Ský - 01.04.2007, Síða 48

Ský - 01.04.2007, Síða 48
 48 sk‡ Kvikmyndaskóli Íslands Böðvar Þór Unnarsson hóf nám í Kvikmyndaskóla Íslands í fyrra, samhliða því sem hann var að ljúka námi í fornleifafræði við Háskóla Íslands: „Það var búið að gerjast með mér í nokkurn tíma að fara út í kvikmyndagerð. Ég hef mikinn áhuga á heimildarmyndum og áhuga á að segja sögur. Til að komast nær þessum áhugamálum mínum var tilvalið að mínu mati að fara í nám í kvikmyndagerð og ég var ekkert að bíða með það þótt ég ætti eftir að vinna lokaritgerð mína í fornleifafræðinni.“ Böðvar hafði ekki mikið gert að því að kvikmynda áður en hann hóf nám í Kvikmyndaskólanum: „Ég var dálítið að fikta við það þegar ég var strákur en ekki síðustu árin. Segja má að áhuginn á kvikmyndagerð hafi gerjast meðfram náminu í fornleifafræði. Ég sá að vöntun var á því að fornleifafræði væri sinnt í gegnum þennan miðil og sú staðreynd er angi af því að ég tók ákvörðun um að sækja nám í Kvikmyndaskólanum.Ég var í fyrra í tvöföldu námi en er núna aðeins í kvikmyndanáminu.“ Böðvar vann í sumar við fornleifagröft í Öræfasveit og var með myndavélina með sér: „Ætlunin var að ná sér í æfingu meðfram starf- inu, en það vannst nú ekki mikill tími til þess, enda í fullri vinnu við að grafa og erfitt að mynda í leiðinni. Ég mætti samt góðum skilningi og fékk að taka fram myndavélina af og til og mynda það sem við vorum að gera. Um leið var ég að finna út hverjir væru möguleikarnir á að gera heimildarmyndir um fornleifagröft.“ Böðvar segir fjölbreyttan hóp nemenda í skólanum: „Í mínum bekk koma nemendur úr mörgum áttum og eftir að hafa farið í grunninn á alhliða kvikmyndagerð í upphafi, höfum við fundið okkur þær greinar í kvikmyndagerð sem áhuginn er mestur á og störfum saman og hvert í sínu lagi. Við erum núna að læra um leik- stjórn auk þess sem lokaverkefnin eru í undirbúningi.“ Böðvar er að lokum spurður hvort hann hafi gert upp hug sinn hvort hann ætli að starfa sem kvikmyndagerðarmaður eða fornleifa- fræðingur: „Ég er alveg búinn að gera það upp við mig að starfa að kvikmyndagerð, svo framarlega sem áætlanir mínar standast. Ég fann mig fljótt í faginu eftir að ég hóf námið og áhuginn hefur aukist. Það hefur ekki reynst erfitt fyrir þá sem hafa útskrifast að fá vinnu við kvikmyndagerð og ég ætla að reyna fyrir mér á þessum markaði þegar ég hef útskrifast. Ég er allavega ekki í augnablikinu að hugsa um framhaldsnám, en útiloka það ekki enda veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Böðvar Þór Unnarsson, nemandi við Kvikmyndaskóla Íslands: Úr forleifafræði í kvikmyndagerð Böðvar Þór Unnarsson: „Ég fann mig fljótt í faginu eftir að ég hóf námið og áhuginn hefur aukist.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.