Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.07.2015, Blaðsíða 16
21. júlí 2015 ÞRIÐJUDAGUR| SKOÐUN | 16 Í síðustu grein í þessari þriggja greina röð var fjallað um hvað einkenn- ir yfirmann sem leggur starfsmann sinn í einelti. Í þessari grein verður skoðað nánar hvað ein- kennir yfirmann sem er vanvirkur þegar kemur að því að taka á sam- skiptamálum. Þessi yfir- maður er ekki endilega reiður eða hatursfullur eða uppfullur af minni- máttarkennd. Vel kann einnig að vera að hann láti sér annt um starfsfólk sitt. Það sem háir þess- ari týpu af yfirmanni er að hann hefur ekki færni eða getu til að taka á samskiptamálum sem upp koma. Stundum skortir hann ein- faldlega kjark til að takast á við tilfinningaleg vandamál. Finni þeir sig í aðstæðum þar sem til- finningar ráða ríkjum, fyllast þeir óöryggi, verða klaufalegir og vita ekki hvað á að segja eða gera. Sumum fallast hendur ef einhver í návist þeirra sýnir til- finningaleg viðbrögð, t.d. brestur í grát eða brotnar saman. Þá er aðgerðaleysið stundum réttlætt með því að segja að verið sé að gera úlfalda úr mýflugu. „Svona yfirmanni“ kann jafnvel að finn- ast starfsmaðurinn sem kvartar vera með tómt vesen. Yfirmaður sem er lítill mann- þekkjari og veikgeðja lætur oft undan þrýstingi. Sé á staðnum starfsmaður sem býr yfir óheil- indum, hatri í garð annars (ann- arra) þá getur hann jafnvel náð að stjórna yfirmanni sem hér er lýst. Yfirmaðurinn verður þá eins konar leppur þessa starfs- manns og finnst þá auðveldara að leyfa honum að taka stjórnina. Sé kvartað yfir framkomu þessa starfsmanns þá hunsar yfirmað- urinn jafnvel kvörtunina. Með því að loka eyrunum er loku fyrir það skotið að málið verði skoðað og leitt til lykta. Þar með er yfirmaðurinn óbeint að styðja „gerandann“ og veita honum leyfi til að halda meintri háttsemi sinni áfram. Þannig getur það gerst að yfirmaður- inn sé óbeinn þátttakandi jafnvel í „einelti“ þar sem hann neitaði að taka málið til athugunar og setja það í viðeigandi ferli. Einelti í sinni víðustu mynd þrífst vel undir stjórn yfirmanns sem er van- virkur: veikgeðja og atkvæða- lítill þegar kemur að samskipta- málum. Skortir burði til að taka á málum Það er afar íþyngjandi þegar stjórnandi sem er slakur í sam- skiptum vermir yfirmannsstól stofnunar eða fyrirtækis árum saman. Jafnvel þótt stjórnand- inn sjálfur hafi ekki gerst sekur um slæma framkomu gagn- vart starfsmanni er líklegt að á vinnustaðnum þrífist alls kyns óværa þar sem yfirmanninn skortir burði til að taka á málum með viðeigandi hætti. Nái nei- kvæð menning að festa sig í sessi (vondur mórall) verður vinnu- staðurinn smám saman eitraður. Mannaskipti eru þá oft tíð. Nýir starfsmenn, bjartsýnir og fersk- ir, eru kannski ráðnir til starfa. Þegar þeir finna að staðurinn er sýktur hverfa einhverjir þeirra á braut. Sumir neyðast e.t.v. til að vera um kyrrt þar sem ekki er endilega hlaupið að því að fá aðra vinnu. Þetta er sérstaklega erfitt ef um er að ræða sérhæft starfsfólk sem sinnir sérhæfðum störfum. Aðrir reyna að þrauka því að þeim hugnast ekki að láta vanhæfan stjórnanda og vondan móral hrekja sig á brott. Í síðustu tveimur greinum hefur verið fjallað um yfirmenn sem eru gerendur eineltis og yfir- menn sem eru