Ský - 01.04.2007, Side 14

Ský - 01.04.2007, Side 14
 14 sk‡ Hver er stóri munurinn á Ítölum og Íslendingum, hinum heitu og köldu? Eða er munurinn á þjóðunum kannski ekki svo mikill? - Ítalskir vinir mínir segja mig vera heitari en nokkurn Ítala, en ég tel mig góðan og gildan Íslending. Hefðir þú getað náð jafnmiklum árangri ef þú hefðir búið annars staðar? - Sú ákvörðun að flytja til Ítalíu, til að fullnema mig í söngnum, var ekki tekin úr lausu lofti. Staðreyndin er sú að 70 prósent af þeim óperum sem fara oftast á svið eru sungnar á ítölsku. Ég sérmenntaði mig í ítölskum söngstíl; „lirico dramatico“ og „verismo“, vegna þess að báðir þessir söngstílar henta bæði rödd minni og skapferli mínu. Hvað hefði gerst EF, er alltaf erfitt að svara en það kom sér vel fyrir mig að búa hérna á sínum tíma og gerir enn. Hins vegar hefði mér kannski gengið betur á mínum framaferli EF ég hefði verið Ítali því Ítalir hlúa mjög vel að sínum lista- mönnum. En þarna kemur aftur þetta EF.... Óperusöngur er hluti af ítalska menningararfinum sem í dag er líka orðinn stór hluti af ítalska ferðaiðnaðinum og það verður að viðurkennast að stað- reyndin er sú að ef valið stendur um Ítala eða útlending í hlutverk, þá stendur oftast Ítalinn betur að vígi og það er eðlilegt. Á móti kemur að það er ekki laust við að ég hafi stundum öfundað ítalska kollega mína og þá ekki síst fyrir þau hlunnindi sem þeir njóta frá sinni þjóð og ráðamönnum. Ég sjálfur er mjög stoltur af þeirri stað- reynd að ég er sá útlendingur sem hefur sungið oftast og í flestum helstu óperuhúsum hérlendis (Ítalía) síðustu 30 árin. Mér er engin launung á því að við þessir erlendu söngvarar verðum að syngja betur en Ítalir til að jafna leikinn. Blessuð náttúran er bara svona og eflaust myndum við gera slíkt hið sama. Hvenær varstu bestur sem söngvari? - Konan mín segir að ég sé alltaf bestur, hvort sem var í dag eða í gær eða fyrir 20 árum. Þetta er smekksatriði, röddin mín hefur þroskast og breyst og ég syng öðruvísi í dag en fyrir fimm eða tíu árum, enda sæki ég öðruvísi í verkefnaval núna, með tilliti til þroska raddarinnar minnar. Hver er besti óperusöngvari sögunnar? - Hann er skrýtinn þessi heimur í dag, menn og konur vilja gjarnan álykta að sá listamaður sem fjallað er mest um í fjölmiðlum sé álit- inn bestur. Frá mínum bæjardyrum séð hefur enginn ennþá slegið Caruso út. Enn þann dag í dag, eftir 100 ár, er það Caruso sem gefur mér mest þegar ég hlusta og þrátt fyrir vankanta á upptök- unum þá heyrir maður hvernig hjarta hans slær. Hvaða þýðingu hefur það að vera Íslendingur í óperunni? - Í hreinskilni sagt, þá hefur það ekki breytt neinu til eða frá fyrir mig í mínum starfsframa. Annað sem ég hef fundið fyrir er sam- kennd og stolt frá löndum mínum, sem ekki má gera lítið úr. Það segir sig sjálft að það skiptir máli að koma frá stórum óperuþjóðum sem eiga stór óperuhús þar sem listamennirnir eiga heimangengt, það hljóta að vera algjör forréttindi. Ég er handhafi íslensku Fálka- orðunnar og einnig var mér veittur lykill númer eitt að Akureyrarbæ fyrir nokkrum árum og þykir mér mjög vænt um hvorttveggja. Ég er handhafi Ítalska Riddarakrossins og einnig heiðursorðu svæðisins hér þar sem við búum, svo er ég einn af opinberum „sendiherrum“ Gardavatnsins, þannig að ég get ekki verið annað en stoltur. Sumir hafa líkt starfi óperusöngvarans við einstaklings- íþrótt og óperusöngvara við afreksmenn íþrótta, finnst þér sú lýsing passa að einhverju leyti? - Nei, ekki myndi ég vilja segja það. Íþróttamaður keppir og vinnur ef hann er bestur, í söngnum er maður ekki að keppa við neinn því það er auðvitað alltaf smekksatriði hvers og eins, hver syngur best! Hvernig er síðan ráðið í hlutverk í óperunum er svo allt annað mál. Saknar þú einhvern tíma meiri stuðnings frá Íslandi sem hefði auðveldað þér að ná samningum erlendis; til dæmis við útgáfufyrirtæki? - Að sjálfsögðu, ef ég á að vera hreinskilinn. Margir kollegar mínir eru styrktir af stórfyrirtækjum þeirra eigin þjóða, jafnvel til að Sem Dick Johnson úr La Fanciulla del West, Puccini - sem var sýnd í Teatro Massimo í Palermo.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.