Ský - 01.04.2007, Side 19

Ský - 01.04.2007, Side 19
 sk‡ 19 „Þetta starf gefur mér aukið sjálfstraust. Þá kynnist ég nýju fólki og tungumálum.“ íslenskar fyrirsætur „Matta er algjör nagli og kvartar aldrei. Hún hefur verið hjá Eskimo frá því hún var 14 ára en fór ekki til starfa erlendis á okkar vegum fyrr en hún er orðin 17 ára. Matta lætur fara lítið fyrir sér og er afar fagmannleg í starfi. Hún hefur starfað í Evrópu í átta mánuði samfleytt.“ Andrea Brabin hjá Eskimo Þ að var Andrea Brabin hjá Eskimo sem uppgötvaði Matthildi Lind Matthíasdóttur ef svo má að orði komast. Þá fór boltinn að rúlla og hefur ekki stöðvast síðan. Matthildur hefur unnið í Mílanó, París og London hjá umboðsskrif- stofunum Women í Mílanó, Karin mod- els í París og Models 1 í London þar sem hún starfar í dag. Þar tók hún nýlega þátt í tískuvikunni sem haldin var í borginni. Myndir af Matthildi hafa birst í ýmsum tímaritum svo sem Grazia á Ítalíu og í frönsku tímaritunum Tresor, 20 Ans, Lush og Flavor. Aðspurð um hvað hún telji vera markverðast á ferlinum segir Matthildur: „Þegar ég vann hjá Roberto Cavalli.“ Hún segir að til að ná langt þurfi fyrirsæta að hafa sjálfstraust, vera skipulögð og sjálfstæð og auðvitað búa yfir sjarma. „Þetta starf gefur mér aukið sjálfstraust. Þá kynnist ég nýju fólki og tungumálum.“ Matthildur Lind Matthíasdóttir Mílanó, París og London Matthildur Lind Matthíasdóttir.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.