Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 4
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 Elín, er verið að mjólka neytendur? „Já, það á að smyrja ofan á verðið.“ Verðlagsnefnd búvöru hefur hækkað verð á mjólk og mjólkurafurðum um 3,58 prósent að undanskildu smjöri sem hækkar um 11,6 prósent. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, gagnrýnir verðhækkunina sem hún segir að lendi á neytendum og bændum. FERÐAÞJÓNUSTA „Það sem kemur kannski mest á óvart er að þetta komi á óvart,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, um fregnir af salernisvandræðum erlendra ferðamanna hérlendis. Ragnheiður segir náttúrupassann hafa átt að vera heildstæða lausn á ýmsum vandamálum sem aukinn fjöldi ferðamanna hefur í för með sér. „Vegna þess að það eru svo margir sem bera ábyrgð í þessum málum að það er ekki hægt að leysa þetta nema með samstarfi.“ Ríkisstjórnin ákvað í maí, eftir að ljóst varð að ekkert yrði úr frum- varpi um náttúrupassa, að veita 850 milljónir til verkefna á fjölförnum ferðamannastöðum. Ragnheiður segir að þar af hafi um tíu prósent fjárhæðarinnar farið í að bæta sal- ernisaðstöðu víða um land. „Það sem vekur athygli mína við þessar fréttir er að þær koma frá stöðum þar sem þessi mál eru bara alveg í lagi. Þetta er þá bara eitt- hvert hegðunarvandamál sem ég bara veit ekki hvernig á að leysa og það eru ferðaþjónustuaðilar sem þurfa að taka á þessu máli með sínum gestum. Þetta er bara meira eins og uppeldismál,“ segir Ragn- heiður. Ráðherra telur ljóst að það sé ekki aðeins skortur á fjármagni sem valdi vandræðum við upp- byggingu ferðamannastaða. Ragn- heiður nefnir sem dæmi að í fyrra hafi ráðuneytið úthlutað 380 millj- ónum króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða til uppbyggingar og verndaraðgerða á ferðamanna- stöðum. „Þetta átti að klárast fyrir sum- artraffíkina, til að koma í veg fyrir skemmdir á náttúrunni og tryggja öryggi ferðamanna. Í sumar- byrjun núna 2015 voru enn eftir í sjóðnum af þessari sérstöku fjár- veitingu tæplega 200 milljónir sem ekki hafa gengið út þar sem greitt er út eftir framvindu verkefnis- ins,“ segir Ragnheiður. Hún nefn- ir sem dæmi að í sumum tilfellum hafi ekki fengist verktakar, sum- arið hafi verið rigningasamt eða að komið hafi í ljós að það þyrfti að hanna meira. „Allar skýringar góðar og gild- ar en þetta segir manni að það er ekki bara skortur á fjármagni sem er að hefta uppbyggingu og úrbæt- ur á ferðamannastöðum heldur oft skipulagsmál á forræði sveitarfé- laga eða skortur á undirbúningi. Þarna verðum við einfaldlega að taka höndum saman og leysa úr.“ Ragnheiður tekur að einhverju leyti undir með þeim Vigdísi Hauksdóttur, þingmanni Fram- sóknarflokksins, sem og flokks- bróður sínum, Jóni Gunnarssyni, sem lýstu því yfir um helgina að þau teldu rétt að virðisaukaskatt- ur yrði hækkaður á ferðaþjónustu, en hann hefur mestmegnis verið í lægra þrepi skattsins, og sumar greinar verið undanþegnar virðis- aukaskatti. Hún segir vinnu þegar hafna við að fækka undanþágum í greininni. Hvalaskoðunarferðir hafi verið teknar inn í kerfið, bað- staðir verði einnig settir inn og þá séu eftir hópbifreiðar og leigubílar. „Fjármálaráðherra er að vinna með Samtökum ferðaþjónustunn- ar í þessum málum. Þetta er ekki síður ferðaþjónustuaðilunum í hag þar sem þeir hafa ekki getað nýtt sér innskatt vegna þessa. Varðandi þrepin þá tek ég undir það sem komið hefur fram en við þurfum að fara kannski gætilegar í þeim efnum þar sem við erum í samkeppni við útlönd og það þarf að passa að við séum samkeppnis- hæf. Framtíðarstefnan er að vera bara með eitt virðisaukaskattþrep sem gildir almennt fyrir alla og án undanþága. Þannig kerfi vil ég sjá,“ segir Ragnheiður Elín. fanney@frettabladid.is Ekki bara fjármagnsskortur sem hindrar uppbyggingu Ferðamálaráðherra segir salernisvandamál ferðamanna ekki koma á óvart. Oft hindri skipulagsmál eða skortur á undirbúningi við uppbyggingu frekar en skortur á fjármagni. Tekur undir hugmyndir um breytingar á skattkerfi. SALERNI VIÐ ÞINGVELLI Ráð- herra ferðamála segir þau vand- ræði sem komið hafa upp vegna ágangs erlendra ferðamanna ekki koma á óvart. Náttúrupassinn hafi átt að taka heildstætt á þessum málum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Fram- tíðarstefnan er að vera bara með eitt virðisauka- skattþrep sem gildir al- mennt fyrir alla og án undanþága. Þannig kerfi vil ég sjá. