Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 38
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| LÍFIÐ | 30 BESTI BITINN Í BÆNUM SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Vinkonurnar Auður Finnbogadótt- ir og Silja Rós Ragnarsdóttir hafa undanfarið ár verið að sækja um í leiklistarskóla um allan heim. Þær komust inn í sama skólann, sem er í Hollywood, og munu elta draum- inn út þann 25. ágúst næstkom- andi. Í kvöld munu þær halda brott- farartónleika á Café Rosenberg til styrktar uppihaldi í borg englanna. „Við komumst báðar inn í The American Academy of Dramatic Arts, sem er elsti academy-leik- listarskólinn í Bandaríkjunum. Þar lærðu meðal annars Kim Catrall, Paul Rudd og Grace Kelly leiklist. Það voru sjö þúsund manns sem sóttu um skólann í ár en aðeins 130 sem komust inn þannig að við erum alveg í skýjunum. Við feng- um líka báðar skólastyrk fyrir áheyrnarprufurnar en það eru aðeins 30 nemendur sem fá hann,“ segir Silja Rós. Alls eru þær þrjár frá Íslandi sem hefja nám í skólanum í haust. Sú þriðja heitir Berta Andrea Snædal og er um þessar mundir að leika í kvikmynd úti í Bandaríkj- unum. Silja býst við að þær verði allar saman í bekk. „Okkur gekk öllum mjög vel í prufunum og það er líklegast að við verð- um allar saman í bekk. Við Auður vorum búnar að sækja saman um skóla seinasta árið þannig að það er mjög gaman að hafa komist inn í sama skóla og verða vonandi saman í bekk.“ Það er ekki ódýrt að fara í nám erlendis, sérstaklega í Bandaríkj- unum, og því hafa stelpurnar verið að safna sér fyrir skólanum lengi. „Ég er í þremur vinnum eins og er. Svo tek ég lán frá LÍN. Skólagjöld- in úti eru náttúrulega allt önnur en þau sem við þekkjum hérna heima. Við verðum á heimavist fyrstu önn- ina en svo í janúar ætlum við að finna okkur íbúð og vonandi náum við að spara okkur einhvern pen- ing með því. Styrkurinn sem við fengum kemur sér líka einstaklega vel,“ segir Silja. Tónleikarnir hefjast klukk- an níu í kvöld og verða eins fyrr segir á Café Rosenberg á Klapparstígnum. Það kost- ar aðeins 2.000 krónur inn en það verður engi posi á staðnum. Hljómsveitin Four Leaves Left hitar upp fyrir stelpurnar. Jón Birg- ir Eiríksson spilar undir á píanó og Grétar Örn Axelsson verður á gítar ásamt Silju. Stelpurnar ætla að flytja þekkt lög í bland við frumsamið efni. gunnhildur@frettabladid.is Bestu vinkonur fengu skólastyrk í Hollywood Auður Finnbogadóttir og Silja Rós Ragnarsdóttir fl ytja til Los Angeles eft ir mánuð þar sem þær munu hefj a leiklistarnám. Þær halda styrktartónleika fyrir sig í kvöld. LÆRA LEIKLIST Í HOLLYWOOD Silja Rós og Auður flytja til Bandaríkjanna eftir mánuð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GRACE KELLY Leikkonan fræga sótti sama skóla og stelpurnar komust inn í. PAUL RUDD Maura maðurinn stundaði nám við American Academy of Dramatic Arts. Ég er í þremur vinnum eins og er. Svo tek ég lán frá LÍN. Skóla- gjöldin úti eru náttúru- lega allt önnur en þau sem við þekkjum hérna heima. Egg Benedict á Snaps með ískaldri mímósu og pönnukökur í eftirrétt á laugardögum. Þórunn Ívarsdóttir, tískubloggari „Þetta var rosa gaman, ég hef allavega aldrei komið fram á svona skipi áður,“ segir söngkon- an Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Hún kom fram ásamt hljómsveit á tveimur tónleikasýningum um borð í skemmtiferðaskipinu Sea Princess um helgina sem lá við Skarfabakka. „Ég vissi frekar lítið hvað við vorum að fara að gera, við vorum bara tilbúin með prógramm. Þetta var skemmtilegt ævintýri,“ segir Jóhanna Guðrún. Nokkur hundruð manns voru á hvorum tónleikum fyrir sig en skipið tekur tæp- lega tvö þúsund manns. Skemmt- anastjóri skipsins bað sérstaklega um að prógrammið væri blandað, íslenskt og erlent. „Við tókum góða blöndu og fólkið tók vel í íslensku lögin,“ bætir Jóhanna Guðrún við. Hún segir þó að meðalaldur gesta hafi verið frekar hár. „Meðalald- urinn hefur örugglega verið um sextugt eða sjötugt eins og oft er á svona skemmtiferðaskipum. Fólkið var samt afar þakklát og allir voru í góðu stuði.“ Skipið var í höfn þegar tónleik- arnir fóru fram en voru Jóhanna og félagar ekkert smeyk um að skip- ið myndi sigla af stað á meðan þau væru innanborðs? „Upphaflega var ég með smá áhyggjur því að eftir að sjóið kláraðist höfðum við mjög tæpan tíma til að koma okkur í burtu. Fólk var þó enn að streyma inn í skipið þegar við kláruðum þannig að þetta reddaðist,“ segir Jóhanna Guðrún og hlær. - glp Kom fram á tónleikum á skemmtiferðaskipi Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng fyrir gesti skemmtiferðaskipsins Sea Princess um helgina. SÖNG Á SKIPI Tónleikagestir á skipinu kunnu vel að meta Jóhönnu Guðrúnu og hljómsveitina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -0 6 1 C 1 7 5 3 -0 4 E 0 1 7 5 3 -0 3 A 4 1 7 5 3 -0 2 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.