Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTIR Mikið að gera Sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæð- inu fara að jafnaði í 50 til 100 útköll á dag, að sögn Ólafs Sigþórssonar. Stundum fara sjúkrabifreiðar í fylgd lögreglu. SÍÐA 2 ÖFLUG SÖLU- STAÐIR Roseberry er fáan-legt í flestum apó-tekum, heilsubúð-um og heilsuhillum stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar eru á www.gengur-vel.is. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014 Þriðjudagur 14 SÉRBLAÐ Fólk Sími: 512 5000 21. júlí 2015 169. tölublað 15. árgangur Boða breytingar í haust Nefnd um endurskoðun á stjórnar- skránni stefnir á að leggja fyrir Alþingi frumvarp um breytingar næsta haust. Forseti Íslands fékk afhentar undirskriftir frá hópnum Þjóðareign í gær. 8 SKOÐUN Kjartan Magnússon borgar- fulltrúi gagnrýnir ráðningu sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg. 16 SPORT Sonurinn bar kylfurnar þegar Birgir Leifur náði frábærum árangri á sterku móti erlendis. 26 Ályktun vegi að félagasamtökum Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að fyrirtæki og félög verði að leita samþykki einstaklinga fyrir sms- og tölvupóstsendingum. 2 Fjögurra ára fangelsi Kristján Markús Sívarsson var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðs- dómi Reykjaness í gær fyrir frelsis- sviptingu og gróf ofbeldisbrot. 4 Í baráttu gegn ISIS David Cameron, forsætisráðherra Breta, kynnti í gær áætlun um að vinna bug á upp- risu herskárra íslamista. Hann segir raddir þeirra öfgafullu yfirgnæfa hina hófsömu. 12 HVALVEIÐIN HELDUR ÁFRAM Hvalveiðitímabilið hófst í lok júní og þegar hafa 20 hrefnur verið veiddar og 38 langreyðar. Unnið var að hvalskurði í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir Ísland oft litið hornauga vegna veiðanna og vill skoða hvort draga eigi úr þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL ALLIR LITIR KOMNIR AFTUR SYLVESTER með krómfótum VERÐ KR. 9.990 FULLT VERÐ 13.990 LÍFIÐ Halda styrktartónleika fyrir sjálfar sig áður en þær fara til Holly- wood í leiklistarnám eftir mánuð. 30 SAMFÉLAGSMÁL L ei kskóla r Reykjavíkur eru tregari til að tilkynna barnaverndarmál en grunnskólar borgarinnar. Þetta segir Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnavernd- ar Reykjavíkur. Halldóra segir að þótt skól- ar og leikskólar sinni frekar til- kynningaskyldu sinni nú en fyrir nokkrum árum séu leikskólar ólíklegri til að tilkynna um van- rækslu eða ofbeldi á börnum en grunnskólar. „Ég held að það tengist beinum og nánum sam- skiptum leikskólanna við foreldra barnanna. Það er ákveðinn ótti við að barn hætti að mæta í leik- skólann eða það skipti um skóla.“ Einnig óttist skólastarfsmenn viðbrögð foreldra þegar tilkynnt er um heimilisaðstæður. „For- eldrarnir koma fokvondir yfir því að málið hafi verið tilkynnt og þá finnst fólki kannski að betur hefði mátt kyrrt liggja.“ Halldóra segir að tilkynningar strandi líka á vantrú skólastjórn- enda og kennara á barnaverndar- kerfinu í heild sinni. Margir telji að barnaverndaryfirvöld bregðist ekki við tilkynningum um ofbeldi og vanrækslu. „Skólarnir eru ekki alltaf ánægðir með okkur. Þeim finnst við ekki gera nóg og ekki nógu hratt. Þetta eru miklar tilfinningar þegar verið er að horfa á börn sem líður illa. En það að þú tilkynnir til Barnaverndar þýðir ekki endilega að einhver stökkbreyting verði á lífi barnanna á einum degi.“ Hún segir að það eigi frekar við um mál þar sem börn eru ekki skilgreind í stórhættu. Komi mjög alvarleg mál inn á borð Barnaverndar sé reynt að grípa inn í strax með einhverjum hætti. Samskipti skóla og barnavernd- arnefndar eru almennt góð, að mati Halldóru. Vantrú skólanna á Barnavernd standi þeim þó fyrir þrifum. „Ég geri mér grein fyrir því að skólarnir hafa allt- af haft áhyggjur af þessum trún- aði sem er í eina átt. Þeir þurfa að tilkynna til nefndarinnar en Barnavernd getur ekki upplýst um afdrif málsins. Skólafólki finnst það stundum flókið að vita ekki hvað er gert.“ Hún segir að leyfi þurfi frá for- eldrum til að hafa opnari sam- skipti á milli skóla og Barna- verndar um málefni barns. Annars sé nefndin bundin trún- aði. „Við getum ekki gengið fram hjá vilja foreldranna varðandi samskipti við skólana.“ - snæ / sjá síðu 6 Leikskólar tilkynna síður um vanrækslu Persónuleg samskipti leikskólakennara við foreldra barna koma í veg fyrir að til- kynnt sé um slæmar heimilisaðstæður. Leikskólakennarar óttast líka viðbrögð foreldra. Vantraust ríkir hjá skólum og leikskólum til starfa barnaverndarnefndar. Foreldr- arnir koma fokvondir yfir því að málið hafi verið til- kynnt og þá finnst fólki kannski að betur hefði mátt kyrrt liggja. Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur FERÐAÞJÓNUSTA Ragnheiður Elín Árnadóttir ferðamálaráðherra segir fréttir af salernisvandræð- um erlendra ferðamanna ekki koma á óvart. Náttúrupassinn hafi verið heildstæð lausn mála. Ráðherrann tekur mestmegn- is undir hugmyndir félaga sinna í ríkisstjórnarsamstarfinu um breytingar á skatt- og tollkerfinu í ferðaþjónustunni. - fbj / sjá síðu4 Vill eitt virðisaukaskattþrep: Vandræðin eru ekki óvænt 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 2 -F 2 5 C 1 7 5 2 -F 1 2 0 1 7 5 2 -E F E 4 1 7 5 2 -E E A 8 2 8 0 X 4 0 0 1 A F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.