðustu: Ég heiti ísbjörg. Ég er ljón. Það glampar á sverð réttlætisins í loft- inu. Myrkur. Gulldregin hjöltun sindra. Stjömur þjóta. Gljáandi hvít eggin skelf- ur. Neistar fljúga. Sverðið snýst í kring- um mig. Ég beygi mig ekki þótt söng- urinn hljómi... (9) Upphafið gefur strax ýmsar upplýsingar sem skipta máli. Nafnið kemur fyrst, enda hefur það táknræna merkingu og hefur mótað söguhetj- una meira en flest annað. Næst kemur stjömu- merkið, haldreipi ísbjargar þegar hún er að gefast upp á að vera töff. Svo kemur sýnin: sverð réttlætisins sækir að söguhetju og það gneistar af því framan í lesanda. Það er dirfska og hamsleysi í þessum fyrstu línum sem vand- lega er fylgt eftir alla söguna út í gegn. Sá sem skrifar sleppir sjálfi sínu gersamlega og lifir sig inn í hug þess sem reynsluna hefur, magnar fram sársaukann, beiskjuna, örvæntinguna í sterkri, vægðarlausri tjáningu, sem stundum verður líka ljóðræn: Hér er grænt. Hér er dimmt. Ekki þreifandi myrkurog saggi. Engar rottur skjótast grimmar milli homa og ráðast á skinar ristar fangans og naga. Enginn fangi starir krókloppinn á dags- geisla brjótast gegnum rifu á vegg sem veit út að frelsinu. Ekkert frelsi í kraum- andi síkinu utan rimlanna. Ekkert síki. Fyrir utan langur gangur. Bergmál. Og fótatak. (10) Upphafið segir lesanda líka að hér sé byijað á sögunni þegar hún er langt komin. Uppbygging sögunnar er flókin, farið aftur og fram í tíma til að ná sem sterkustum áhrifum af hverju atviki, en ramminn er græna herbergið og tólf stundir sem Isbjörg fær til að túlka mál sitt fyrir verjandanum. Hún notar þær til að segja honum ævisögu sína, bút fyrir bút. Hann er ungur mað- ur sem lætur framan af eins og fortíðin skipti ekki máli, vill bara einfalda jámingu. ísbjörg kennir honum að meta fortíðina, sýnir honum að ástæður fyrir einum verknaði geta verið margar, samofnar og átt djúpar rætur. TMM 1990:4 106
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.