Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 2
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Útlit er fyrir áframhaldandi norðanátt en það dregur þó aðeins úr vindhraða. Um sunnan- og vestanvert landið má sjá til sólar, en á norðan- og austanverðu landinu er útlit fyrir úrkomu, þá helst fyrripart dags. Hitinn er svipaðir, 8-14 stig, hlýjast suðvestan til. FJARSKIPTI „Það er að fjölga mikið þessum kærum, alveg verulega,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, for- stjóri Póst- og fjarskiptastofnun- ar. Fyrr í sumar úrskurðaði Póst- og fjarskiptastofnun að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði brotið fjarskiptalög með sms-sending- um og símtali til félagsmanns í Heimdalli, félagi ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, á kjör- dag 2014. Félagsmaðurinn taldi sig ekki hafa veitt samþykki sitt fyrir að taka á móti sendingum af þessu tagi. „Við birtum þarna fjórar eða fimm ákvarðanir í einu,“ segir Hrafnkell. „Ég held að þetta sé tákn um það að þetta sé að aukast. Almenn- ingur er að verða meðvitaðri um rétt sinn gagnvart friðhelgi einka- lífsins annars vegar og hins vegar er núna heilmikið um það að fyr- irtæki og félagasamtök séu að nota þessar rafrænu leiðir til að hafa samband við þá sem þeir vilja ná athygli frá og þetta mæt- ist svolítið í þessari aukningu.“ Hrafnkell segir að með þessum úrskurðum sé ekki verið að banna það að fyrirtæki eða félagasam- tök komi boðskap sínum á fram- færi. „Og eins og til dæmis Sjálf- stæðisflokkurinn, ef hann myndi vinna ákveðna heimavinnu varð- andi félagaskrána, þá getur hann notað þessar leiðir en þá verður það að vera þannig að það sé upp- lýst samþykki. Það er ekki verið að banna leiðina, það er verið að hnykkja á því hvaða verklag menn hafa í þessu.“ Þórður Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins, segir að úrskurður af þessum toga setji frjálsum félagasamtök- um í landinu nokkrar skorður. „Það er ekki ólíklegt að við kærum. Við teljum að [ákvörðun- in] muni hafa alvarlegar afleið- ingar fyrir öll frjáls félagasam- tök í landinu,“ segir Þórður. „Þetta snýst náttúrulega engan veginn um Sjálfstæðisflokkinn, þetta snýst um hvernig flokkar og öll frjáls félagasamtök í landinu hafa nálgast félagsmenn sína. Það allt saman er undir. Það er mjög ólíklegt að við munum láta það liggja í lausu lofti þannig að það er auðvitað langlíklegast að við munum kæra þennan úrskurð,“ segir hann. „Það er talsvert ólíku saman að jafna, samskiptum frjálsra félagasamtaka við félagsmenn sína og það hvernig menn fara í blindar hringingar eftir síma- skrá.“ - srs Félagasamtök vinni heimavinnuna sína Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að kærur vegna rafræns áreitis af hálfu félagasamtaka og fyrirtækja færist verulega í aukana. Framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins segir úrskurði stofnananna setja félagasamtökum skorður. SMS-SKILABOÐ Forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar segir að fyrirtæki, flokkar og félagasamtök geti enn dreift boðskap sínum ef farið er eftir reglum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HRAFNKELL V. GÍSLASON ÞÓRÐUR ÞÓRARINSSON EFNAHAGSMÁL Ekki er búið að afgreiða tæplega 300 umsóknir vegna höfuðstólslækkunar verð- tryggðra húsnæðislána hjá ríkis- skattstjóra. Stefnt er að því að ljúka afgreiðslu umsókna fyrir lok júlí. „Það er ekki alveg víst að það náist því það er verið að bíða eftir upp- lýsingum þriðja aðila í sumum til- fellum,“ segir Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir, sviðsstjóri höfuð- stólsleiðréttingar hjá ríkisskatt- stjóra. „Það eru fyrst og fremst eftir mál þar sem kalla hefur þurft eftir upplýsingum frá einstaklingum þar sem upplýsingar í framtölun- um hafa ekki verið fullnægjandi til að geta reiknað út lánin og það ber- ast ekki svör frá umsækjendum,“ segir hún. Jarþrúður bætir við að afgreiðsla mála hafi tekið lengri tíma en til hefði staðið. „Í nokkrum tilfellum höfum verið að reyna að finna út úr þessu með fjármálastofnunum og það hefur tekið lengri tíma held- ur en æskilegt hefur verið í sumum tilvikum,“ segir hún. Þá segir Jar- þrúður að í sumum