Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 14
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Miðborgin iðar af mannlífi sem aldrei fyrr. Ferðamenn frá öllum þjóðum í ólíkum afbrigðum af flíspeysum glæða borgina lit og fyrir tilstilli þeirra er fjölbreytni borg- arlífsins meiri. Aldrei hafa fleiri veitinga- staðir og öldurhús né menningartengdir viðburðir verið í Reykjavík. Öll njótum við góðs af því og hin aukna fjölbreytni myndi vart þrífast ef ekki væri fyrir ferðamenn- ina. Stöku lundabúð angrar mig því ekki enda skila ferðamenn enn fremur mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð núorðið. Um milljón ferðamanna sótti landið heim á árinu 2014 og ekkert lát er á aukn- ingunni. Reykjavík er stærsti ferðamanna- staður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina. Þá rekur Reykjavík ýmsa afþreyingu sem er niðurgreidd af íbúum, t.a.m. söfn og sundlaugar og styrk- ir aðra ríflega. Borgin hefur enn fremur ráðist í ýmsa opinbera fjárfestingu í menn- ingartengdri ferðaþjónustu sem hefur eflt borgina sem viðkomustað og styrkt stoðir ferðaþjónustu. Á ferðalögum erlendis er mér almennt gert að greiða fyrir allt sem ég geri og skoða, og er það ekkert tiltöku- mál. Í mörgum borgum er greiddur sér- stakur skattur, gistináttagjald, sem rennur til sveitarfélagsins og er innheimt á hótel- um og varið til uppbyggingar ferðaþjón- ustu. Sambærileg gjaldtaka er hér á landi, en gjaldið rennur í ríkissjóð og er mjög lágt í erlendum samanburði, aðeins 100 kr. fyrir gistieiningu. Slíkt gistináttagjald á að renna beint til sveitarfélaganna líkt og víða erlendis. Þá ber að hækka gistináttagjaldið og eyrna- merkja uppbyggingu í ferðaþjónustu, eink- um þar sem virðisaukaskattur er í lægra þrepi. Þegar frumvarp um gistinátta- gjald var samþykkt árið 2011 átti það að skila rúmum 200 m.kr. til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ljóst er að sú fjár- hæð er mjög lág miðað við umfang vand- ans. Kannski er ekki sami fnykur af vanda Reykjavíkur og við blasir þegar ferðamenn létta af sér á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið, en eðlilegt er að ferðamenn standi undir þeirri þjónustu sem þeir nýta, á sama hátt og við gerum sem ferðamenn erlendis. Gistináttagjald til sveitarfélaga á grundvelli nálægðarsjónarmiða er skyn- samleg leið, á sér erlenda skírskotun og tryggir sveitarfélögunum aur fyrir aur, vegna aukinnar þjónustu við ferðamanna- fjöldann. Um gjaldið ætti ekki að ríkja ágreiningur, ef við erum sammála um það grundvallaratriði að menn borgi fyrir þá þjónustu sem þeir nýta. Aur fyrir aur FERÐAMENN Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar GLÆSILEG MATAR- STELL KÍKTU Á ÚRVALIÐ Hrós í hnappagatið Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn að Ísland ætti að íhuga að draga úr hvalveiðum. Ástæðan væri hornauga heimsveldanna vegna veiðanna. Þessu ber að fagna. Þrjóska hefur lengi þótt dyggð hér á landi, þótt hún sé með öllu órökstudd. Íslendingar hafa hingað til sýnt af sér heimóttarskap í sambandi við hvalveiðar og þrjóskast við með þeim rökum að við eigum þetta og við megum þetta. En hval- veiðar skaða okkur meira en ávinningurinn af þeim er. Íslend- ingar mega ekki horfa fram hjá því þegar náttúruverndarsam- tök á borð við GreenPeace biðja Bandaríkjaforseta um hertar aðgerðir og viðskipta- þvinganir gegn Íslandi. Hvalveiðar eru siðferðilega umdeildar um heim allan og það er fagnaðarefni ef Gunnar Bragi er byrjaður að hlusta. Styrmir vill Viðreisn heim Stofnun stjórnmálaflokks á hægri vængnum sem hefði ESB-aðild á stefnuskrá sinni hefur undanfarið valdið titringi í Sjálfstæðisflokknum. Hins vegar hefur þróun umræðunnar verið með þeim hætti nýverið að heita má ljóst að forsendur fyrir hægri sinnuðum aðildarflokki eru brostnar (reyndar má velta því fyrir sér hvort forsendur fyrir áframhaldandi tilveru Samfylkingarinnar