Ský - 01.04.2007, Page 87

Ský - 01.04.2007, Page 87
 sk‡ 87 fyrstu kvikmynd, Waiting To Exhale, sem naut mikilla vinsælda. Í nánast öllum hlutverkum voru svartir leikarar og í aðalhlutverkum Whitney Houston og Angela Bassett. Hann leikstýrði síðan tveimur kvikmyndum til viðbótar, Hope Floats (1998) með Söndru Bullock og Harry Connick jr. í aðalhlutverkum og First Daughter (2004) þar sem Katie Holmes lék forsetadóttur sem ekki lætur að stjórn. Þá stofnaði hann eigið framleiðslufyrirtæki sem hefur bæði framleitt kvikmyndir og sjónvarpsefni. Forest Whitaker hefur ekki slakað á eftir leiksigur sinn í The Last King of Scotland. The Air of Breath og Ripple Effect, sem hann lék í áður en The last King of Scotland var tekin til sýningar, bíða frumsýn- ingar. Myndirnar Vantage Point og Where The Wild Things Are eru í lokavinnslu og um þessar mundir leikur Whitaker í sakamálamynd sem nefnist Winged Creature þar sem mótleikkonur hans eru Kate Beckinsale og Dakota Fanning. Tengsl við Ísland Það þótti tíðindum sæta þegar Baltasar Kormákur fékk Forest Whitaker til að leika eitt aðalhlutverkið í A Little Trip To Heaven, sem var tekin upp hér á landi þótt hún eigi að gerast í Minnesota. Leikur hann rannsóknarmann á vegum tryggingafyrirtækis sem vinnur að því að leysa tryggingasvindl. Eftir að grunsamlegt mál um árekstur lendir á borði tryggingafyrirtækisins er hann sendur á stjá til að kanna málið. Myndin fékk ágætar viðtökur þótt ekki hafi hún fengið mikla dreifingu úti í hinum stóra heimi. Lagði Whitaker sitt af mörkum til að gera hana eftirminnilega. Ekki er Forest Whita- ker laus við Ísland þar sem Valdís Óskarsdóttir klippir Vantage Point sem verður frumsýnd í október en í henni leikur Whitaker eitt aðalhlutverkið. Valdísi til aðstoðar er Sigvaldi J. Kárason, en hann var ein- mitt einn þriggja klippara A Little Trip To Heaven. Forest Whitaker hefur alla tíð verið annálað góðmenni, hann kemur vel fyrir og er yfirleitt hinn alúðlegasti í viðkynningu. Ekki græðir slúðurpressan mikið á honum. Whitaker hefur verið kvæntur leik- konunni Keishu Nash í tíu ár. Þau hittust þegar bæði léku í Blown Away. Þau eiga fjögur börn, tvö saman, Sonnet og True. Einn son, Ocean, átti hann fyrir og hún átti fyrir dóttirina Autumn. Þegar Forest Whitaker var nýlega spurður hverjar væru minn- isstæðustu kvikmyndirnar af þeim sem hann hefur leikið í nefndi hann þrjár: „Bird, vegna þess að í þeirri mynd tel ég mig hafa þroskast sem listamaður. Ghost Dog: The Way of The Samurai vegna þess að við gerð hennar fór ég að skilja sitthvað um sjálfan mig sem ég hafði ekki áður gert mér grein fyrir. The Last King of Scotland, vegna þess hvernig mér tókst að koma í eina persónu allt sem ég hef lært á mínum leikferli.“ sky , hlutverkum sem urðu síðan þekktir, eins og Sean Penn, Jennifer Jason Leigh, Nicolas Cage, James Russo, Anthony Edwards og Judge Reinhold. Næstu árin lék Whitaker jöfnum höndum í kvikmyndum og sjónvarpi og fékk smátt og smátt stærri hlutverk, meðal annars gott hlutverk í Platoon, lék á móti Robin Williams í Good Morning Vietnam, á móti Paul Newman í Color of Money og á móti Richard Dreyfuss í Stakeout, misstór hlutverk sem hann gerði góð skil, en ekki aðalhlutverk. Eitthvað hefur Clint Eastwood séð í Forest Whitaker sem tengdi hann við goðsögnina Charlie Parker þar sem Eastwood bauð Whitaker titilhlutverkið í Bird. Sú mynd var byggð á síðustu árum Parkers, sem hafði viðurnefnið Bird. Whitaker olli Eastwood ekki vonbrigðum, stóð sig frábærlega í hlutverkinu, var sannfærandi með saxófóninn og eins og áður segir hlaut hann verðlaun sem besti leikarinn í Cannes. Í kjölfarið gat Whitaker farið að vanda betur hlutverkavalið. Hann lék nú í mörgum gæðamyndum; einna eft- irminnilegastur var hann í hlutverki hermannsins í The Crying Game og sem mafíumorðinginn í Ghost Dog: The Way of the Samurai. Forest Whitaker lék í mörgum myndum á tíunda áratugnum en fór í leiðinni að líta í aðrar áttir og 1995 leikstýrði hann sinni Idi Amin (Forest Whitaker) í skotapilsi. Forest Whitaker við tökur á A Little Trip to Heaven. Kvikmyndir Hvernig Forest Whitaker nálgaðist Idi Amin „Þetta var lífsreynsla sem breytti lífi mínu. Ég fór til Úganda með það í huga að reyna að skilja hvernig það væri að vera fæddur og uppalinn í Úganda. Ég vildi skilja hvernig þeir matast, hvernig þeir ala upp börnin sín og koma fram við eiginkonur sínar. Ég fékk leyfi yfirvalda til að kanna allt sem mig langaði að kanna. Ég settist með bróður Idi Amins undir mangótré og hann sagði mér sögur af bróður sínum, hvernig hann hefði verið og að hann hefði haldið tryggð við fæðingarbæ sinn með því að stofna til knattspyrnu- eða rugbyleikja. Allur þessi undirbúningur hjálpaði mér við að skilja Amin, komast nærri hugsunum hans og af hverju hann hagaði sér eins og raunin varð. Í lokin var ég 24 tíma á sólarhring í hlutverki Amins, í vöku sem draumi. Það var ekki fyrr en kvikmyndatökum lauk að ég leyfði mér að sleppa persónunni. Það fyrsta sem ég gerði þá var að fara í sturtu vegna þess að mér fannst ég þurfa að skrúbba hann af mér. Ég lét það ekki nægja heldur byrjaði að kalla og öskra til að losna við rödd Amins og öðlast aftur mína eigin rödd.“

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.