Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 26
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HÖGNI FELIXSON fyrrverandi skipstjóri, Burknavöllum 3, Hafnarfirði, lést 11. júlí á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. júlí kl. 13.00. Þyri Svanholt Björgvinsdóttir Alma Högnadóttir Felix Högnason Bára Denny Ívarsdóttir Íris Högnadóttir Sveinn Jónsson Björgvin Högnason Gauja Sigríður Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, ESTHER HELGA PÁLSDÓTTIR Tómasarhaga 36, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 17. júlí. Esther verður jarðsungin frá Útskála- kirkju, Garði, mánudaginn 27. júlí kl. 13.00. Friðrik Friðriksson Hanna Rut Friðriksdóttir Eiríkur Þórðarson Hanna Sveinsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA HALLDÓRSDÓTTIR lyfjatæknir, Sólvöllum 7, Húsavík, sem lést á hjúkrunardeildinni Skógarbrekku 16. júlí, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju, fimmtudaginn 23. júlí kl. 14.00. Hákon Óli Guðmundsson Guðlaug Baldvinsdóttir Dóra Fjóla Guðmundsdóttir Stefán Geir Jónsson barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BIRGIR SIGURBJARTSSON málarameistari, Holtastíg 22, Bolungarvík, lést í Sjúkraskýli Bolungarvíkur síðastliðinn þriðjudag, 14. júlí. Útför hans fer fram þann 25. júlí frá Hólskirkju kl. 14.00. Helga Svandís Helgadóttir Helgi Birgisson Kristín Una Sæmundsdóttir Lilja Hálfdánsdóttir Óðinn Birgisson Hjördís Geirsdóttir Finnbjörn Birgisson Linda Björk Harðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN ÞÓR JÓNSSON ættaður frá Fífilbrekku á Akureyri, lést á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík, miðvikudaginn 8. júlí sl. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju 23. júlí kl. 13.30. Alúðarþakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Dalbæ. Fyrir hönd ástvina, Linda Geirdal Stefánsdóttir Díana María Stefánsdóttir Baldvin Oddur Sigurðarson Haraldur Helgi Stefánsson Jakob Líndal Stefánsson og barnabörn. Ástkær móðir, tengdamóðir og amma, GERÐUR HAUKSDÓTTIR Geldingaholti, Skagafirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks föstudaginn 17. júlí, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju fimmtudaginn 23. júlí, kl. 14.00. Aðstandendur þakka samúð og vinarhug, Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir Jóhann Gunnlaugsson Eva Dögg Bergþórsdóttir Kristín Björg Emanúelsdóttir Ísak Hrafn Jóhannsson Björk Diljá Jóhannsdóttir Innilegar þakkir fyrir samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, LILJU KRISTINSDÓTTUR Ægisbyggð 9, Ólafsfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hornbrekku Ólafsfirði. Kristinn E. Hrafnsson Anna Björg Siggeirsdóttir Sigurlaug Hrafnsdóttir Líney Hrafnsdóttir Georg Páll Kristinsson og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, amma og langamma, BYLGJA HALLDÓRSDÓTTIR sem lést á sjúkrahúsi Akraness 15. júlí, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju 23. júlí kl. 14.00. Ingólfur Aðalsteinsson Aðalheiður Aðalsteinsdóttir Matthildur Aðalsteinsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, INGVAR SIGURJÓNSSON lést á heimili sínu í Vestmannaeyjum miðvikudaginn 15. júlí. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 25. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Kvenfélag Landakirkju. Hólmfríður, Sigþór Sigurlín Guðný, Sigurjón og fjölskyldur. Elsku besta systir okkar, mágkona og frænka, SVANHILDUR ALBERTSDÓTTIR Álfheimum 36, lést á Landspítalanum við Hringbraut, fimmtudaginn 16. júlí. Útför verður auglýst síðar. Anna Margrét Albertsdóttir Guðrún Albertsdóttir Páll Björnsson Elísabet Hildiþórsdóttir María Hildiþórsdóttir Birkir Pálsson Hildur Pálsdóttir og fjölskyldur. „Það eru auðvitað mikil forréttindi að fá að eldast og það er verkefni hvers manns að halda sér ungum í anda, líkama og sál,“ segir Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrver- andi atvinnumaður í knattspyrnu. Hann stendur á miklum tímamót- um í dag því hann fagnar fimmtugs- afmæli sínu. „Það verður eitthvert partí um helgina eins og gjarnan er á svona tímamótum. Maður verður að halda einhverja veislu til að fagna þessum áfanga, með sínu nánasta fólki. Dag- urinn í dag verður þó í rólegheitun- um. Ætli maður fái sér ekki huggu- lega máltíð í tilefni dagsins en gleðin þarf að bíða fram að helginni. Þessi þriðjudagspartí hafa alltaf verið frekar erfið,“ segir Guðni spurður út í hvort hann ætli að gera eitthvað í tilefni dagsins. Hann var staddur með fjölskyldu sinni í góðu yfirlæti í sumarbústað í Borgarfirðinum þegar blaðamaður náði tali af honum. Um næstu helgi verður heljarinnar veisla í Valsheimilinu og er Guðni nú þegar byrjaður að blanda í salatið og kæla drykkina. „Jú, ég er búinn að plana þessa veislu, það verður músík og gleði. Logi Ólafsson verður veislu- stjóri og er undir mikilli pressu en hann er með skemmtilegri mönnum sem ég þekki. Annars snýst þetta bara um að hafa gaman og ég hugsa að stemningin verði góð í Valsheim- ilinu,“ útskýrir Guðni. Hann hefur ávallt haldið sér í góðu formi, enda lítið annað í boði þegar menn eru í atvinnumennsku í knatt- spyrnu. „Maður er auðvitað meðvit- aður um það að hugsa betur um sig þegar maður eldist og rækta líkam- ann og sálina enn frekar. En þessi aldur er bara tala og maður má ekki taka hana of alvarlega. Þetta er hálf óraunverulegt því manni finnst maður alltaf vera strákur enn þá. Það er mikilvægt að vera ungur í anda.“ Guðni lék knattspyrnu með liðum á borð við Tottenham Hotspur, Bolton Wander ers og Val enda uppalinn Vals- ari. En þegar menn eru orðnir hálfr- ar aldar gamlir á blaði, setja menn sér önnur markmið? „Ég hef verið að reyna að takast enn frekar á við golfið en hef bara verið að fara svo sjaldan. Það hefur gengið afleitlega fyrir vikið. Núna er hugmundin að gefa golfinu meiri tíma. Ég er búinn að gefa félögunum forskot í golfinu en núna ætla ég að ná þeim. En ann- ars ætlar maður bara að reyna að halda sínu striki og njóta lífsins með nánustu fjölskyldu og vinum,“ segir Guðni. Ætlar að verða betri í golfi með aldrinum Lögfræðingurinn og fyrrverandi atvinnumaðurinn í knattspyrnu Guðni Bergsson fagnar fi mmtudagsafmæli sínu í dag. Hann ætlar þó að fagna enn meira um næstu helgi. FIMMTUGUR Guðni Bergsson var atvinnumaður í fótbolta frá árinu 1983 til 2003. Þá á hann að baki 80 landsliðsleiki. MYND/AÐSEND Ætli maður fái sér ekki huggulega máltíð í tilefni dagsins en gleðin þarf að bíða fram að helginni. Þessi þriðjudagspartí hafa alltaf verið frekar erfið. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 3 -6 D C C 1 7 5 3 -6 C 9 0 1 7 5 3 -6 B 5 4 1 7 5 3 -6 A 1 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.