Ský - 01.04.2007, Page 53

Ský - 01.04.2007, Page 53
 sk‡ 53 Njósnarar Eitt kvöldið hafði borist fregn af því að þýskur kafbátur hefði sést í Viðfirði. Cochran þurfti að kanna málið og fór með hermönnum út með firðinum þar sem nú er vitinn í Norðfirði. Þeir Reynir höfðu mælt sér mót, en þegar hann var farið að lengja eftir Bretanum fór hann á bíl sem hann hafði að láni og ók út eftir til þess að huga að honum. Á áfangastað sér hann Bretana liggja á jörðinni og beina kíkjum út á fjörð- inn. Reynir blikkaði með ljósunum til þess að láta vita af sér, en þegar Cochran kom ekki skreið hann eftir skurði í átt að þeim og sló á öxlina á honum þegar þangað kom. „Þér er óhætt að koma með mér núna,“ sagði hann við Cochran, „því að ég er búinn að gefa kafbátinum merki um að fara.“ Þeir skriðu svo tveir til baka en þegar þeir voru komnir í bílinn sagði Cochran: „Nú hefði ég átt að skjóta þig. Þetta var náttúrlega svolítið fyndið hjá þér, en þú máttir ekki tala svona við mig fyrir framan undirmenn mína.“ Svo óku þeir heim til Reynis og fengu sér kaffi saman. Þegar Cochran fór svo frá Norðfirði sagði hann Reyni að aðalerindið hefði verið að njósna um hann. „En hann hefur ekki talið mig viðsjárverðari en svo að þegar ég var í siglingum til Englands árið eftir lenti ég ekki í neinum vandræðum, svo að ég hef ekki verið á neinum listum þar,“ segir Reynir. „Hann sendi mér svo nokkrum sinnum póstkort eftir að hann fór, en ég hef ekkert heyrt í honum eftir stríð og veit ekkert um afdrif hans.“ Í fyllsta trúnaði Önnur saga sem gerðist ári síðar sýnir glöggt hvernig sögur gátu orðið til á þessum tíma. Þá var Reynir staddur í Reykjavík. Hann var þá vélstjóri á vélbátnum Magnúsi sem hafði bilað og var á Akureyri til viðgerða en reynir fór til Reykjavíkur til þess að fá vara- hluti. Hann hafði sjaldan verið í Reykjavík, en gisti í Mýrarholti við Bakkastíg hjá frændfólki sínu. Um kvöldið sat Reynir á spjalli við Vilhelm Kristinsson frænda sinn þar, en þeir voru þá báðir liðlega tvítugir. Jóhannes bróðir Reynis hafði búið heima hjá Vilhelm og fjölskyldu hans á mennta- skólaárum sínum. Þeir frændur sitja inni á herbergi en þá sér Villi út um gluggann að frændi hans, Axel Norðfjörð, er á leiðinni í húsið. Þá segir Villi við Reyni að þegar Axel komi eigi hann að standa upp og segja: „Er þetta Axel? Andskoti ert þú orðinn stór.“ Engar frekari skýringar fylgdu, en Reynir lofaði að gera eins og honum var sagt. Þetta gekk eftir þegar Axel kom, en hann horfir furðu lostinn á gestinn og segir: „Jóhannes, ert þú kominn til lands- ins.“ Villi sprettur á fætur, sussar niður í Axel, dregur fyrir gluggann og kíkir laumu- lega fram á gang og segir í hálfum hljóðum: „Já, Jóhannes kom á þýskum kafbát í nótt og var settur í land í Gróttu. Nú á hann að hressa upp á flokksstarfið og hitta alla aðalnasistaforingjana hér á landi til þess að blása lífi í glæðurnar. En þetta má ekki fyrir nokkurn mun fréttast.“ Reynir sem nú var orðinn Jóhannes tók nú að segja ýmsar fréttir frá Þýskalandi og lýsa ferðinni með kafbátnum. Axel varð býsna opinmynntur yfir þessum miklu tíðindum en ekki er að orðlengja það að hann sver og sárt við leggur að hann muni ekki minnast á þetta við nokkurn mann og fer svo á brott. Var þá enn áréttað að þetta yrði allt að vera „í fyllsta trúnaði.“ Þegar hann er farinn veltast þeir Reynir og Villi um af hlátri því að hrekkurinn gekk alveg upp. Daginn eftir fór Reynir aftur norður með varahlutina. En um hádegisbil þennan dag hringdi Bjarni Benediktsson, sem þá var borgarstjóri, heim til foreldra sinna á Skólavörðustíg 11, til þess að spyrja hvort það gæti verið að Jóhannes Zoëga væri kom- inn til landsins, en Jóhannes var trúlofaður Guðrúnu, systur Bjarna. Þetta hefði kvisast til hernaðaryfirvalda og Bjarni hafði fengið upplýsingar um þetta frá lögreglunni. Axel hafði þá ekki haldið trúnaðinn betur en svo að hann var varla kominn út frá Villa þegar hann hitti einhvern úr „innsta hring“ sem hann taldi óhætt að skýra frá þessari stór- merkilegu frétt. Sá reyndist ekki innvígðari en svo að „óvinurinn“ var strax kominn með upplýsingarnar. En Reynir hafði látið Guðrúnu vita af sér í bænum svo að málið skýrðist og ekki urðu af því frekari eft- irmál. Hann telur það þó mikla mildi að Bretarnir höfðu samband við Bjarna en ekki Hendrik sem hefði trúað öllu illu upp á þessa menn á „svarta listanum.“ Í lokin áréttar Reynir að hann hafi sagt okkur þessa sögu „í fyllsta trúnaði.“ sky , Tómas Zoëga, sparisjóðsstjóri, og Reynir sonur hans voru á svarta listanum.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.