vanvirkir þegar kemur að því að taka á sam- skiptamálum. Yfirmaður, hversu vanhæfur og slæmur sem hann er, veit auðvitað að hann þarf að eiga einhverja stuðningsmenn, svona „já-menn“. Yfirmaðurinn velur sér það fólk sem hann finn- ur og veit að hann getur stjórnað. Hann velur sér fólk sem ber helst óttablandna virðingu fyrir honum og þá sem honum finnst ekki ógna sér eða stöðu sinni á neinn hátt. Fylgismenn yfirmannsins kjósa e.t.v. að sjá hann í öðru og jákvæðara ljósi en hinir sem eru ekki „útvaldir“. Einhverjir sem eru í innsta hring gætu einn- ig verið búnir að meta stöðuna þannig að betra sé að vera þarna megin borðs og tryggja þannig að þeir verði ekki sjálfir skotmark- ið. Með því að ganga í „rétta“ liðið verður lífið í vinnunni þolan- legra og óöryggið minna? Í þriðju og síðustu greininni í þessum greinaflokki verður fjallað um hvað einkennir góðan yfirmann og stjórnanda. Vanvirki og kjarklausi yfi rmaðurinn Borgarráðsfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins hafa gert alvarlegar athugasemdir við óviðunandi vinnubrögð borgarstjóra og formanns borgarráðs við ráðningu sviðsstjóra skóla- og frí- stundasviðs, stærsta fag- sviðs Reykjavíkurborgar. Ætlun borgarstjóra var að gengið yrði frá umræddri ráðningu á fundi borgarráðs sl. fimmtudag þrátt fyrir að málið væri ekki á útsendri dagskrá með fund- arboði og án þess að borgarráðs- fulltrúar hefðu fengið tækifæri til að kynna sér gögn málsins. Síð- degis á miðvikudag féllust fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins á að málinu yrði bætt við á dagskrá fundarins. Þeim voru hins vegar ekki afhent nein gögn um málið fyrir fundinn og hafa þó allar umsóknir ásamt greinargerðum umsækjenda legið fyrir síðan 24. júní þegar umsókn- arfrestur rann út. Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfir gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. Tóku málið af dagskrá Samkvæmt 15. gr. sveitarstjórn- arlaga segir að fundarboði skuli fylgja dagskrá fundar og þau gögn, sem nauðsynleg eru til að sveitar- stjórnarmenn geti tekið upplýsta afstöðu til mála. Til að mótmæla ónógri upplýs- ingagjöf og flausturslegum vinnu- brögðum lögðu fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins fram bókun á fundinum á fimmtudag og óskuðu eftir frest- un málsins og að fá gögnin afhent. Formaður borgarráðs neit- aði hins vegar að taka við bókun- inni og tók málið af dagskrá þrátt fyrir að það hefði þá þegar verið drjúgan tíma til umræðu á fundin- um. Voru gögnin þá afhent og auka- fundur boðaður í ráðinu sólarhring síðar eða með minnsta mögulega fyrirvara. Á þeim fundi lögðu full- trúar sjálfstæðismanna til að annar umsækjandi yrði ráðinn í stöðuna en borgarstjóri vildi. Var þeirri til- lögu illa tekið af forystumönnum meirihlutans. Fékkst hún ekki einu sinni afgreidd en tillaga borgar- stjóra var keyrð í gegn. Það að borgarstjóri hugðist ganga gegn þeirri reglu að borgar- ráðsmenn gætu kynnt sér gögn þessa mikilvæga máls, sýnir að hann lítur ekki á borgarráð sem stjórnvald, er tekur sjálfstæðar ákvarðanir, heldur stimpil sem eigi að staðfesta ákvarðanir sem hann hefur þegar tekið. Ekki verður hjá því komist að gagnrýna harðlega þessi flausturslegu og gerræðis- legu vinnubrögð. Þetta mál er því miður aðeins eitt af mörgum dæmum um sleifarlag og óviðunandi vinnubrögð í stjórn- sýslu Reykjavíkurborgar undir stjórn vinstri meirihlutans. Slæm vinnubrögð vegna ráðningar sviðsstjóra Boðuð er breyting á Lána- sjóði íslenskra náms- manna. Aðferðafræðin veit á hvað koma skal. Hún er þessi: 1) Kalla skal hlutina rétt- um nöfnum einsog það er orðað. Lán skal heita lán og því aðeins teljast sjálf- bært að það sé á sambæri- legum kjörum og bjóðast á markaði. 