Ský - 01.04.2007, Side 80

Ský - 01.04.2007, Side 80
 80 sk‡ Suðurkjördæmi er víðfeðmt og staðhættir og atvinnulíf þar býsna ólíkir frá einni sveit til annarrar. Á Suðurnesjum eru þjón- ustugreinar og ýmis starfsemi tengd flugi á Keflavíkurflugvelli sú atvinnustarfsemi sem íbúarnir byggja afkomu sína helst á – og svo fiskvinnsla og útgerð. Sjávarútvegur skiptir einnig miklu fyrir byggð í Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði. Í sveitunum á Suðurlandi byggist atvinnu- líf að verulegu leyti á landbúnaði, þar sem nýjum greinum eins og ferðaþjónustu vex stöðugt ásmegin. Byggðarlögin á Árborgarsvæðinu, til að mynda Hveragerði og Selfoss, hafa á síðustu árum vaxið hratt á undanförnum árum og íbúum fjölgað mikið. Þar hafa verið sett á laggirnar fjölmörg ný fyrirtæki sem m.a. byggja á því að veita þjónustu eigendum þeirra þúsunda sumarhúsa sem eru í upp- sveitum Árnessýslu og víðar á Suðurlandi. Raunar sækir sumarhúsafólk í sveitasæluna árið um kring og margir í þeim hópi geta með traustum rökum talist til heimamanna. Endurspeglar það öðrum þræði eðlisbreyt- ingu sem orðið hefur í Suðurkjördæmi síð- ustu ár. Þannig teljast byggðir á Reykjanesi og á Árborgarsvæðinu nú hluti af höf- uðborgarsvæðinu – og íbúarnir njóta í senn alls hins besta sem sveit og borg hafa upp á að bjóða. sky , SUÐURKJÖRDÆMI Sveit og borg í senn Skaftafell. Þjóðgarður þar sem Hvannadalshnjúkur - hæsta fjall landsins - gnæfir yfir, 2.111 metrar á hæð. Vestmannaeyjar. Einstæður staður sem lætur engan ósnortinn.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.