tilfellum séu mál óafgreidd sem snúi að einstak- lingum sem hafi verið með mál til afgreiðslu hjá umboðsmanni skuld- ara. Skúli Eggert Þórðarson ríkis- skattstjóri sagði í samtali við RÚV þann 15. júní að stefnt hefði verið að því að birta alla útreikninga fyrir miðjan júlí. Hann hafði áður sagt að ljúka ætti afgreiðslu mála fyrir miðjan júní. - ih Ríkisskattstjóri hyggst afgreiða síðustu umsóknir um lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána fyrir júlílok: Útreikningum ólokið í tæplega 300 málum RÍKISSKATTSTJÓRI Tekið hefur lengri tíma en til stóð að afgreiða umsóknir hjá ríkisskattstjóra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILBRIGÐISMÁL Guðríður Krist- ín Þórðardóttir, formaður hjúkr- unarráðs Landspítalans, segir það óráð að auka einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Sigríður Á. Andersen, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún sagði að sú erfiða staða sem komin er upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins fæli í sér tækifæri. Hún hvatti hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. „Það er að minnsta kosti alveg ljóst að svona getur þetta ekki gengið. Að hundruð manna segi upp störfum hjá vinnuveit- anda sem hefur ekki að öðru að hverfa. Það gengur ekki. Ég tel að það séu tækifæri þarna, ekki bara gagnvart ríkisspítalanum heldur á öðrum sviðum líka, sem hjúkrunarfræðingar munu detta niður á,“ sagði Sigríður svo í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Guðríður Kristín er ósam- mála. „Ef þetta er það sem okkar æðstu yfirmenn hafa um þennan rekstur að segja, þá myndi ég segja að það væri algjört þekkingarleysi. Ég skora þá bara á hinn sama að koma og kynna sér málið. Ræða við hjúkrunarráð og yfirstjórn spít- alans.“ Guðríður Kristín telur að aukinn einkarekstur myndi kosta meiri peninga og þýða faglega afturför. - þká Segir aukinn einkarekstur kosta meiri peninga og þýða faglega afturför: Telur óráð að auka einkarekstur ÓSAMMÁLA Guðríður Kristín Þórðar- dóttir telur svarið við vanda í heilbrigðis- rekstri ekki felast í auknum einkarekstri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR VEÐUR SJÁ SÍÐU 20 SVISS Enski grínistinn Lee Nelson lét einsdollaraseðlum rigna yfir frá- farandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) þegar hann braust inn á blaðamannafund FIFA í svissnesku borginni Zürich í gær. „Sepp, þetta er fyrir Norður-Kóreu árið 2026,“ sagði Nelson og vísaði til ásakana um að atkvæði í kosningum um mótshaldara heimsmeist- aramóta séu fengin með mútum. FIFA tilkynnti á blaðamannafundinum að forsetakosningar færu fram 26. febrúar á næsta ári en Blatter hyggst ekki sitja lengur. - þea Enskur grínisti vakti reiði forseta FIFA á blaðamannafundi: Sturtaði seðlum yfir Sepp Blatter EKKI SKEMMT Sepp Blatter stökk ekki bros þegar seðlum var sturtað yfir hann á blaðamannafundi. NORDICPHOTOS/GETTY LÖGREGLUMÁL Tuttugu tilkynn- ingar um slys bárust lögreglunni á Suðurlandi um helgina. Þar á meðal var erlendur ferðamað- ur sem slasaðist á fæti eftir fall af sleða sem hann ók. Hann var fluttur á heilsugæslu á Höfn og þaðan í sjúkraflugi til Akureyrar. Annar erlendur ferðamaður féll á Sólheimajökli og rotaðist. Hann komst fljótlega til með- vitundar og var fluttur á heilsu- gæslu til aðhlynningar en reynd- ist ekki mikið meiddur. Þá urðu fimm knapar fyrir meiðslum þegar þeir féllu af baki. - ngy Slasaðist við fall af vélsleða: Tuttugu útköll vegna slysa LÝÐHEILSA Tóbaksreykingar meðal unglinga á aldrinum 15 til 16 ára hafa dregist verulega saman frá árinu 1995. Þetta kemur fram í niðurstöðum evr- ópsku vímuefnarannsóknarinnar, ESPAD. Árið 1995 reyktu 32 prósent unglinga vikulega en árið 2015 eru þau komin niður í sex pró- sent. Þá reykti 21 prósent ung- linga daglega árið 1995 en aðeins fjögur prósent í dag. Frá árinu 1995 hefur jafnt og þétt dregið úr reykingum unglinga og aldrei hafa jafn fáir stundað reglulegar reykingar. - srs Reykingar aldrei minni: Fjögur prósent reykja daglega 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -F 7 4 C 1 7 5 2 -F 6 1 0 1 7 5 2 -F 4 D 4 1 7 5 2 -F 3 9 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.