2) Það sem þar stendur út af skal heita styrkur. Nánast svona er þetta orðað. Þar með er boðað fráhvarf frá því kerfi sem hér hefur verið við lýði; kerfi sem byggir á lágum vöxtum og tekjutengdum afborg- unum. Er boðuð breyting líkleg til að verða til góðs? Ég leyfi mér að efast um það ef hugsunin er sú, sem mér sýnist vera, að skerða eigi kerfið almennt sem stuðn- ingskerfi við námsmenn og auka áhrif ríkisins í ákvarðanatöku ein- staklinganna hvað varðar námsval þeirra. Vilja ráða námsvali Þetta virðist mér vera boðskap- ur menntamálaráðherra og for- manns LÍN um hugmyndafræðina að baki fyrirhugðum kerfisbreyt- ingum. Menntamálaráðherra segir „styrkjakerfi“ fólgið í núver- andi námslánakerfi en það vanti „stefnumótun á bak við það hvern- ig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna“. Formaður LÍN talar og á þann veg í fréttum að styrkveitingum væri unnt að stýra í samræmi við menntastefnu stjórnvalda. Auðvitað á ríkið að hafa stefnu varðandi hvað boðið er upp á í skólakerfinu en einstaklingurinn á engu að síður að geta horft til allra átta – innan lands sem utan þegar hann ákveður hvernig og á hvaða sviði hann vill beina starfskröftum sínum. Þar með axlar hann líka ábyrgð. Á sínum tíma fengu starfsstéttir á Norð- urlöndum atvinnuleysis- bætur ef ekki var vinnu að fá í við- komandi fagi. Þessu galt ég alltaf varhug við og vildi aldrei flytja þessa hugsun til Íslands af ótta við að þar með væri hætta á því að ríkið krefðist þess að hafa hönd í bagga um hvaða starfsnám væri stundað í samræmi við þá hugsun að ef ríkið ætti að taka ábyrgð á einstaklingunum við atvinnumissi þá hefði ríkið þar með öðlast rétt til að ákveða hvaða starfsnám þeir legðu fyrir sig. Frelsisskerðing Slíkt fæli í sér að mínu mati bæði frelsisskerðingu af verstu sort auk þess að vera óskynsamleg ráðstöf- un, einfaldlega vegna þess að ein- staklingarnir eru líklegri til að finna vaxtarmöguleika framtíð- arinnar en ríkið fyrir þeirra hönd. Jafnframt vil ég gjalda varhug við aldurstengingu á rétti til námslána sem einnig er mjög til umræðu af hálfu ráðamanna. Aldurstenging er með öllu óskyld framvindu í námi sem ekki er að óeðlilegt að horfa til að einhverju leyti. En spyrja má hvort það skapi ein- hvern vanda ef einstaklingur fer á hálfum hraða í gegnum nám – og fengi þá hálfan stuðning? Ástæð- ur gætu verið uppeldi barna, vinna með námi eða einhverjar persónu- legar aðstæður eða óskir. Það er fullkominn misskilningur af hálfu stjórnvalda að líta svo á að best sé að allir ljúki námi strax! Ég tel hyggilegt að við höldum okkur við núverandi námslána- kerfi, helst með enn stífari tekju- tengingu afborgana. Verði farið út á boðaða braut þykir mér sýnt að draga muni úr stuðningi hins opinbera við nám og að aukast muni