Ský - 01.04.2007, Side 50

Ský - 01.04.2007, Side 50
 50 sk‡ Kommúnistinn sem njósnaði fyrir Bandamenn M örgum kann því að þykja það skrítið að íslenskur maður var um árabil í þjónustu Breta og Banda- ríkjamanna á Íslandi og veitti þeim stoltur upp- lýsingar sem komu þeim að notum. Það sem enn undarlegra var að þessi maður var einn af stofn- endum Kommúnistaflokks Íslands, hafði setið fundi með Lenín og bróðir hans hafði verið á skóla fyrir unga kommúnista í Moskvu. Faðir hans var fyrsti formaður Alþýðusambands Íslands og þar með Alþýðuflokksins. Þessi hjálparhella og upplýsingagjafi var Hendrik Ottósson. Hendrik leyndi því ekki að hann hefði gefið hernum mikilvægar upplýsingar heldur ritaði bók um reynslu sína, Vegamót og vopnagný, en hún kom út árið 1951. Hann er eini íslenski mað- urinn sem vitað er með vissu að hafi verið heimildarmaður Breta um íslenska nasista. Drengskaparmaður, kommúnisti og uppljóstrari Hendrik Ottósson var lengi fréttamaður á Ríkisútvarpinu. Áður hafði hann séð fyrir sér með kennslu og þýðingum, auk þess sem hann stundaði ritstörf. Hann skrifaði meðal annars skemmtilegar drengjabækur frá æskuárum sínum í vesturbænum, um Gvend Jóns og félaga. Hendrik var fæddur árið 1897. Hann giftist þýskri konu af gyðingaættum, Henny Goldberg, sem hér var landflótta. Með því bjargaði hann henni og Pétri syni hennar frá því að vera vísað úr landi skömmu fyrir heimsstyrjöldina. En úr þessu drengskaparbragði varð ástríkt hjónaband sem entist meðan bæði lifðu. Hendrik var að mörgu leyti sérstæður maður. Í niðurlagsorðum að áðurnefndri bók sinni segist hann hafa verið mikill gæfumaður og eitt af því sem hann þakkar fyrir er fótabæklun sem hann fæddist með, en hún varð til þess að hann hafði afar sérstætt göngulag. Haustið 1939 voru kommúnistar settir í erfiða aðstöðu. Fram að því höfðu Hitler og fasistar verið helstu andstæðingar þeirra. Þegar Stalín og Hitler gerðu með sér griðasáttmálann var veröldinni snúið á hvolf. Sovétmenn réðust á Pólverja og Finna meðan Bretar og Frakkar lýstu yfir stríði við Þjóðverja. Hérlendis lýstu margir fyrir- litningu sinni á íslenskum kommúnistum sem ekki vildu gagnrýna Sovétmenn fyrir árásina á Finnland. Hendrik var alla tíð sjálfstæður í skoðunum þó að hann væri sanntrúaður kommúnisti. Hann var Ásakanir um njósnir á kaldastríðsárunum hafa gengið á báða bóga undanfarna mán- uði. Annars vegar hafa fundist skjöl sem sýna náin tengsl íslenskra sósíalista við Sovétmenn og peningagreiðslur til þeirra. Hins vegar hefur leynd verið létt af dómsúrskurðum þar sem heimilaðar voru hleranir á símum nokk- urra forystumanna Sósíalistaflokksins og síðar Alþýðubandalagsins. Þung orð falla á báða bóga, en fáir vilja nú láta bendla sig eða nána ættingja sína við þjónkun við erlent vald. Njósnarar Texti: Benedikt Jóhannesson • Ljósmyndir: Ýmsir Quill majór (t.v.) var yfirmaður njósnadeildar breska her- námsliðsins.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.