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra ALÞJÓÐAMÁL Bandaríkjamenn opnuðu sendi- ráð sitt í Kúbu og Kúbumenn opnuðu sendiráð sitt í Bandaríkjunum í gær þegar formlegu stjórnmálasambandi milli landanna var aftur komið á. Stjórnmálasambandi var slitið árið 1961 í kjölfar byltingar Fidels Castro. Vegna opnunar sendiráðanna var fáni Kúbumanna settur upp í byggingu utanríkis- ráðuneytis Bandaríkjanna innan um hóp fána þeirra ríkja sem reka sendiráð í Bandaríkjun- um. Kúbverski fáninn fær nú að standa á milli fána Króatíu og Kýpur. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, tók á móti Bruno Rodriguez, utanríkis- ráðherra Kúbu, í tilefni af opnun sendiráð- anna í gær. Rodriguez dró kúbverska fánann að hún við hið nýja sendiráð Kúbumanna í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Á meðan kölluðu viðstaddir „Fidel! Fidel!“ og „lifi Raul!“ til að hylla Fidel og Raul Castro, bræðurna sem hafa stjórnað Kúbu frá 1959. Þróunin í átt að opnun sendiráða var nokk- uð hröð en Barack Obama Bandaríkjaforseti og Raul Castro, forseti Kúbu, funduðu saman í Panama í apríl síðastliðnum eftir að tilkynnt hafði verið um vinnu að bættum samskiptum ríkjanna í desember. - þea Kúbumenn opnuðu sendiráð í Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn opnuðu einnig sendiráð á Kúbu: Stórt skref stigið í samskiptum ríkjanna STJÓRNMÁLASAMBAND Fáni Kúbu stendur nú milli fána Króatíu og Kýpur í byggingu utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Kristján Markús Sívarsson var í gær dæmdur í fjögurra ára og níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness auk þess að vera sviptur ökuréttindum. Ríkharð Júlíus Ríkharðsson hlaut 38 mánaða dóm og 36 þeirra eru skilorðsbundnir. Marteinn Jóhannsson hlaut átta mánaða dóm en sex mánuðir eru skilorðsbundnir. Um var að ræða nokkrar ákærur sem teknar voru fyrir í sama máli. Kristján Markús var sakborning- ur í öllum kærunum. Hann var til að mynda ákærð- ur fyrir fimm ofbeldisbrot, tvær frelsissviptingar, þjófnaði og umferðarlagabrot. Allir þrír voru þeir sakfelldir fyrir frelsissvipt- ingu í Kópavogi í fyrra þegar þeir komu inn á heim- ili manns og beittu hann barsmíðum. Kristjáni var gefið að sök að hafa ásamt tveimur öðrum einstaklingum svipt nítján ára pilt frelsi sínu og haldið honum nauðugum á heimili föður Krist- jáns í Vogum á Vatnsleysuströnd. Þar beittu þeir hann grófu ofbeldi meðal annars með því að gefa honum rafstuð í kynfærin, stinga hann með spraut- unál og neyða hann til að drekka smjörsýru. Vitorðsmenn Kristjáns fengu annars vegar níu mánaða skilorðsbundinn dóm til þriggja ára og hins vegar fjórtán mánaða dóm og þar af tólf mánuði skilorðsbundna. - jóe, srs Þrír dæmdir í fangelsi fyrir frelsissviptingu og ofbeldisbrot í Kópavogi í fyrra: Sviptu nítján ára pilt frelsi sínu KRISTJÁN MARKÚS SÍVARSSON Kristján ásamt öðrum svipti 19 ára pilt frelsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM REYKJAVÍK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gísli Gíslason hafnarstjóri skrifuðu undir kaup- samninga Reykjavíkurborgar á þremur lóðum Faxaflóahafna sf. síðastliðinn föstudag. Þetta eru lóð Áburðarverksmiðjunnar í Gufu- nesi, land á Geldinganesi og land í Eiðsvík. Ekki er ljóst hver nýting á land- inu verður en á vegum borgar- innar stendur yfir samkeppni um framtíðarskipulag Gufuness í Grafarvogi. Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir hugmyndum um nýtingu lands og mannvirkja á svæðinu. - ngy Vilja hugmyndir um nýtingu: Borgin keypti þrjár lóðir LÖGREGLUMÁL Tveir menn sitja enn í gæsluvarðhaldi eftir að lög- regla lagði hald á mikið magn e- taflna í íbúðarhúsi á höfuðborgar- svæðinu. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að lögregla hefði lagt hald á töflugerðarvél sem talið er að hafi verið notuð til að búa til e- töflurnar. Fimm menn voru handteknir vegna málsins og þar af voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarð- hald en tveimur þeirra hefur nú verið sleppt. - ih Rannsókn vegna pillupressu: Tveir áfram í gæsluvarðhaldi DAGUR B. EGGERTSSON Á vegum borgarinnar stendur yfir samkeppni um framtíðarskipulag Gufuness í Grafarvogi. SPURNING DAGSINS SÓLARDAGAR 20.–21. JÚLÍ Úrval Útsýn |  Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi |  585 4000 |  uu.is SJÁ NÁNAR Á UU.IS/SOLARDAGAR FERÐIR Í SÓLINA Í ÁGÚST Á BETRA VERÐI TENERIFE MARYLANZA APARTHOTEL 19.–26. ágúst. Íbúð með einu svefnherbergi. FRÁ 89.900 KR. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn – fullt verð 99.400 kr. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -0 B 0 C 1 7 5 3 -0 9 D 0 1 7 5 3 -0 8 9 4 1 7 5 3 -0 7 5 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.