eru þá ekki eins brostnar). Þrátt fyrir þetta virðast sjálfstæðismenn ekki í rónni, vitandi af tilvist Viðreisnar þarna úti. Um liðna helgi skrifaði Styrmir Gunnarsson pistil þar sem hann hvetur hina týndu syni Viðreisnar til að hverfa heim í hlýjan faðm Valhallar og boðar að hægt sé að gera málamiðlanir um hvað sem er, bara ekki ESB. Einkavæðing til gróða Sigríður Andersen, þingkona Sjálf- stæðisflokksins, segir uppsagnir hjúkr- unarfræðinga tækifæri til einkavæð- ingar. Einkavæðing hefði í för með sér hrun heilbrigðiskerfisins og gríðarlega aukinn kostnað sjúklinga. Það er ástæða fyrir góða og gegna sjálfstæð- ismenn að svara þessari kröfu Sigríðar. Er þetta almennur vilji flokksins? Vilja kjósendur Sjálfstæðisflokksins greiða fyrir eigin heilsu? snaeros@frettabladid.is Í helgarblaði Fréttablaðsins var að finna áhrifaríkt viðtal við ungan mann, Einar Hildarson, sem slapp hættulega slasaður frá móður sinni fyrir ellefu árum. Systir Einars lést í sömu árás en móðirin er haldin geðklofa og var í geðrofi þegar atvikið átti sér stað. Einar lýsir erfiðum aðstæðum í uppvexti sínum þar sem hann og systir hans þurftu að lifa með sjúkdómi móður sinnar án þess að kerfið gripi nokkurn tímann inn í. Móðurforeldrar hans sem og frænkur höfðu margoft reynt að gera barnavernd- aryfirvöldum ljóst hver staðan væri og hún hafði sjálf reynt að fremja sjálfsmorð, allt án árangurs og athygli kerfisins. „Það sýnir kannski hvað þetta er heimskulegt kerfi að eftir að mamma reynir að drepa mig fær hún enn að hafa forræðið yfir mér,“ segir Einar í viðtalinu, en afi hans og amma þurftu að berjast hatrammlega fyrir forræðinu yfir honum. Einar lýsir viðbrögðum kerfisins eftir að atburðirnir áttu sér stað einnig vel. Hann segir réttilega að ekki sé til nein handbók um hvað eigi að gera þegar móðir reynir að drepa barnið sitt og lýsir erfiðum árum sem í kjölfarið fylgdu. „Það er bara reynt að spila þetta eftir hendinni en undir miklu stressi.“ Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að málið hafi hreyft við Barnavernd. „Í kjölfar þessa máls lagði ég til að það yrði komið á viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna að erlendri fyrirmynd,“ segir Bragi en tillagan náði ekki fram að ganga. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barna- verndar Reykjavíkur, segir í blaðinu í dag að skólar standi sig betur nú í tilkynningum til nefndarinnar en fyrir tíu árum. Hún segir meiri meðvitund um tilkynningaskylduna og að hún hafi vaxið á undanförnum árum. Börn eiga samkvæmt lögum rétt á vernd og umönnun. Löggjafinn leitaðist með setningu barnaverndarlaga við að tryggja börnum sem búa við óviðunandi aðstæður nauðsyn- lega aðstoð. Það er óbærilegt til þess að hugsa hvernig endir- inn á fyrrgreindri atburðarás hefði getað verið öðruvísi hefði verið stigið fyrr inn í. Hvorki Bragi né Halldóra gefa skýr- ingar á því hvers vegna ekki var gripið fyrr inn í aðstæður sambærilegar þeim og uppi voru á heimili Einars, né heldur hvers vegna móðir heldur forræði eftir að hafa reynt að ráða barni sínu bana. Blessunarlega hefur þó ýmislegt breyst frá því þetta skelfi- lega mál kom upp líkt og Halldóra lýsir og frekari þekking á félags- og uppeldisfræði sem og geðlækningum hjálpar til við að vernda fólk í þessum aðstæðum. Þó er aldrei hægt að búa svo um hnútana að slíkt gerist aldrei aftur. Það er því sorglegt að sjá að ekki hafi verið lært betur af reynslunni en svo að tillaga um viðbragðsteymi vegna voveiflegra dauðsfalla barna að erlendri fyrirmynd, líkt og Barnaverndarstofa lagði til, hafi ekki við sett á laggirnar. Það eina góða sem svona atburð- ir geta haft í för með sér er lærdómur. Börn eiga rétt á vernd og umönnun Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -3 7 7 C 1 7 5 3 -3 6 4 0 1 7 5 3 -3 5 0 4 1 7 5 3 -3 3 C 8 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.