miðstýring á því sviði með tilheyrandi frelsis- skerðingu. Ekki hækka þröskuldana! Þá er sú tvíþætta hætta fyrir hendi að fólk eigi ekki í önnur hús að venda en til bankanna einsog leitt er getum að í leiðara Frétta- blaðsins sl. miðvikudag en við það mun námskostnaður hækka. Þar með hækka þröskuldar fyrir lág- tekjufólk að afla menntunar. Allt nám, þarmeð framhalds- nám og starfsnám yfirleitt, er samfélaginu gríðarlega verð- mætt en ekki síður er það gefandi fyrir einstaklingana. Námsárin eru skemmtilegt æviskeið. Nám á að vera öllum aðgengilegt á kjör- um sem ekki eru sligandi út lífið. Nema vilji sé til að greiða laun út starfsævina í samræmi við afborganir af hávaxtalánum. Það er óhagkvæmt þegar dæmið er til enda reiknað. LÍN breytingar til að skerða og miðstýra STJÓRNSÝSLA Kjartan Magnússon Borgarfulltrúi Sjálf- stæðisfl okksins ➜ Borgarstjóri hafði því rúmar þrjár vikur til að fara yfi r gögnin en ætlaðist til þess að borgarráðsfulltrúar samþykktu tillögu hans án þess að hafa fengið tækifæri til að kynna sér þau. STJÓRNUN Kolbrún Baldurs- dóttir sálfræðingur ➜ Yfi rmaður sem er lítill mannþekkjari og veikgeðja lætur oft undan þrýstingi. Sé á staðnum starfsmaður sem býr yfi r óheilindum, hatri í garð annars (annarra) þá getur hann jafnvel náð að stjórna yfi rmanni sem hér er lýst. NÁMSLÁN Ögmundur Jónasson Alþingismaður ➜ Nám á að vera öllum aðgengilegt á kjörum sem ekki eru sligandi út lífi ð. Hjúkrunarfræðingar eru reiðir, miklu reiðari en félagar í BHM þótt laun hjúkrunarfræðinga séu talsvert hærri en félaga í BHM. Samkvæmt tölum fjármálaráðuneytisins voru heildarlaun fyrir marsmánuð síðastliðinn að meðaltali 632 þúsund hjá hjúkrunarfræðing- um en 590 þúsund hjá félögum í BHM. Laun kennara í Kennarasam- bandi Íslands fyrir marsmánuð eru þau sömu og BHM-félaga, laun félagsráðgjafa eru 489 þús- und. Báðar síðastnefndu stéttir hafa fimm ára nám að baki en hjúkrunarfræðingar fjögur ár. Ef einungis er tekið mið af þess- um tölum virðist lengd námstíma ekki metin að fullu til launa. Nú eru tölur alltaf dónalegt innlegg í umræður en þær eru hins vegar mjög oft sannfærandi. Opinber reiði vegna launa virð- ist ekki háð lengd náms, hún er mest í hjúkrunarfræðingum en nánast engin í félagsráðgjöfum. Reiði hjúkrunarfræðinga er líka sögð stafa af því að ekki er tekið mið af ábyrgð við ákvörð- un launa. En aðrar stéttir bera líka mikla ábyrgð, kennarar á þroska barna, félagsáðgjafar á heill fjölskyldna og vörubílstjórar sem aka þungum vögnum í mik- illi umferð. Sennilega bera allar stéttir mikla ábyrgð þegar grannt er skoðað. En ábyrgðin kemur misjafn- lega fram. Ef reiðir hjúkrunar- fræðingar segja upp störfum koma áhrifin strax fram, en ef kennarar segja upp störfum koma áhrifin ekki fram fyrr en að árum liðnum, nema náttúru- lega í barnapössun. Reiði hjúkrunarfræðinga KJARAMÁL Eggert Briem prófessor emeritus ➜ Opinber reiði vegna launa virðist ekki háð lengd náms, hún er mest í hjúkr- unarfræðingum en nánast engin í félags- ráðgjöfum. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 3 -7 C 9 C 1 7 5 3 -7 B 6 0 1 7 5 3 -7 A 2 4 1 7 5 3 -7 8 E 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 4 0 s _ 2 0 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.